Úrvalsdeildin í pílukasti sýnd á Stöð 2 Sport Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2019 15:01 Michael van Gerwen er ríkjandi úrvalsdeildarmeistari í pílukasti. Vísir/Getty Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningaréttinn á úrvalsdeildinni í pílukasti, Premier League Darts, sem hófst fyrr í þessum mánuði. HM í pílukasti var sýnt í desember síðastliðinn við miklar vinsældir. Tíu bestu pílukastarar heims mætast í deildarkeppni fyrstu fjórtán vikur tímabilsins, þar sem tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Michael van Gerwen, ríkjandi heimsmeistari og úrvalsdeildarmeistari, stendur vel að vígi eftir fyrstu tvær umferðirnar en hann er sá eini sem er með fullt hús stiga. Fjórir stigahæstu komast svo í úrslitakeppnina sem fer fram síðustu tvær vikurnar. Þá verður leikið fyrst til undanúrslita, svo til úrslita. Páll Sævar Guðjónsson lýsti heimsmeismeistaramótinu og varð var við þann gríðarlega áhuga sem var á því hér á landinu. „Áhugi á pílukasti hefur stóraukist eftir að sýnt var frá heimsmeistaramótinu á Stöð 2 Sport í desember,“ sagði hann. „Ég fékk margar fyrirspurnir um hvernig væri hægt að fá miða til að komast í höllina og upplifa þessa mögnuðu stemningu sem er á meðal áhorfenda.“ Í úrvalsdeildinni er keppt víða um Evrópu, til að mynda í Berlín þann 21. mars og er Páll Sævar sérstaklega spenntur fyrir þeirri keppni. „Þá verður spilað í Mercedes Benz-höllinni í Berlín, þar sem Ísland spilaði á EM í körfubolta árið 2015 og Martin Hermannsson leikur heimaleiki sína með körfuboltaliðinu Alba Berlin. Í fyrra mættu tæplega átján þúsund manns á pílukvöldið,“ sagði hann enn fremur. Fyrsta útsending Stöðvar 2 Sports frá úrvalsdeildinni í pílukasti verður á fimmtudag næstkomandi en þá verður keppt í Dyflinni. Íþróttir Tengdar fréttir Stöð 2 Sport sýnir heimsmeistaramótið í pílukasti Risastór sjónvarpsviðburður sem verður í beinni útsendingu daglega frá 13. desember til 1. janúar. 30. nóvember 2018 14:00 Van Gerwen afgreiddi Smith og er heimsmeistari í þriðja sinn Hollendingnum brást ekki bogalistinn í kvöld er hann varð heimsmeistari í þriðja sinn. 1. janúar 2019 22:02 Van Gerwen vann Tabern í bjórbaði Efsti maður heimslistans Michael van Gerwen fékk óvelkomna bjórsturtu yfir sig á meðan viðureign hans og Alan Tabern stóð yfir á heimsmeistaramótinu í pílukasti. 16. desember 2018 11:00 Níu pílur gera allt tryllt | Myndband Það er ekkert betra en að klára leik með níu pílum í pílukasti. 20. desember 2018 23:00 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningaréttinn á úrvalsdeildinni í pílukasti, Premier League Darts, sem hófst fyrr í þessum mánuði. HM í pílukasti var sýnt í desember síðastliðinn við miklar vinsældir. Tíu bestu pílukastarar heims mætast í deildarkeppni fyrstu fjórtán vikur tímabilsins, þar sem tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Michael van Gerwen, ríkjandi heimsmeistari og úrvalsdeildarmeistari, stendur vel að vígi eftir fyrstu tvær umferðirnar en hann er sá eini sem er með fullt hús stiga. Fjórir stigahæstu komast svo í úrslitakeppnina sem fer fram síðustu tvær vikurnar. Þá verður leikið fyrst til undanúrslita, svo til úrslita. Páll Sævar Guðjónsson lýsti heimsmeismeistaramótinu og varð var við þann gríðarlega áhuga sem var á því hér á landinu. „Áhugi á pílukasti hefur stóraukist eftir að sýnt var frá heimsmeistaramótinu á Stöð 2 Sport í desember,“ sagði hann. „Ég fékk margar fyrirspurnir um hvernig væri hægt að fá miða til að komast í höllina og upplifa þessa mögnuðu stemningu sem er á meðal áhorfenda.“ Í úrvalsdeildinni er keppt víða um Evrópu, til að mynda í Berlín þann 21. mars og er Páll Sævar sérstaklega spenntur fyrir þeirri keppni. „Þá verður spilað í Mercedes Benz-höllinni í Berlín, þar sem Ísland spilaði á EM í körfubolta árið 2015 og Martin Hermannsson leikur heimaleiki sína með körfuboltaliðinu Alba Berlin. Í fyrra mættu tæplega átján þúsund manns á pílukvöldið,“ sagði hann enn fremur. Fyrsta útsending Stöðvar 2 Sports frá úrvalsdeildinni í pílukasti verður á fimmtudag næstkomandi en þá verður keppt í Dyflinni.
Íþróttir Tengdar fréttir Stöð 2 Sport sýnir heimsmeistaramótið í pílukasti Risastór sjónvarpsviðburður sem verður í beinni útsendingu daglega frá 13. desember til 1. janúar. 30. nóvember 2018 14:00 Van Gerwen afgreiddi Smith og er heimsmeistari í þriðja sinn Hollendingnum brást ekki bogalistinn í kvöld er hann varð heimsmeistari í þriðja sinn. 1. janúar 2019 22:02 Van Gerwen vann Tabern í bjórbaði Efsti maður heimslistans Michael van Gerwen fékk óvelkomna bjórsturtu yfir sig á meðan viðureign hans og Alan Tabern stóð yfir á heimsmeistaramótinu í pílukasti. 16. desember 2018 11:00 Níu pílur gera allt tryllt | Myndband Það er ekkert betra en að klára leik með níu pílum í pílukasti. 20. desember 2018 23:00 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Sjá meira
Stöð 2 Sport sýnir heimsmeistaramótið í pílukasti Risastór sjónvarpsviðburður sem verður í beinni útsendingu daglega frá 13. desember til 1. janúar. 30. nóvember 2018 14:00
Van Gerwen afgreiddi Smith og er heimsmeistari í þriðja sinn Hollendingnum brást ekki bogalistinn í kvöld er hann varð heimsmeistari í þriðja sinn. 1. janúar 2019 22:02
Van Gerwen vann Tabern í bjórbaði Efsti maður heimslistans Michael van Gerwen fékk óvelkomna bjórsturtu yfir sig á meðan viðureign hans og Alan Tabern stóð yfir á heimsmeistaramótinu í pílukasti. 16. desember 2018 11:00
Níu pílur gera allt tryllt | Myndband Það er ekkert betra en að klára leik með níu pílum í pílukasti. 20. desember 2018 23:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti