Aldrei íhugað að beita ofbeldi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. febrúar 2019 08:45 Fyrrverandi varaforseti Katalóníu, Oriol Junqueras, með öðrum sakborningum í dómsal í gær. Nordicphotos/AFP Réttarhöldin yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar héldu áfram á þriðja degi í hæstarétti Spánar í Madríd í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu- og yfirlýsingar haustins 2017 en sækjendur málsins krefjast þungra fangelsisdóma fyrir meinta uppreisn, uppreisnaráróður og skipulagða glæpastarfsemi. Eftir að verjendur sakborninga sögðu brotið á tjáningar-, skoðana- og ýmsu öðru frelsi skjólstæðinga sinna á fyrsta degi og lýstu réttarhöldin pólitísk og sækjendur sögðu það af og frá var komið að hinum ákærðu sjálfum að tjá sig í gær. Oriol Junqueras, varaforseti Katalóníu haustið 2017, er sá sem á yfir höfði sér þyngsta dóminn. Saksóknari dómsmálaráðuneytisins fer fram á 25 ár, ríkissaksóknari tólf ár og öfgaíhaldsflokkurinn Vox 74 ár. Í ávarpi sínu sagðist Junqueras vera pólitískur fangi. Sú afstaða er ekki nýbreytni en henni lýsti annar ákærður, Jordi Cuixart, til að mynda í viðtali við Fréttablaðið í janúar. „Hér er verið að sækja mig til saka fyrir skoðanir mínar, ekki gjörðir,“ sagði Junqueras og svaraði einvörðungu spurningum frá lögmönnum sínum. Hann neitaði að svara spurningum sækjenda þar sem hann álítur réttarhöldin pólitísk. Þá sagði Junqueras að sjálfsákvörðunarréttinum hefði margoft verið beitt. Katalónar myndu halda áfram að reyna að leika það eftir. Í þessu samhengi er vert að nefna álit mannréttindasviðs lagadeildar Oxford-háskóla frá haustinu 2017. Þar komust fræðimenn að þeirri niðurstöðu að rétturinn til sjálfsákvörðunar, sem tryggður er í sáttmála Sameinuðu þjóðanna, jafngildi líklega ekki réttinum til þess að lýsa yfir sjálfstæði. Að auki er það brot gegn spænsku stjórnarskránni að lýsa yfir sjálfstæði. „Tilraunir Spánverja til þess að takmarka eða afnema sjálfsstjórn Katalóna, til að mynda með virkjun 155. greinar stjórnarskrárinnar, gætu hins vegar gefið þeim málstað aukið vægi að Katalónar hafi rétt á því að lýsa yfir sjálfstæði þar sem þeir hafi ekki notið fulls sjálfsákvörðunarréttar,“ sagði í álitinu. Saksóknari frá ríkissaksóknaraembættinu sagði á miðvikudaginn að Katalónar hefðu staðið fyrir ofbeldi, meðal annars við mótmæli 20. september 2017 og á þjóðaratkvæðagreiðsludaginn 1. október. Þar með væru uppfyllt skilyrði fyrir uppreisn og uppreisnaráróðri. Aðspurður hvort hann hafi íhugað að beita ofbeldi til að ná sínu fram svaraði Junqueras: „Aldrei, aldrei, aldrei. Við höfum alltaf hafnað ofbeldi. Ekkert sem við gerðum getur talist glæpur. Að nýta kosningaréttinn er ekki glæpur. Að vinna að sjálfstæðri Katalóníu er ekki glæpur. Það er glæpur að hindra lýðræðið,“ sagði hann og bætti við: „Ekki verður leyst úr þessari deilu með því að fangelsa fólk. Flestir Katalónar eru sammála um að við þörfnumst pólitískrar lausnar sem þarf svo að greiða atkvæði um í sátt og samlyndi.“ Junqueras lauk máli sínu með að segjast elska Spán, Spánverja, spænsku og spænska menningu. „Hvernig fer þetta saman við að vera katalónskur lýðveldissinni? Jú, það er einfaldlega best að reyna að lifa í sátt og samlyndi, virða náungann og koma fram við hann á jafningjagrundvelli.“ Joaquim Forn, fyrrverandi innanríkisráðherra, svaraði aftur á móti spurningum tveggja af sækjendunum þremur. Hafnaði sum sé spurningum öfgaflokksins. Forn tók fram að vissulega hafi verið ofbeldi 1. október. Það megi hins vegar alfarið rekja til gjörða lögreglumanna. Ráðherrann sagðist hafa unnið sjálfur að framkvæmd atkvæðagreiðslunnar en að hann hefði skipað lögreglunni að fara að fyrirmælum dómstóla. Forn hefur verið sakaður um hið gagnstæða, um að gefa fyrirmæli um að hundsa téð fyrirmæli. „Ekkert sem katalónska lögreglan gerði 20. september og 1. október stangaðist á við stjórnarskrá,“ sagði hann. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira
Réttarhöldin yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar héldu áfram á þriðja degi í hæstarétti Spánar í Madríd í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu- og yfirlýsingar haustins 2017 en sækjendur málsins krefjast þungra fangelsisdóma fyrir meinta uppreisn, uppreisnaráróður og skipulagða glæpastarfsemi. Eftir að verjendur sakborninga sögðu brotið á tjáningar-, skoðana- og ýmsu öðru frelsi skjólstæðinga sinna á fyrsta degi og lýstu réttarhöldin pólitísk og sækjendur sögðu það af og frá var komið að hinum ákærðu sjálfum að tjá sig í gær. Oriol Junqueras, varaforseti Katalóníu haustið 2017, er sá sem á yfir höfði sér þyngsta dóminn. Saksóknari dómsmálaráðuneytisins fer fram á 25 ár, ríkissaksóknari tólf ár og öfgaíhaldsflokkurinn Vox 74 ár. Í ávarpi sínu sagðist Junqueras vera pólitískur fangi. Sú afstaða er ekki nýbreytni en henni lýsti annar ákærður, Jordi Cuixart, til að mynda í viðtali við Fréttablaðið í janúar. „Hér er verið að sækja mig til saka fyrir skoðanir mínar, ekki gjörðir,“ sagði Junqueras og svaraði einvörðungu spurningum frá lögmönnum sínum. Hann neitaði að svara spurningum sækjenda þar sem hann álítur réttarhöldin pólitísk. Þá sagði Junqueras að sjálfsákvörðunarréttinum hefði margoft verið beitt. Katalónar myndu halda áfram að reyna að leika það eftir. Í þessu samhengi er vert að nefna álit mannréttindasviðs lagadeildar Oxford-háskóla frá haustinu 2017. Þar komust fræðimenn að þeirri niðurstöðu að rétturinn til sjálfsákvörðunar, sem tryggður er í sáttmála Sameinuðu þjóðanna, jafngildi líklega ekki réttinum til þess að lýsa yfir sjálfstæði. Að auki er það brot gegn spænsku stjórnarskránni að lýsa yfir sjálfstæði. „Tilraunir Spánverja til þess að takmarka eða afnema sjálfsstjórn Katalóna, til að mynda með virkjun 155. greinar stjórnarskrárinnar, gætu hins vegar gefið þeim málstað aukið vægi að Katalónar hafi rétt á því að lýsa yfir sjálfstæði þar sem þeir hafi ekki notið fulls sjálfsákvörðunarréttar,“ sagði í álitinu. Saksóknari frá ríkissaksóknaraembættinu sagði á miðvikudaginn að Katalónar hefðu staðið fyrir ofbeldi, meðal annars við mótmæli 20. september 2017 og á þjóðaratkvæðagreiðsludaginn 1. október. Þar með væru uppfyllt skilyrði fyrir uppreisn og uppreisnaráróðri. Aðspurður hvort hann hafi íhugað að beita ofbeldi til að ná sínu fram svaraði Junqueras: „Aldrei, aldrei, aldrei. Við höfum alltaf hafnað ofbeldi. Ekkert sem við gerðum getur talist glæpur. Að nýta kosningaréttinn er ekki glæpur. Að vinna að sjálfstæðri Katalóníu er ekki glæpur. Það er glæpur að hindra lýðræðið,“ sagði hann og bætti við: „Ekki verður leyst úr þessari deilu með því að fangelsa fólk. Flestir Katalónar eru sammála um að við þörfnumst pólitískrar lausnar sem þarf svo að greiða atkvæði um í sátt og samlyndi.“ Junqueras lauk máli sínu með að segjast elska Spán, Spánverja, spænsku og spænska menningu. „Hvernig fer þetta saman við að vera katalónskur lýðveldissinni? Jú, það er einfaldlega best að reyna að lifa í sátt og samlyndi, virða náungann og koma fram við hann á jafningjagrundvelli.“ Joaquim Forn, fyrrverandi innanríkisráðherra, svaraði aftur á móti spurningum tveggja af sækjendunum þremur. Hafnaði sum sé spurningum öfgaflokksins. Forn tók fram að vissulega hafi verið ofbeldi 1. október. Það megi hins vegar alfarið rekja til gjörða lögreglumanna. Ráðherrann sagðist hafa unnið sjálfur að framkvæmd atkvæðagreiðslunnar en að hann hefði skipað lögreglunni að fara að fyrirmælum dómstóla. Forn hefur verið sakaður um hið gagnstæða, um að gefa fyrirmæli um að hundsa téð fyrirmæli. „Ekkert sem katalónska lögreglan gerði 20. september og 1. október stangaðist á við stjórnarskrá,“ sagði hann.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira