Svekktur en um leið sáttur Hjörvar Ólafsson skrifar 15. febrúar 2019 18:30 Baldur Vilhelmsson dreymir um að komast á VetrarÓL. Mynd/ Christian Christiansen Baldur Vilhelmsson hefur staðið í ströngu síðustu daga en hann hefur keppt á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar á snjóbretti. Mótið er haldið í Bosníu. Baldur keppti annars vegar í Slope-style fyrr í vikunni og hafnaði þar í 10. sæti og svo í Big air þar sem hann hafnaði í fjórða sæti í gær. Baldur var svekktur yfir að hafa ekki náð betri frammistöðu í úrslitum í Slope-style og svo að ná ekki að að gera örlítið betur og komast á pall í Big air. „Þetta hafa verið misjafnir dagar en heilt yfir er ég mjög ánægður. Ég náði ekki að lenda nógu vel í úrslitunum í Slope-style og þar spilaði stress inn í. Það vantaði svo bara þrjú stig til þess að tryggja mér bronsverðlaun í Big air. Það er ofboðslega svekkjandi að hafa ekki náð að vinna til verðlauna en ég er aftur á móti sáttur við frammistöðuna á mótinu,“ segir Baldur í samtali við Fréttablaðið. Baldur, sem er 16 ára gamall, flutti til Noregs í haust þar sem hann leggur stund á nám í framhaldsskóla og getur auk bóklegs náms einbeitt sér að æfingum sínum á snjóbretti. „Þetta er algjörlega frábært og aðstæður þarna til snjóbrettaiðkunar eru miklu betri en heima. Þetta eru algjörar kjöraðstæður og ég er bara eiginlega að lifa drauminn minn. Þarna get ég verið á fullu á snjóbrettunum og haldið áfram að bæta mig. Ég er að fíla mig mjög vel í Noregi og ég hef bætt mig mjög mikið síðan ég kom þangað. Planið er að halda þeirri þróun áfram.“ „Á þessu móti sem ég var að keppa á í vikunni voru allir sterkustu snjóbrettakappar Evrópu í þessum aldursflokki. Þannig að þetta var gott mót til þess að sjá hvar ég stend gagnvart þeim. Það vantaði ekki mikið upp á að vinna verðlaun eins og ég sagði áðan og það er gaman að sjá það,“ segir Baldur. „Næsta verkefni hjá mér er Evrópubikar ungmenna í mars og þar á eftir heimsmeistaramót unglinga síðar á þessu ári. Langtímamarkmiðið er svo að komast á Vetrarólympíuleikana sem haldnir verða í Peking í Kína árið 2022 og standa mig vel þar. Síðustu dagar hafi verið góð æfing í þeim undirbúningi. Ég er ánægður með hvernig þróunin hefur verið hjá mér og það er geggjað að vita að ég sé jafn góður og þeir bestu í Evrópu. Nú er bara að ná mér í meiri reynslu og minnka stressið í næstu keppnum,“ segir hann um framhaldið hjá sér. Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Sjá meira
Baldur Vilhelmsson hefur staðið í ströngu síðustu daga en hann hefur keppt á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar á snjóbretti. Mótið er haldið í Bosníu. Baldur keppti annars vegar í Slope-style fyrr í vikunni og hafnaði þar í 10. sæti og svo í Big air þar sem hann hafnaði í fjórða sæti í gær. Baldur var svekktur yfir að hafa ekki náð betri frammistöðu í úrslitum í Slope-style og svo að ná ekki að að gera örlítið betur og komast á pall í Big air. „Þetta hafa verið misjafnir dagar en heilt yfir er ég mjög ánægður. Ég náði ekki að lenda nógu vel í úrslitunum í Slope-style og þar spilaði stress inn í. Það vantaði svo bara þrjú stig til þess að tryggja mér bronsverðlaun í Big air. Það er ofboðslega svekkjandi að hafa ekki náð að vinna til verðlauna en ég er aftur á móti sáttur við frammistöðuna á mótinu,“ segir Baldur í samtali við Fréttablaðið. Baldur, sem er 16 ára gamall, flutti til Noregs í haust þar sem hann leggur stund á nám í framhaldsskóla og getur auk bóklegs náms einbeitt sér að æfingum sínum á snjóbretti. „Þetta er algjörlega frábært og aðstæður þarna til snjóbrettaiðkunar eru miklu betri en heima. Þetta eru algjörar kjöraðstæður og ég er bara eiginlega að lifa drauminn minn. Þarna get ég verið á fullu á snjóbrettunum og haldið áfram að bæta mig. Ég er að fíla mig mjög vel í Noregi og ég hef bætt mig mjög mikið síðan ég kom þangað. Planið er að halda þeirri þróun áfram.“ „Á þessu móti sem ég var að keppa á í vikunni voru allir sterkustu snjóbrettakappar Evrópu í þessum aldursflokki. Þannig að þetta var gott mót til þess að sjá hvar ég stend gagnvart þeim. Það vantaði ekki mikið upp á að vinna verðlaun eins og ég sagði áðan og það er gaman að sjá það,“ segir Baldur. „Næsta verkefni hjá mér er Evrópubikar ungmenna í mars og þar á eftir heimsmeistaramót unglinga síðar á þessu ári. Langtímamarkmiðið er svo að komast á Vetrarólympíuleikana sem haldnir verða í Peking í Kína árið 2022 og standa mig vel þar. Síðustu dagar hafi verið góð æfing í þeim undirbúningi. Ég er ánægður með hvernig þróunin hefur verið hjá mér og það er geggjað að vita að ég sé jafn góður og þeir bestu í Evrópu. Nú er bara að ná mér í meiri reynslu og minnka stressið í næstu keppnum,“ segir hann um framhaldið hjá sér.
Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Sjá meira