Arnarlax 20 milljarða virði 6 árum eftir að Matthías mætti á Bíldudal Kristján Már Unnarsson skrifar 14. febrúar 2019 20:00 Matthías Garðarsson, stofnandi Arnarlax, í viðtali á æskuslóðum á Bíldudal vorið 2013. Mynd/Egill Aðalsteinsson. Arnarlax er komið í flokk verðmætustu fyrirtækja landsins og telst yfir tuttugu milljarða króna virði, miðað við yfirtökutilboð sem norska félagið Salmar þarf að gera öðrum eigendum Arnarlax. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það eru ekki nema sex ár frá því Matthías Garðarsson mætti frá Noregi til Bíldudals til að hefja uppbyggingu Arnarlax. Hann lýsti þá þeim draumi sínum að endurreisa sína gömlu heimabyggð, en íbúum Bíldudals hafði fækkað um tvo þriðju frá því hann var að alast þar upp.Frá sjókvíum Arnarlax í Arnarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson,„Ekki bara hérna á Bíldudal. Það eru möguleikar um alla Vestfirði til þess að nota þessar auðlindir í fjörðunum til þess að byggja upp laxeldi. Við erum að tala um mörghundruð störf, bara miðað við hráefni úr þessum firði, þegar hann verður nýttur," sagði Matthías í fréttum Stöðvar 2 vorið 2013. Árið 2014 fékk Matthías norska félagið Salmar inn í hluthafahópinn, síðar sameinuðust Arnarlax og Fjarðalax, og í dag var tilkynnt um að Salmar hefði keypt hluti Fiskisunds og TM, sem áður áttu Fjarðalax. Við þetta eignast Salmar hreinan meirihluta og kaupskylda skapast gagnvart öðrum hluthöfum Arnarlax, sem eru um 40 talsins.Frá komu fóðurpramma Arnarlax til Tálknafjarðar vorið 2017.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þessi einstöku viðskipti þarna setja verðmiða á Arnarlax sem er rétt um 20 milljarðar, 21 milljarður,“ segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax. Þetta þýðir að Arnarlax telst nú álíka verðmætt og HB Grandi og Icelandair telst bara tvöfalt verðmætara en Arnarlax. Salmar er eitt stærsta laxeldisfyrirtæki heims en Kjartan segir að eignarhald þess í Arnarlaxi skapi stöðugleika.Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þeir hafa komið með það fjármagn sem hefur þurft og þetta er mjög fjármagnsfrekur bransi. Þannig að fyrir samfélögin, sveitarfélögin, starfsmenn og alla hlutaðeigandi í Arnarlax þá eru þetta í sjálfu sér bara jákvæðar fréttir,“ segir Kjartan. Fjárfesting í fiskeldi á Vestfjörðum hefur raunar verið gríðarleg á undanförnum árum, eins sjá mátti dæmi um fyrir tveimur árum þegar Arnarlax fékk fullkomnasta fóðurpramma landsins, og sýnt var frá í beinni útsendingu Stöðvar 2.Hátíð var Tálknafirði þegar stærsti fóðurprammi landsins kom þangað fyrir tveimur árum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Undanfarin örfá ár lætur nærri að búið sé að fjárfesta fyrir rétt um þrjátíu milljörðum á Vestfjörðum í uppbyggingu greinarinnar. Þetta eru auðvitað gríðarlegar upphæðir úr einkaframtakinu. Arnarlax fékk núna um áramótin ASC-vottun, sem er mikil viðurkenning fyrir lítið fiskeldisfyrirtæki,“ segir stjórnarformaðurinn.Fóðurprammi Arnarlax við kvíar á Arnarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Um gagnrýni á erlent eignarhald kveðst Kjartan telja ótvírætt að það sé jákvætt að traustir aðilar standi að þessu. Salmar sé skráð almenningshlutafélag. „Og ég held að það hljóti að vera mjög jákvætt, fyrir samfélögin og starfsmenn, að að þessum félögum, að þessari uppbyggingu, standi traustir og ábyggilegir aðilar, - hverrar þjóðar sem þeir svo eru.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fiskeldi Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Telja fiskeldi verða fyrir „fordæmalausri og ósvífinni hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna“ Sveitarfélög á Vestfjörðum fordæma úrskurð um að fella leyfi til fiskeldis úr gildi. 28. september 2018 15:17 Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30 Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. 3. júní 2013 18:45 Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21 Byggðaþróun á Vestfjörðum verið snúið við með laxeldi Gagnrýni á laxeldi hér á landi hefur að langmestu leyti snúist um náttúruvernd. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að laxeldi hefur gjörbreytt stöðu Vestfjarða síðustu ár. 10. október 2018 06:30 Salmar eykur hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna Norðmenn gera yfirtökutilboð í Arnarlax. Miklir fjármunir undir. 14. febrúar 2019 10:20 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Arnarlax er komið í flokk verðmætustu fyrirtækja landsins og telst yfir tuttugu milljarða króna virði, miðað við yfirtökutilboð sem norska félagið Salmar þarf að gera öðrum eigendum Arnarlax. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það eru ekki nema sex ár frá því Matthías Garðarsson mætti frá Noregi til Bíldudals til að hefja uppbyggingu Arnarlax. Hann lýsti þá þeim draumi sínum að endurreisa sína gömlu heimabyggð, en íbúum Bíldudals hafði fækkað um tvo þriðju frá því hann var að alast þar upp.Frá sjókvíum Arnarlax í Arnarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson,„Ekki bara hérna á Bíldudal. Það eru möguleikar um alla Vestfirði til þess að nota þessar auðlindir í fjörðunum til þess að byggja upp laxeldi. Við erum að tala um mörghundruð störf, bara miðað við hráefni úr þessum firði, þegar hann verður nýttur," sagði Matthías í fréttum Stöðvar 2 vorið 2013. Árið 2014 fékk Matthías norska félagið Salmar inn í hluthafahópinn, síðar sameinuðust Arnarlax og Fjarðalax, og í dag var tilkynnt um að Salmar hefði keypt hluti Fiskisunds og TM, sem áður áttu Fjarðalax. Við þetta eignast Salmar hreinan meirihluta og kaupskylda skapast gagnvart öðrum hluthöfum Arnarlax, sem eru um 40 talsins.Frá komu fóðurpramma Arnarlax til Tálknafjarðar vorið 2017.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þessi einstöku viðskipti þarna setja verðmiða á Arnarlax sem er rétt um 20 milljarðar, 21 milljarður,“ segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax. Þetta þýðir að Arnarlax telst nú álíka verðmætt og HB Grandi og Icelandair telst bara tvöfalt verðmætara en Arnarlax. Salmar er eitt stærsta laxeldisfyrirtæki heims en Kjartan segir að eignarhald þess í Arnarlaxi skapi stöðugleika.Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þeir hafa komið með það fjármagn sem hefur þurft og þetta er mjög fjármagnsfrekur bransi. Þannig að fyrir samfélögin, sveitarfélögin, starfsmenn og alla hlutaðeigandi í Arnarlax þá eru þetta í sjálfu sér bara jákvæðar fréttir,“ segir Kjartan. Fjárfesting í fiskeldi á Vestfjörðum hefur raunar verið gríðarleg á undanförnum árum, eins sjá mátti dæmi um fyrir tveimur árum þegar Arnarlax fékk fullkomnasta fóðurpramma landsins, og sýnt var frá í beinni útsendingu Stöðvar 2.Hátíð var Tálknafirði þegar stærsti fóðurprammi landsins kom þangað fyrir tveimur árum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Undanfarin örfá ár lætur nærri að búið sé að fjárfesta fyrir rétt um þrjátíu milljörðum á Vestfjörðum í uppbyggingu greinarinnar. Þetta eru auðvitað gríðarlegar upphæðir úr einkaframtakinu. Arnarlax fékk núna um áramótin ASC-vottun, sem er mikil viðurkenning fyrir lítið fiskeldisfyrirtæki,“ segir stjórnarformaðurinn.Fóðurprammi Arnarlax við kvíar á Arnarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Um gagnrýni á erlent eignarhald kveðst Kjartan telja ótvírætt að það sé jákvætt að traustir aðilar standi að þessu. Salmar sé skráð almenningshlutafélag. „Og ég held að það hljóti að vera mjög jákvætt, fyrir samfélögin og starfsmenn, að að þessum félögum, að þessari uppbyggingu, standi traustir og ábyggilegir aðilar, - hverrar þjóðar sem þeir svo eru.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fiskeldi Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Telja fiskeldi verða fyrir „fordæmalausri og ósvífinni hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna“ Sveitarfélög á Vestfjörðum fordæma úrskurð um að fella leyfi til fiskeldis úr gildi. 28. september 2018 15:17 Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30 Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. 3. júní 2013 18:45 Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21 Byggðaþróun á Vestfjörðum verið snúið við með laxeldi Gagnrýni á laxeldi hér á landi hefur að langmestu leyti snúist um náttúruvernd. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að laxeldi hefur gjörbreytt stöðu Vestfjarða síðustu ár. 10. október 2018 06:30 Salmar eykur hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna Norðmenn gera yfirtökutilboð í Arnarlax. Miklir fjármunir undir. 14. febrúar 2019 10:20 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Telja fiskeldi verða fyrir „fordæmalausri og ósvífinni hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna“ Sveitarfélög á Vestfjörðum fordæma úrskurð um að fella leyfi til fiskeldis úr gildi. 28. september 2018 15:17
Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30
Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. 3. júní 2013 18:45
Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21
Byggðaþróun á Vestfjörðum verið snúið við með laxeldi Gagnrýni á laxeldi hér á landi hefur að langmestu leyti snúist um náttúruvernd. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að laxeldi hefur gjörbreytt stöðu Vestfjarða síðustu ár. 10. október 2018 06:30
Salmar eykur hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna Norðmenn gera yfirtökutilboð í Arnarlax. Miklir fjármunir undir. 14. febrúar 2019 10:20
Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13