Skólastjóri Vogaskóla óttast álag yrðu öll börn hælisleitenda send þangað Atli Ísleifsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. febrúar 2019 14:00 Frá Vogaskóla í morgun. Vísir/Vilhelm Skólastjóri Vogaskóla segir að álagið á skólastarfið í skólanum yrði of mikið, kæmi til þess að öll börn hælisleitenda á grunnskólaaldri myndu sækja nám í skólanum. Betra yrði að koma börnunum fyrir á tveimur til þremur skólum í borginni. Greint var frá því í gær að stefnt væri að því að opna sérstaka stoðdeild í Vogaskóla fyrir börn hælisleitenda í þriðja til tíunda bekk. Yrðu börnin að hámarki í níu mánuði í stoðdeildinni áður en þau myndu hefja nám í sínum heimaskóla, að því gefnu að börnin fengju stöðu flóttamanns. Hugmyndirnar eru í samræmi við hugmyndir starfshóps á vegum borgarinnar um móttöku og aðlögun hælisleitenda í skóla- og frístundastarfi frá í fyrra.Jónína Ólöf Emilsdóttir er skólastjóri Vogaskóla.Stefanía BaldursdóttirVogaskóli reiðubúinn að vera einn slíkra skóla Jónína Ólöf Emilsdóttir, skólastjóri Vogaskóla, segir að enn liggi ekkert fyrir um hvort að Vogaskóli verði móttökuskólinn. Þetta sé einungis hugmynd sem fram komi í skýrslunni. „Ég er búin að ræða við minn yfirmann um það hvernig ég myndi vilja sjá þetta. Ég hefði til dæmis haldið að það væri betra að dreifa þessu á tvær til þrjár starfsstöðvar í borginni, því borgin er svo stór og víðfeðm. Börnin eru ekki öll á sama stað, búa ekki öll í Vogahverfi, heldur búa þau í Reykjavík,“ segir Jónína Ólöf. Vogaskóli sé þó vel reiðubúinn til að vera einn slíkra skóla.Svipað og með sérdeildir Jónína Ólöf segir best að fyrirkomulagið væri svipað og með sérdeildir. „Við erum til dæmis með sérdeild fyrir einhverfa. Þær eru á nokkrum stöðum í borginni þar sem fagþekking er á hverjum stað. Síðan hittast þeir sem eru umsjónarmenn í þessum deildum og bera saman bækur sínar. Þannig væri hægt að búa til góða sérþekkingu og svo væri samvinna þarna á milli. Ég held að það sé of mikið að hafa eina starfsstöð. Hvernig ætti til dæmis að koma börnunum á milli,“ spyr Jónína Ólöf.Frístundaheimilið við Vogaskóla.Vísir/VilhelmReynsla fyrir hendi Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sagði í gær að Vogaskóli þyki heppilegur þar sem þar sé reynsla fyrir hendi, bæði þegar kemur að húsnæði og starfsfólki. Væri hugmyndin sú að nýta frístundaheimilið Vogasel til starfsins þar sem það stæði nú tómt fyrir hádegi. Í frétt RÚV frá í gær segir að á árunum 2016 til 2018 hafi 116 börn fólks í leit að alþjóðlegri vernd fengið skólagöngu í tólf grunnskólum í Reykjavík. Í dag sé 21 slíkt barn í skólunum.Öll börn fái að njóta sín Jónína segir nauðsynlegt að búa þannig um hnútana að hvert barn með sínar þarfir fái að njóta sín sem best. Það eigi eins við um börn umsækjenda um alþjóðlega vernd eins og önnur börn á Íslandi. Hún segir að álagið á skólastarfið í Vogaskóla yrði og mikið ef skólinn yrði sá eini í borgarinni sem væri ætlað að utan um þessi börn. „Ég er dálítið hrædd um það. Það er það sem við höfum verið að skoða hér innanhúss. Þetta er ekki nema um 300 nemenda skóli og ef við erum að tala um að 10 prósent af þeim fjölda myndi bætast við, sem væru þá börn hælisleitenda, þá er það svolítið mikið fyrir skólastarfið, fyrir utan öll hin börnin sem eru með sínar þarfir,“ segir Jónína. Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Skólastjóri Vogaskóla segir að álagið á skólastarfið í skólanum yrði of mikið, kæmi til þess að öll börn hælisleitenda á grunnskólaaldri myndu sækja nám í skólanum. Betra yrði að koma börnunum fyrir á tveimur til þremur skólum í borginni. Greint var frá því í gær að stefnt væri að því að opna sérstaka stoðdeild í Vogaskóla fyrir börn hælisleitenda í þriðja til tíunda bekk. Yrðu börnin að hámarki í níu mánuði í stoðdeildinni áður en þau myndu hefja nám í sínum heimaskóla, að því gefnu að börnin fengju stöðu flóttamanns. Hugmyndirnar eru í samræmi við hugmyndir starfshóps á vegum borgarinnar um móttöku og aðlögun hælisleitenda í skóla- og frístundastarfi frá í fyrra.Jónína Ólöf Emilsdóttir er skólastjóri Vogaskóla.Stefanía BaldursdóttirVogaskóli reiðubúinn að vera einn slíkra skóla Jónína Ólöf Emilsdóttir, skólastjóri Vogaskóla, segir að enn liggi ekkert fyrir um hvort að Vogaskóli verði móttökuskólinn. Þetta sé einungis hugmynd sem fram komi í skýrslunni. „Ég er búin að ræða við minn yfirmann um það hvernig ég myndi vilja sjá þetta. Ég hefði til dæmis haldið að það væri betra að dreifa þessu á tvær til þrjár starfsstöðvar í borginni, því borgin er svo stór og víðfeðm. Börnin eru ekki öll á sama stað, búa ekki öll í Vogahverfi, heldur búa þau í Reykjavík,“ segir Jónína Ólöf. Vogaskóli sé þó vel reiðubúinn til að vera einn slíkra skóla.Svipað og með sérdeildir Jónína Ólöf segir best að fyrirkomulagið væri svipað og með sérdeildir. „Við erum til dæmis með sérdeild fyrir einhverfa. Þær eru á nokkrum stöðum í borginni þar sem fagþekking er á hverjum stað. Síðan hittast þeir sem eru umsjónarmenn í þessum deildum og bera saman bækur sínar. Þannig væri hægt að búa til góða sérþekkingu og svo væri samvinna þarna á milli. Ég held að það sé of mikið að hafa eina starfsstöð. Hvernig ætti til dæmis að koma börnunum á milli,“ spyr Jónína Ólöf.Frístundaheimilið við Vogaskóla.Vísir/VilhelmReynsla fyrir hendi Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sagði í gær að Vogaskóli þyki heppilegur þar sem þar sé reynsla fyrir hendi, bæði þegar kemur að húsnæði og starfsfólki. Væri hugmyndin sú að nýta frístundaheimilið Vogasel til starfsins þar sem það stæði nú tómt fyrir hádegi. Í frétt RÚV frá í gær segir að á árunum 2016 til 2018 hafi 116 börn fólks í leit að alþjóðlegri vernd fengið skólagöngu í tólf grunnskólum í Reykjavík. Í dag sé 21 slíkt barn í skólunum.Öll börn fái að njóta sín Jónína segir nauðsynlegt að búa þannig um hnútana að hvert barn með sínar þarfir fái að njóta sín sem best. Það eigi eins við um börn umsækjenda um alþjóðlega vernd eins og önnur börn á Íslandi. Hún segir að álagið á skólastarfið í Vogaskóla yrði og mikið ef skólinn yrði sá eini í borgarinni sem væri ætlað að utan um þessi börn. „Ég er dálítið hrædd um það. Það er það sem við höfum verið að skoða hér innanhúss. Þetta er ekki nema um 300 nemenda skóli og ef við erum að tala um að 10 prósent af þeim fjölda myndi bætast við, sem væru þá börn hælisleitenda, þá er það svolítið mikið fyrir skólastarfið, fyrir utan öll hin börnin sem eru með sínar þarfir,“ segir Jónína.
Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Starfshópur leggur til að senda öll börn hælisleitenda í Vogaskóla Skýrsla starfshóps um móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd leggur til að stofnuð verði stoðdeild í Vogaseli við Vogaskóla í Reykjavík. 13. febrúar 2019 22:06