Kæru ráðherrar og alþingismenn Vinstri grænna Ole Anton Bieltvedt skrifar 14. febrúar 2019 10:00 Enn eru hvalveiðimál á dagskrá, gegn væntingum, þar sem menn töldu, að þeim – langreyðaveiðunum – hefði lokið fyrir fullt og allt í fyrra haust, þegar veiðiheimildir, sem Sigurður Ingi gaf út 2013, runnu út. Réttlætti forsætisráðherra nýjar langreyðaveiðar í fyrra sumar með því, að illt væri að rugla stjórnsýsluna með breytingum á reglugerðum, sem í gildi væru. Þótti sumum það yfirborðskennd skýring. Nú er orðrómur á kreiki um það, að ríkisstjórnin ætli að gefa út ný langreyða veiðileyfi til Hvals hf. Vekur þetta furðu undirritaðs og annarra, sem af þessu hafa heyrt. Trúa menn vart sínum eigin eyrum. Er helzta vonin, að þetta sé – eins og margt – marklaust slúður. Vil ég trúa því, þar til annað kemur á daginn. Ekki þarf að minna ykkur á ykkar eigin samþykktir frá 2015 í þessu máli, en m.a. voruð þið kjörin á þing út á þessa stefnu; friðun hvala. Fyrir einhverju verður „grænt“ líka að standa. Nýlega var haft eftir forsætisráðherra, að hún hefði aðallega gengið í VG af umhverfisástæðum. Túlkar einhver „umhverfi“ bara sem loft? Fyrir undirrituðum er „umhverfisvernd“ og „grænt“; dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Verður þar eitt ekki greint frá öðru. Vonandi geta allir verið sammála um það. Í stjórnarsáttmála er ljómandi ákvæði um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Gladdi það margan manninn. Því miður hefur samt engin breyting orðið í þessum málum, undir ykkar forsæti og stjórn, nema síður sé. Langreyðaveiðar hófust að nýju, í fullum stíl, fleiri hreindýr voru drepin í fyrrahaust, en nokkru sinni fyrr, mest allt kýr, upphaflega frá 8 vikna kálfum þeirra, ekkert bólar á verndun sela, þó að þeir hafi lengi verið í bráðri útrýmingarhættu, pólarrefurinn er hundeltur og ofsóttur, og til þess varið 100 milljónum árlega af almannafé, þó að enginn skaði liggi fyrir af hans völdum síðustu áratugi, stórfellt og stjórnlaust dráp á villtum fuglum heldur áfram, þó að fimm helztu dýra- og vistfræðingar landsins hafi gert og birt skýrslu í apríl 2016 um það, að 11 fuglategundir, þ.á.m lundi, hrafn og kjói, væru í bráðri útrýmingarhættu, og, að veiðiálag á 6 villtum fuglum væri of hátt og ógnaði tilveru þeirra, þar á meðal grágæs, langvía, álka og rjúpa. Nýlega hlutaðist ríkisstjórnin líka til um það, að 100 milljónum var veitt af fjármunum almennings til þess að styðja taprekstur 12 loðdýrabænda, sem reyndar fara fram á 200 milljónir í viðbót, en þessi „brúgrein“ er eitthvert það heiftarlegasta dýraníð, sem sögur fara af, og er búið að banna hana í flestum siðmenntuðum löndum, meðan að hún er styrkt í stórum stíl með almannafé af þessari ríkisstjórn. Er grænt orðið grátt eða svart? Átak í loftlagsmálum upp á 6,8 milljarða á 6 árum er þakkarvert og ykkur til sóma, en það er því miður það eina, sem þið getið státað af í „grænum málum“. Og, ef fjárhæðin er skoðuð í vissu samhengi, t.a.m. því, að á nákvæmlega sama tíma á að verja 120 milljörðum, nánast tuttugufaldri upphæð, til uppbyggingar flugstöðvarinnar í Keflavík – sem þó er líka gott mál -, þá fer glansinn nokkuð af 1.34 milljarði á ári í loftlagsvernd. Aftur að hvalveiðimálum. Nýlega gaf H.Í. út skýrslu um hvalveiðimál. Jafn illt og það er, þar sem Háskólinn ætti auðvitað að leggja áherzlu á vönduð, hlutlæg og akademísk vinnubrögð, þá er innihald þessarar skýrslu hrein sýndarmennska og út í hött. Útskýri ég það nánar í grein á Vísi, „Datt rektor HI á höfuðið...“ 25.01.19. Í millitíðinni staðfesti Háskóli Íslands við okkur, að hann hefði unnið „þróunarverkefni“ fyrir Hval hf, frá hausti 2017 fram til vors 2018, og fengið sex milljónir króna fyrir. Í beinu framhaldi af því fól sjávarútvegsráðherra HÍ, í nafni ríkisstjórnarinnar, að kanna fýsileika starfsemi Hvals hf. Góð og vönduð vinnubrögð það. Hér má líka nefna, að við höfum - með góðri hjálp lögfræðinga okkar, Ragnars Aðalsteinssonar hrl og hans félaga - kært Hval hf fyrir margvísleg meint lög- og reglugerðarbrot, sem í okkar augum eru augljós og skýr, og er málið nú hjá ríkissaksóknara. Vonumst við til, að hann muni gefa út ákæru á hendur Hval hf innan fárra mánaða. Ef orðrómur um nýjar langreyðaveiðar á við rök að styðjast, er það erindi þessa opna bréfs, að hvetja ykkur til þess, að standa eins og veggur gegn slíkri leyfisveitingu. Standa við samþykktir ykkar og stefnu, án frekari eftirgjafar. Ef það kostar stjórnarslit, þá verður að hafa það. Stefna skal standa, og, það er betra – líka uppbyggilegra til frambúðar –að falla með sóma, heldur en að standa með skömm og vanvirðu. Ekki væri það gott, að minnast 20 ára afmælis með grundvallar svikum við sjálfa sig og fylgjendur sína. Kær kveðja, JARÐARVINIR Ole Anton Bieltvedt, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Enn eru hvalveiðimál á dagskrá, gegn væntingum, þar sem menn töldu, að þeim – langreyðaveiðunum – hefði lokið fyrir fullt og allt í fyrra haust, þegar veiðiheimildir, sem Sigurður Ingi gaf út 2013, runnu út. Réttlætti forsætisráðherra nýjar langreyðaveiðar í fyrra sumar með því, að illt væri að rugla stjórnsýsluna með breytingum á reglugerðum, sem í gildi væru. Þótti sumum það yfirborðskennd skýring. Nú er orðrómur á kreiki um það, að ríkisstjórnin ætli að gefa út ný langreyða veiðileyfi til Hvals hf. Vekur þetta furðu undirritaðs og annarra, sem af þessu hafa heyrt. Trúa menn vart sínum eigin eyrum. Er helzta vonin, að þetta sé – eins og margt – marklaust slúður. Vil ég trúa því, þar til annað kemur á daginn. Ekki þarf að minna ykkur á ykkar eigin samþykktir frá 2015 í þessu máli, en m.a. voruð þið kjörin á þing út á þessa stefnu; friðun hvala. Fyrir einhverju verður „grænt“ líka að standa. Nýlega var haft eftir forsætisráðherra, að hún hefði aðallega gengið í VG af umhverfisástæðum. Túlkar einhver „umhverfi“ bara sem loft? Fyrir undirrituðum er „umhverfisvernd“ og „grænt“; dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Verður þar eitt ekki greint frá öðru. Vonandi geta allir verið sammála um það. Í stjórnarsáttmála er ljómandi ákvæði um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Gladdi það margan manninn. Því miður hefur samt engin breyting orðið í þessum málum, undir ykkar forsæti og stjórn, nema síður sé. Langreyðaveiðar hófust að nýju, í fullum stíl, fleiri hreindýr voru drepin í fyrrahaust, en nokkru sinni fyrr, mest allt kýr, upphaflega frá 8 vikna kálfum þeirra, ekkert bólar á verndun sela, þó að þeir hafi lengi verið í bráðri útrýmingarhættu, pólarrefurinn er hundeltur og ofsóttur, og til þess varið 100 milljónum árlega af almannafé, þó að enginn skaði liggi fyrir af hans völdum síðustu áratugi, stórfellt og stjórnlaust dráp á villtum fuglum heldur áfram, þó að fimm helztu dýra- og vistfræðingar landsins hafi gert og birt skýrslu í apríl 2016 um það, að 11 fuglategundir, þ.á.m lundi, hrafn og kjói, væru í bráðri útrýmingarhættu, og, að veiðiálag á 6 villtum fuglum væri of hátt og ógnaði tilveru þeirra, þar á meðal grágæs, langvía, álka og rjúpa. Nýlega hlutaðist ríkisstjórnin líka til um það, að 100 milljónum var veitt af fjármunum almennings til þess að styðja taprekstur 12 loðdýrabænda, sem reyndar fara fram á 200 milljónir í viðbót, en þessi „brúgrein“ er eitthvert það heiftarlegasta dýraníð, sem sögur fara af, og er búið að banna hana í flestum siðmenntuðum löndum, meðan að hún er styrkt í stórum stíl með almannafé af þessari ríkisstjórn. Er grænt orðið grátt eða svart? Átak í loftlagsmálum upp á 6,8 milljarða á 6 árum er þakkarvert og ykkur til sóma, en það er því miður það eina, sem þið getið státað af í „grænum málum“. Og, ef fjárhæðin er skoðuð í vissu samhengi, t.a.m. því, að á nákvæmlega sama tíma á að verja 120 milljörðum, nánast tuttugufaldri upphæð, til uppbyggingar flugstöðvarinnar í Keflavík – sem þó er líka gott mál -, þá fer glansinn nokkuð af 1.34 milljarði á ári í loftlagsvernd. Aftur að hvalveiðimálum. Nýlega gaf H.Í. út skýrslu um hvalveiðimál. Jafn illt og það er, þar sem Háskólinn ætti auðvitað að leggja áherzlu á vönduð, hlutlæg og akademísk vinnubrögð, þá er innihald þessarar skýrslu hrein sýndarmennska og út í hött. Útskýri ég það nánar í grein á Vísi, „Datt rektor HI á höfuðið...“ 25.01.19. Í millitíðinni staðfesti Háskóli Íslands við okkur, að hann hefði unnið „þróunarverkefni“ fyrir Hval hf, frá hausti 2017 fram til vors 2018, og fengið sex milljónir króna fyrir. Í beinu framhaldi af því fól sjávarútvegsráðherra HÍ, í nafni ríkisstjórnarinnar, að kanna fýsileika starfsemi Hvals hf. Góð og vönduð vinnubrögð það. Hér má líka nefna, að við höfum - með góðri hjálp lögfræðinga okkar, Ragnars Aðalsteinssonar hrl og hans félaga - kært Hval hf fyrir margvísleg meint lög- og reglugerðarbrot, sem í okkar augum eru augljós og skýr, og er málið nú hjá ríkissaksóknara. Vonumst við til, að hann muni gefa út ákæru á hendur Hval hf innan fárra mánaða. Ef orðrómur um nýjar langreyðaveiðar á við rök að styðjast, er það erindi þessa opna bréfs, að hvetja ykkur til þess, að standa eins og veggur gegn slíkri leyfisveitingu. Standa við samþykktir ykkar og stefnu, án frekari eftirgjafar. Ef það kostar stjórnarslit, þá verður að hafa það. Stefna skal standa, og, það er betra – líka uppbyggilegra til frambúðar –að falla með sóma, heldur en að standa með skömm og vanvirðu. Ekki væri það gott, að minnast 20 ára afmælis með grundvallar svikum við sjálfa sig og fylgjendur sína. Kær kveðja, JARÐARVINIR Ole Anton Bieltvedt, formaður
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun