Sú besta í heimi rak þjálfarann sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 12:30 Sascha Bajin með Naomi Osaka. Getty/Clive Brunskill Það var ekki nóg fyrir hann að gera hana að bestu tenniskonu heims því Sascha Bajin hélt ekki starfi sínu sem þjálfari Naomi Osaka. Naomi Osaka átti ótrúlega þrettán mánuði þegar hún fór frá því að vera nær algjörlega óþekkt tenniskona í það að vinna tvo risamót í röð og komast í efsta sæti heimslistans. Þessi frábæri árangur hennar var þó ekki nóg fyrir þjálfara hennar að halda starfinu. Naomi Osaka tilkynnti það á Twitter að samstarfi hennar og Sascha Bajin væri lokið.Hey everyone, I will no longer be working together with Sascha. I thank him for his work and wish him all the best in the future. — NaomiOsaka(@Naomi_Osaka_) February 11, 2019Sascha Bajin staðfesti sjálfur fréttirnar skömmu síðar og þakkaði Naomi fyrir samstarfið og allt ævintýrið. Umboðsmaður Naomi Osaka staðfesti það líka að þau Osaka og Bajin myndu ekki vinna lengur saman en sagði jafnframt að hún ætlaði ekkert að tjá sig meira um þessi starfslok þjálfarans. Það er óhætt að segja að þetta kalli á margar spurningar enda leit það þannig út eins og samstarf þeirra tveggja væri að ganga fullkomlega.Naomi Osaka, the No. 1-ranked women's tennis player in the world, said that she was splitting with her coach, Sascha Bajin. The abrupt announcement came 16 days after she won the Australian Open. https://t.co/RGx2wu5fYk — The New York Times (@nytimes) February 12, 2019Sascha Bajin var valinn þjálfari ársins hjá WTA fyrir árið 2018 enda tókst honum að hjálpa 21 árs gamalli japanskri tenniskonu að verða sú besta í heimi. Hann er 34 ára gamall og hefur unnið með Serenu Williams (2008-2015), Victoriu Azarenka (2015-16), Sloane Stephens (2016) og Caroline Wozniacki (2017). Þegar hann tók við þjálfun Naomi Osaka þá sat hún í 68. sæti heimslistans. Hann skilur við hana í toppsætinu. Naomi Osaka vann opna bandaríska risamótið í tennis og fylgdi því eftir með að vinna opna ástralska risamótið í síðasta mánuði. Hún varð í framhaldinu fyrsta asíska tenniskonan til að komast í efsta sæti heimslistans.After working together for the past 13 months, @Naomi_Osaka_ and Sascha Bajin have split --> https://t.co/ollEHuREKt#?????pic.twitter.com/KBQg3V3KrY — WTA (@WTA) February 11, 2019 Tennis Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Sjá meira
Það var ekki nóg fyrir hann að gera hana að bestu tenniskonu heims því Sascha Bajin hélt ekki starfi sínu sem þjálfari Naomi Osaka. Naomi Osaka átti ótrúlega þrettán mánuði þegar hún fór frá því að vera nær algjörlega óþekkt tenniskona í það að vinna tvo risamót í röð og komast í efsta sæti heimslistans. Þessi frábæri árangur hennar var þó ekki nóg fyrir þjálfara hennar að halda starfinu. Naomi Osaka tilkynnti það á Twitter að samstarfi hennar og Sascha Bajin væri lokið.Hey everyone, I will no longer be working together with Sascha. I thank him for his work and wish him all the best in the future. — NaomiOsaka(@Naomi_Osaka_) February 11, 2019Sascha Bajin staðfesti sjálfur fréttirnar skömmu síðar og þakkaði Naomi fyrir samstarfið og allt ævintýrið. Umboðsmaður Naomi Osaka staðfesti það líka að þau Osaka og Bajin myndu ekki vinna lengur saman en sagði jafnframt að hún ætlaði ekkert að tjá sig meira um þessi starfslok þjálfarans. Það er óhætt að segja að þetta kalli á margar spurningar enda leit það þannig út eins og samstarf þeirra tveggja væri að ganga fullkomlega.Naomi Osaka, the No. 1-ranked women's tennis player in the world, said that she was splitting with her coach, Sascha Bajin. The abrupt announcement came 16 days after she won the Australian Open. https://t.co/RGx2wu5fYk — The New York Times (@nytimes) February 12, 2019Sascha Bajin var valinn þjálfari ársins hjá WTA fyrir árið 2018 enda tókst honum að hjálpa 21 árs gamalli japanskri tenniskonu að verða sú besta í heimi. Hann er 34 ára gamall og hefur unnið með Serenu Williams (2008-2015), Victoriu Azarenka (2015-16), Sloane Stephens (2016) og Caroline Wozniacki (2017). Þegar hann tók við þjálfun Naomi Osaka þá sat hún í 68. sæti heimslistans. Hann skilur við hana í toppsætinu. Naomi Osaka vann opna bandaríska risamótið í tennis og fylgdi því eftir með að vinna opna ástralska risamótið í síðasta mánuði. Hún varð í framhaldinu fyrsta asíska tenniskonan til að komast í efsta sæti heimslistans.After working together for the past 13 months, @Naomi_Osaka_ and Sascha Bajin have split --> https://t.co/ollEHuREKt#?????pic.twitter.com/KBQg3V3KrY — WTA (@WTA) February 11, 2019
Tennis Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Sjá meira