Ég var ekki lengur rétti forstjórinn Helgi Vífill Júlíusson skrifar 13. febrúar 2019 08:00 „Ég vil geta fengið hugmynd um morguninn og fólk hefst handa við að hrinda henni í framkvæmd á hádegi,“ segir Reynir Grétarsson, stjónarformaður Creditinfo. Fréttablaðið/Stefán Creditinfo hefur sótt fram á vanþróaðri mörkuðum sem eru í örum vexti. Það er með skrifstofur í 26 löndum, þar af eru ellefu í Afríku. Ef meðtalin eru lánakerfi sem fyrirtækið rekur fyrir seðlabanka sem meðal annars eru í Óman og Srí Lanka er starfsemin í 35 löndum. Í þeim mörkuðum eiga stór alþjóðleg fyrirtæki erfitt um vik að keppa við íslenska fyrirtækið sem lengi hefur haft höfuðstöðvar á Höfðabakka. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali Markaðarins við Reyni Grétarsson, stjórnarformann og aðaleiganda Creditinfo með um 78 prósenta hlut. Starfsmenn eru um 400 eftir 21 ár í rekstri. Veltan jókst um 15 prósent á milli ára og var um 38 milljónir evra, jafnvirði 5,2 milljarða króna árið 2018. Til samanburðar var Creditinfo með starfsemi í 14 löndum við upphaf árs 2013, meðal annars á Grænhöfðaeyjum, í Kasakstan og Úkraínu. Fjöldi starfsmanna var þá 250. Creditinfo aðstoðar lánastofnanir við að stýra áhættu tengdri útlánum. Gögnum er safnað og breytt í upplýsingar sem eru notaðar við ákvarðanatöku. Það er misjafnt hve mikil þjónusta er í boði í hverju landi.Stefnt á að EBITDA tvöfaldist á árinu Reynir segir að reksturinn hafi gengið mjög vel á árinu 2018. Hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA), hafi verið um 5 milljónir evra, jafnvirði tæplega 700 milljóna króna, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri, og stefnt sé að því að sá hagnaður verði tíu milljónir í ár, um 1.400 milljónir króna. Reksturinn hafi hins vegar gengið illa árið 2017 og því hafi verið ráðist í mikilvæga uppstokkun á rekstrinum. Það ár tapaði fyrirtækið 310 milljónum króna, samkvæmt ársreikningi. „Við opnuðum í mörgum nýjum löndum og fjárfestum mikið í nýrri þekkingu og tækni en fjárfestingarnar skiluðu sér ekki. Við töpuðum jafnframt miklu á að fjárfesta í fjártæknifyrirtæki í London. Við brugðumst of seint við sumum af vandamálunum en komum betra lagi á reksturinn á árinu 2017. Við biðum meðal annars með að opna í nýjum löndum á meðan við vorum að ná tökum á rekstrinum. Við opnuðu reyndar á Barbados í fyrra – það er ekki hægt að hætta alveg. Á sama tíma lokuðum við skrifstofunni í Rúmeníu sem við höfðum rekið í fimmtán ár. Creditinfo varð tvítugt árið 2017. Fyrirtæki þurfa að eiga slæm ár og það er nánast óumflýjanlegt. Það gefur þeim tækifæri til að ráðast í endurnýjun, eins og við fengum inn nýjan forstjóra það ár og hann réð nýtt fólk. Árið 2006 reyndist okkur líka erfitt. Það er að mínu mati eðlilegt að fyrirtæki glími við erfiða tíma á um tíu ára fresti og þurfi þá að ákveðnu leyti að endurnýja sig.“ Að sögn Reynis er starfsemi fyrirtækisins rekin með hagnaði í öllum löndunum að undanskildum tveimur, þremur þar sem fjárstreymið sé neikvætt.Ekki lengur rétti maðurinn í starfið Við starfi forstjóra tók Ítalinn Stefano M. Stoppani sem búið hefur í tíu löndum. „Hann þekkir bransann vel og hefur unnið hjá tveimur af keppinautum okkar. Það hafa eiginlega allir í efsta lagi stjórnenda Creditinfo verið Íslendingar. Mér þótti það góð skilaboð til starfsmanna að það þyrfti ekki að vera Íslendingur til að ná langt hjá fyrirtækinu. Því var vel tekið. Það var auk þess gott að fá ferskt blóð í starfsemina því flestir stjórnendur hafa alist upp innan veggja fyrirtækisins og höfðu því ekki kynnst því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá öðrum fyrirtækjum. Það var góð ákvörðun að skipta um forstjóra. Ég var búinn að sinna starfinu í 20 ár. Starfsemin hafði breyst mikið, ég náði að einhverju leyti að breytast með en ef til vill var ég orðinn þreyttur á þessu. Neistinn var farinn. Ég var ekki lengur rétti maðurinn í starfið.“Þú ert enn þá stjórnarformaður. Er neistinn kominn aftur? „Nei, ekki að fullu allavega. Ég er stjórnarformaður en sinni ekki daglegum rekstri. Fyrst reyndi starfsfólkið að fara fram hjá forstjóranum og leita til mín ef eitthvað bjátaði á en ég var mjög skýr og sagði: Það þýðir ekkert að tala við mig. Stefano rekur fyrirtækið. Ég hélt að það yrði erfitt að sleppa tökum á rekstrinum. Fólk spyr: Er þetta ekki barnið þitt? Nei. Þetta er bara fyrirtæki. Þetta er gott fyrirtæki og starfsfólki líður vel í vinnunni. Creditinfo mun farnast vel hvort sem ég er með puttana í því eða ekki. Ég hef sinnt því í 20 ár og er feginn að það geti staðið á eigin fótum. Ég passa ekki lengur í menningu fyrirtækisins. Nú þegar fyrirtækið er orðið stórt þarf að fylgja alls kyns gæðastöðlum. Allt fer í ferla, það er nefnd sem forgangsraðar verkefnum, ekki bara innan hvers lands heldur einnig hvort fjármagnið nýtist til dæmis betur í Tansaníu eða Litháen. Þetta er eins og samlíkingin með stóra svifaseina skipið en ég er jet ski maður. Ég vil geta fengið hugmynd um morguninn og fólk hefst handa við að hrinda henni í framkvæmd á hádegi.“Þrjár konur stýra fyrirtækjum Reynis. Auður Björk Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri fjártæknifyrirtækisins Two Birds, Lilja Þorsteinsdóttir er framkvæmdastjóri stafræna markaðsfyrirtækisins Svartagaldurs og Brynja Baldursdóttir er framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Fréttablaðið/StefánStyttist í sölu CreditinfoHvarflar ekkert að þér að selja 78 prósenta hlut þinn í Creditinfo? „Það er ekki komið að því en það styttist í það. Ég þarf þá að finna betra fjárfestingartækifæri, við munum tvöfalda hagnaðinn á árinu. Reksturinn gengur vel, þetta er ágætis staður fyrir peninginn.“ Það hafa verið töluverð viðskipti með hlutabréf Creditinfo á undanförnum árum. „Ég keypti hlut Breta árið 2013 sem vildu selja eftir að fjármagnshöftum var komið á. Við það fór hlutur minn í 93 prósent. Frá þeim tíma hef ég selt starfsmönnum hlutabréf, en þeir eiga um 10 prósenta hlut, og breski fjárfestingasjóðurinn Actis keypti 10 prósenta hlut árið 2016. Hann er sérhæfður í fjárfestingum í Afríku og minna þróuðum mörkuðum. Ég á um 80 prósenta hlut en þarf ekki að eiga svo mikið í fyrirtækinu.“Er ekki ágætt að fá fjárfesta til liðs við þig í stjórn sem eru áhugasamir um rekstur Creditinfo? „Jú, því annars ber ég í raun einn endanlega ábyrgðina á rekstrinum. Ég er sá eini sem skipar stjórnarmenn. Mér finnst eins og ég hafi skrifað bókina en eigi eftir lokakaflann og þurfi að fá aðstoð frá einhverjum sem kann að selja fyrirtæki sem þetta og hámarka verðmætin. Við höfum hægt og bítandi verið að innleiða ferla til þess að allt sé 100 prósent þegar kemur að sölu.“Hefur vaxið um 15 prósent á ári Reynir segir að fyrirtækið hafi vaxið um 15 prósent á ári býsna lengi. Hann bendir á að það taki innan við fjögur ár að tvöfalda umsvifin ef vöxturinn er 20 prósent á ári. „Það er ansi hratt að vaxa um 15 prósent á ári. Við höfum þurft að glíma við þann vanda sem skapast þegar vöxturinn er of hraður. Reksturinn var skorinn niður árið 2007 og nokkur fyrirtæki seld en þá voru starfsmenn orðnir 550 og í 27 löndum. Þetta er eins og tré sem spretta hratt – þau verða léleg. Þau líta vel út allt þar til það fer að blása en þá brotna þau. Þegar vöxturinn er mikill tekst ekki að skipta út fólki nógu hratt. Þetta er eins og að fara upp úr fjórðu deildinni í knattspyrnu í þá þriðju, aðra og fyrstu. Allt í einu er góða og dygga starfsfólkið sem kom þér áfram ekki í stakk búið til að spila í fyrstu deildinni. Hraður vöxtur hefur líka í för með sér að nauðsynlegir innviðir eru ekki til staðar sem geti dregið úr líkum á mistökum og ef þau verða, að það séu úrræði til staðar til að leysa vandann. Hraður vöxtur eykur jafnframt þörfina á handbæru fé en okkar stærsti kostnaðarliður er laun og gögn og þetta þarf að borga strax. En tekjurnar berast síðar. Eftir því sem sunnar er farið á hnettinum aukast líkur á því að greiðslur tefjist. Það má rekja til ólíkrar menningar.“Er Creditinfo í of mörgum löndum til að hafa yfirsýn? „Nei. Það verða til miðstöðvar. Eystrasaltslöndunum er til að mynda stjórnað frá Íslandi. Löndunum í Vestur-Afríku er stjórnað frá Marokkó. Þeir þekkja menninguna, tala frönsku og eru nálægt mörkuðum. Það er svæðisstjóri í Mexíkó sem annast Karíbahafið og Suður-Ameríku. Reksturinn er flókinn, við erum með fjölda starfsmanna í mörgum löndum en hvert og eitt fyrirtæki er ekki stórt í sniðum. Það er algengt að á hverri skrifstofu séu fjórir, fimm starfsmenn, sem sinna tæknimálum, áhættustýringu og reka starfsemina. Hjá Creditinfo vinna sérfræðingar miðlægt með þessum minni fyrirtækjum. Í Prag eru flestir starfsmenn en þar rekum við upplýsingatæknimiðstöð. Það þarf að aðstoða minni löndin sem geta ekki búið yfir allri nauðsynlegri þekkingu. Á Íslandi eru til dæmis hámenntaðir stærðfræðingar sem vinna við að smíða módel – við höfum ekki efni á því í Kenía og þess vegna er leitað til sérfræðinga í Prag. Á Íslandi vinnum við með 1.500 fyrirtækjum og stofnunum á meðan í stórum löndum eins og Tansaníu eru 20-30 fjármálastofnanir í viðskiptum við okkur. Það þarf því færra starfsfólk, vöruframboðið er minna og starfsemin er því einfaldari. Þetta virkar.“Bankar dæmdir af mistökunumÞér verður tíðrætt um mikilvægi öflugrar fyrirtækjamenningar. Er erfitt að halda sömu menningu í 26 löndum? „Menning er lykilatriði í rekstri. Það liggur við að menningin skipti meira máli en hugmyndin. Það verður alltaf einhver munur á menningunni. Lykilstefið í menningunni okkar er að allt sem er gert verður að hafa tilgang – ekki vera með neitt bull – og að allir séu jafnir og í sama liði. Það er fyrirliði en hann er ekki yfir aðra hafinn. Í mörgum landanna er menningin allt önnur. Í sumum löndum dytti framkvæmdastjóra ekki í hug að sækja kaffið sitt, hann þarf að hafa aðstoðarmann og vera kallaður herra. Við reynum að fara einhvern milliveg með það, höfum yfirleitt heimamann sem framkvæmdastjóra en ætlumst til að hann hafi okkar gildi í heiðri. Það verður líka að hafa gaman af vinnunni, jafnvel þótt við eigum í viðskiptum við íhaldssamar stofnanir eins og opinbera eftirlitsaðila og banka. Bankar haga sér með þessum hætti því þeir eru eins og markmenn í fótbolta. Þeir eru dæmdir af mistökunum sem þeir gera og því skiptir mestu að gera ekki mistök. Á hinn bóginn eru flestir aðrir, eins og við, dæmdir af því hvað þeir gera og þurfa stöðugt að halda áfram og skora mörk. Þetta er dæmi um ólíka menningu. Tek þó fram að með auknu mikilvægi tækni er menningin að breytast hjá fjármálastofnunum og mun þurfa að gera það hratt.“ Reynir segir að stærri keppinautar sem eru með milljarða dollara í veltu geti ekki farið til landa eins og Jamaíka og hafið starfsemi með eins hagkvæmum hætti og Creditinfo. „Þeirra kerfi eru dýrari og stærri, ákvarðanir eru kostnaðarsamar og skipulagið er svifaseint. Við sendum einfaldlega starfsmann sem hefur gert þetta áður. Hann finnur húsnæði, aflar leyfa og ræður starfsfólk. Hjá okkur lifir að hluta til íslenska menningin. Við förum í verkið og finnum leiðina. Fyrir vikið erum við fyrsti kostur hjá Alþjóðabankanum fyrir lönd sem erfitt er að eiga við eins og Írak og Afganistan.“Hafið þið oft átt í viðskipti við Alþjóðabankann? „Já, mjög oft. Í níu af ellefu Afríkulöndum sem við erum í erum við í samstarfi við Alþjóðabankann. Þeir skipulögðu útboð sem við unnum í Afríku og nokkrum löndum fyrir utan Afríku.“Greiða ekki mútur Það er athyglisvert að Creditinfo óx um 60 prósent árið 2018 í löndum utan Evrópu. „Það er frá afar lágum grunni. Eins og í Austur-Afríku, Kenía og Tansaníu, er veltan innan við 100 milljónir króna í hvoru landi en tvöfaldast á milli ára. En það sem er skemmtilegt við þetta er hve erfitt það er að hefja starfsemina. Í Kenía tók það okkur meira en ár að fá fyrirtækið skráð af því að við vildum ekki greiða mútur. Það stríðir gegn stefnu fyrirtækisins. Við það vorum við settir aftast í röðina.“Tíðkast mútur í mörgum löndum sem þið starfið í? „Já. Vegna þess að við vildum ekki greiða mútur tafðist til dæmis sending af netþjónum endalaust í tolli.“Af hverju greiðið þið ekki mútur? „Starfsemi fyrirtækisins snýst um traust. Við erum fengin til að halda utan um viðkvæm gögn og fólk þarf að geta treyst þeim í okkar höndum. Við höfum misst af samningum vegna þessarar stefnu. En Alþjóðabankinn gætir þess í samstarfi okkar að við þurfum ekki að glíma við spillingu í til dæmis löndum í Afríku. Við höfum þurft að kvarta til bankans en löndin treysta á peninga frá honum og þegar hann slær á hendurnar er oftast farið eftir því. En það er oft útilokað að fara til einhvers lands, einn og óstuddur, í því skyni að stofna fyrirtæki frá grunni. Það nægir ekki alltaf að eiga í samstarfi við Alþjóðabankann. Fyrir um það bil tveimur árum gerðum við samning við 21 banka í Aserbaídsjan í samstarfi við Alþjóðabankann. Þetta var stór viðburður og það voru sex myndavélar sem mynduðu undirskriftina. Svo kom á daginn að einhver tengdur forsetanum vildi ekki að verkefnið yrði að veruleika. Mér var sagt að ástæðan væri að sumir pólitíkusar í sumum löndum fá lánað hér og þar og ætla ekki að greiða fjármunina til baka. Þeir kæra sig ekki um að það sé haldið utan um lánin. Hvað þá af einhverjum útlendingi. Það var gert mikið úr þessu verkefni en það var drepið. Okkur var neitað um að skrá fyrirtæki þar í landi. Við reyndum að fá skráninguna í gegn í hálft ár, bentum á að það væri kominn á samningur og Alþjóðabankinn lagði sitt lóð á vogarskálarnar en allt kom fyrir ekki. Spilling. Maður lendir stundum í þessu.“Tækifærin eru stórkostlegÞú gefst ekkert upp á að starfa í þessum löndum? „Nei, tækifærið er að það búa nærri 100 milljónir í löndum eins og Tansaníu og Kenía og þeim fjölgar hratt, sérstaklega í millistéttinni. Velta fyrirtækisins í þeim löndum mun vaxa hratt í langan tíma. Tækifærin eru stórkostleg ef þú kemst af stað. Við höfum verið að ná fótfestu í Afríku og það er að skila mikilli tekjuaukningu og svo mun hagnaðurinn fylgja í kjölfarið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Creditinfo hefur sótt fram á vanþróaðri mörkuðum sem eru í örum vexti. Það er með skrifstofur í 26 löndum, þar af eru ellefu í Afríku. Ef meðtalin eru lánakerfi sem fyrirtækið rekur fyrir seðlabanka sem meðal annars eru í Óman og Srí Lanka er starfsemin í 35 löndum. Í þeim mörkuðum eiga stór alþjóðleg fyrirtæki erfitt um vik að keppa við íslenska fyrirtækið sem lengi hefur haft höfuðstöðvar á Höfðabakka. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali Markaðarins við Reyni Grétarsson, stjórnarformann og aðaleiganda Creditinfo með um 78 prósenta hlut. Starfsmenn eru um 400 eftir 21 ár í rekstri. Veltan jókst um 15 prósent á milli ára og var um 38 milljónir evra, jafnvirði 5,2 milljarða króna árið 2018. Til samanburðar var Creditinfo með starfsemi í 14 löndum við upphaf árs 2013, meðal annars á Grænhöfðaeyjum, í Kasakstan og Úkraínu. Fjöldi starfsmanna var þá 250. Creditinfo aðstoðar lánastofnanir við að stýra áhættu tengdri útlánum. Gögnum er safnað og breytt í upplýsingar sem eru notaðar við ákvarðanatöku. Það er misjafnt hve mikil þjónusta er í boði í hverju landi.Stefnt á að EBITDA tvöfaldist á árinu Reynir segir að reksturinn hafi gengið mjög vel á árinu 2018. Hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA), hafi verið um 5 milljónir evra, jafnvirði tæplega 700 milljóna króna, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri, og stefnt sé að því að sá hagnaður verði tíu milljónir í ár, um 1.400 milljónir króna. Reksturinn hafi hins vegar gengið illa árið 2017 og því hafi verið ráðist í mikilvæga uppstokkun á rekstrinum. Það ár tapaði fyrirtækið 310 milljónum króna, samkvæmt ársreikningi. „Við opnuðum í mörgum nýjum löndum og fjárfestum mikið í nýrri þekkingu og tækni en fjárfestingarnar skiluðu sér ekki. Við töpuðum jafnframt miklu á að fjárfesta í fjártæknifyrirtæki í London. Við brugðumst of seint við sumum af vandamálunum en komum betra lagi á reksturinn á árinu 2017. Við biðum meðal annars með að opna í nýjum löndum á meðan við vorum að ná tökum á rekstrinum. Við opnuðu reyndar á Barbados í fyrra – það er ekki hægt að hætta alveg. Á sama tíma lokuðum við skrifstofunni í Rúmeníu sem við höfðum rekið í fimmtán ár. Creditinfo varð tvítugt árið 2017. Fyrirtæki þurfa að eiga slæm ár og það er nánast óumflýjanlegt. Það gefur þeim tækifæri til að ráðast í endurnýjun, eins og við fengum inn nýjan forstjóra það ár og hann réð nýtt fólk. Árið 2006 reyndist okkur líka erfitt. Það er að mínu mati eðlilegt að fyrirtæki glími við erfiða tíma á um tíu ára fresti og þurfi þá að ákveðnu leyti að endurnýja sig.“ Að sögn Reynis er starfsemi fyrirtækisins rekin með hagnaði í öllum löndunum að undanskildum tveimur, þremur þar sem fjárstreymið sé neikvætt.Ekki lengur rétti maðurinn í starfið Við starfi forstjóra tók Ítalinn Stefano M. Stoppani sem búið hefur í tíu löndum. „Hann þekkir bransann vel og hefur unnið hjá tveimur af keppinautum okkar. Það hafa eiginlega allir í efsta lagi stjórnenda Creditinfo verið Íslendingar. Mér þótti það góð skilaboð til starfsmanna að það þyrfti ekki að vera Íslendingur til að ná langt hjá fyrirtækinu. Því var vel tekið. Það var auk þess gott að fá ferskt blóð í starfsemina því flestir stjórnendur hafa alist upp innan veggja fyrirtækisins og höfðu því ekki kynnst því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá öðrum fyrirtækjum. Það var góð ákvörðun að skipta um forstjóra. Ég var búinn að sinna starfinu í 20 ár. Starfsemin hafði breyst mikið, ég náði að einhverju leyti að breytast með en ef til vill var ég orðinn þreyttur á þessu. Neistinn var farinn. Ég var ekki lengur rétti maðurinn í starfið.“Þú ert enn þá stjórnarformaður. Er neistinn kominn aftur? „Nei, ekki að fullu allavega. Ég er stjórnarformaður en sinni ekki daglegum rekstri. Fyrst reyndi starfsfólkið að fara fram hjá forstjóranum og leita til mín ef eitthvað bjátaði á en ég var mjög skýr og sagði: Það þýðir ekkert að tala við mig. Stefano rekur fyrirtækið. Ég hélt að það yrði erfitt að sleppa tökum á rekstrinum. Fólk spyr: Er þetta ekki barnið þitt? Nei. Þetta er bara fyrirtæki. Þetta er gott fyrirtæki og starfsfólki líður vel í vinnunni. Creditinfo mun farnast vel hvort sem ég er með puttana í því eða ekki. Ég hef sinnt því í 20 ár og er feginn að það geti staðið á eigin fótum. Ég passa ekki lengur í menningu fyrirtækisins. Nú þegar fyrirtækið er orðið stórt þarf að fylgja alls kyns gæðastöðlum. Allt fer í ferla, það er nefnd sem forgangsraðar verkefnum, ekki bara innan hvers lands heldur einnig hvort fjármagnið nýtist til dæmis betur í Tansaníu eða Litháen. Þetta er eins og samlíkingin með stóra svifaseina skipið en ég er jet ski maður. Ég vil geta fengið hugmynd um morguninn og fólk hefst handa við að hrinda henni í framkvæmd á hádegi.“Þrjár konur stýra fyrirtækjum Reynis. Auður Björk Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri fjártæknifyrirtækisins Two Birds, Lilja Þorsteinsdóttir er framkvæmdastjóri stafræna markaðsfyrirtækisins Svartagaldurs og Brynja Baldursdóttir er framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Fréttablaðið/StefánStyttist í sölu CreditinfoHvarflar ekkert að þér að selja 78 prósenta hlut þinn í Creditinfo? „Það er ekki komið að því en það styttist í það. Ég þarf þá að finna betra fjárfestingartækifæri, við munum tvöfalda hagnaðinn á árinu. Reksturinn gengur vel, þetta er ágætis staður fyrir peninginn.“ Það hafa verið töluverð viðskipti með hlutabréf Creditinfo á undanförnum árum. „Ég keypti hlut Breta árið 2013 sem vildu selja eftir að fjármagnshöftum var komið á. Við það fór hlutur minn í 93 prósent. Frá þeim tíma hef ég selt starfsmönnum hlutabréf, en þeir eiga um 10 prósenta hlut, og breski fjárfestingasjóðurinn Actis keypti 10 prósenta hlut árið 2016. Hann er sérhæfður í fjárfestingum í Afríku og minna þróuðum mörkuðum. Ég á um 80 prósenta hlut en þarf ekki að eiga svo mikið í fyrirtækinu.“Er ekki ágætt að fá fjárfesta til liðs við þig í stjórn sem eru áhugasamir um rekstur Creditinfo? „Jú, því annars ber ég í raun einn endanlega ábyrgðina á rekstrinum. Ég er sá eini sem skipar stjórnarmenn. Mér finnst eins og ég hafi skrifað bókina en eigi eftir lokakaflann og þurfi að fá aðstoð frá einhverjum sem kann að selja fyrirtæki sem þetta og hámarka verðmætin. Við höfum hægt og bítandi verið að innleiða ferla til þess að allt sé 100 prósent þegar kemur að sölu.“Hefur vaxið um 15 prósent á ári Reynir segir að fyrirtækið hafi vaxið um 15 prósent á ári býsna lengi. Hann bendir á að það taki innan við fjögur ár að tvöfalda umsvifin ef vöxturinn er 20 prósent á ári. „Það er ansi hratt að vaxa um 15 prósent á ári. Við höfum þurft að glíma við þann vanda sem skapast þegar vöxturinn er of hraður. Reksturinn var skorinn niður árið 2007 og nokkur fyrirtæki seld en þá voru starfsmenn orðnir 550 og í 27 löndum. Þetta er eins og tré sem spretta hratt – þau verða léleg. Þau líta vel út allt þar til það fer að blása en þá brotna þau. Þegar vöxturinn er mikill tekst ekki að skipta út fólki nógu hratt. Þetta er eins og að fara upp úr fjórðu deildinni í knattspyrnu í þá þriðju, aðra og fyrstu. Allt í einu er góða og dygga starfsfólkið sem kom þér áfram ekki í stakk búið til að spila í fyrstu deildinni. Hraður vöxtur hefur líka í för með sér að nauðsynlegir innviðir eru ekki til staðar sem geti dregið úr líkum á mistökum og ef þau verða, að það séu úrræði til staðar til að leysa vandann. Hraður vöxtur eykur jafnframt þörfina á handbæru fé en okkar stærsti kostnaðarliður er laun og gögn og þetta þarf að borga strax. En tekjurnar berast síðar. Eftir því sem sunnar er farið á hnettinum aukast líkur á því að greiðslur tefjist. Það má rekja til ólíkrar menningar.“Er Creditinfo í of mörgum löndum til að hafa yfirsýn? „Nei. Það verða til miðstöðvar. Eystrasaltslöndunum er til að mynda stjórnað frá Íslandi. Löndunum í Vestur-Afríku er stjórnað frá Marokkó. Þeir þekkja menninguna, tala frönsku og eru nálægt mörkuðum. Það er svæðisstjóri í Mexíkó sem annast Karíbahafið og Suður-Ameríku. Reksturinn er flókinn, við erum með fjölda starfsmanna í mörgum löndum en hvert og eitt fyrirtæki er ekki stórt í sniðum. Það er algengt að á hverri skrifstofu séu fjórir, fimm starfsmenn, sem sinna tæknimálum, áhættustýringu og reka starfsemina. Hjá Creditinfo vinna sérfræðingar miðlægt með þessum minni fyrirtækjum. Í Prag eru flestir starfsmenn en þar rekum við upplýsingatæknimiðstöð. Það þarf að aðstoða minni löndin sem geta ekki búið yfir allri nauðsynlegri þekkingu. Á Íslandi eru til dæmis hámenntaðir stærðfræðingar sem vinna við að smíða módel – við höfum ekki efni á því í Kenía og þess vegna er leitað til sérfræðinga í Prag. Á Íslandi vinnum við með 1.500 fyrirtækjum og stofnunum á meðan í stórum löndum eins og Tansaníu eru 20-30 fjármálastofnanir í viðskiptum við okkur. Það þarf því færra starfsfólk, vöruframboðið er minna og starfsemin er því einfaldari. Þetta virkar.“Bankar dæmdir af mistökunumÞér verður tíðrætt um mikilvægi öflugrar fyrirtækjamenningar. Er erfitt að halda sömu menningu í 26 löndum? „Menning er lykilatriði í rekstri. Það liggur við að menningin skipti meira máli en hugmyndin. Það verður alltaf einhver munur á menningunni. Lykilstefið í menningunni okkar er að allt sem er gert verður að hafa tilgang – ekki vera með neitt bull – og að allir séu jafnir og í sama liði. Það er fyrirliði en hann er ekki yfir aðra hafinn. Í mörgum landanna er menningin allt önnur. Í sumum löndum dytti framkvæmdastjóra ekki í hug að sækja kaffið sitt, hann þarf að hafa aðstoðarmann og vera kallaður herra. Við reynum að fara einhvern milliveg með það, höfum yfirleitt heimamann sem framkvæmdastjóra en ætlumst til að hann hafi okkar gildi í heiðri. Það verður líka að hafa gaman af vinnunni, jafnvel þótt við eigum í viðskiptum við íhaldssamar stofnanir eins og opinbera eftirlitsaðila og banka. Bankar haga sér með þessum hætti því þeir eru eins og markmenn í fótbolta. Þeir eru dæmdir af mistökunum sem þeir gera og því skiptir mestu að gera ekki mistök. Á hinn bóginn eru flestir aðrir, eins og við, dæmdir af því hvað þeir gera og þurfa stöðugt að halda áfram og skora mörk. Þetta er dæmi um ólíka menningu. Tek þó fram að með auknu mikilvægi tækni er menningin að breytast hjá fjármálastofnunum og mun þurfa að gera það hratt.“ Reynir segir að stærri keppinautar sem eru með milljarða dollara í veltu geti ekki farið til landa eins og Jamaíka og hafið starfsemi með eins hagkvæmum hætti og Creditinfo. „Þeirra kerfi eru dýrari og stærri, ákvarðanir eru kostnaðarsamar og skipulagið er svifaseint. Við sendum einfaldlega starfsmann sem hefur gert þetta áður. Hann finnur húsnæði, aflar leyfa og ræður starfsfólk. Hjá okkur lifir að hluta til íslenska menningin. Við förum í verkið og finnum leiðina. Fyrir vikið erum við fyrsti kostur hjá Alþjóðabankanum fyrir lönd sem erfitt er að eiga við eins og Írak og Afganistan.“Hafið þið oft átt í viðskipti við Alþjóðabankann? „Já, mjög oft. Í níu af ellefu Afríkulöndum sem við erum í erum við í samstarfi við Alþjóðabankann. Þeir skipulögðu útboð sem við unnum í Afríku og nokkrum löndum fyrir utan Afríku.“Greiða ekki mútur Það er athyglisvert að Creditinfo óx um 60 prósent árið 2018 í löndum utan Evrópu. „Það er frá afar lágum grunni. Eins og í Austur-Afríku, Kenía og Tansaníu, er veltan innan við 100 milljónir króna í hvoru landi en tvöfaldast á milli ára. En það sem er skemmtilegt við þetta er hve erfitt það er að hefja starfsemina. Í Kenía tók það okkur meira en ár að fá fyrirtækið skráð af því að við vildum ekki greiða mútur. Það stríðir gegn stefnu fyrirtækisins. Við það vorum við settir aftast í röðina.“Tíðkast mútur í mörgum löndum sem þið starfið í? „Já. Vegna þess að við vildum ekki greiða mútur tafðist til dæmis sending af netþjónum endalaust í tolli.“Af hverju greiðið þið ekki mútur? „Starfsemi fyrirtækisins snýst um traust. Við erum fengin til að halda utan um viðkvæm gögn og fólk þarf að geta treyst þeim í okkar höndum. Við höfum misst af samningum vegna þessarar stefnu. En Alþjóðabankinn gætir þess í samstarfi okkar að við þurfum ekki að glíma við spillingu í til dæmis löndum í Afríku. Við höfum þurft að kvarta til bankans en löndin treysta á peninga frá honum og þegar hann slær á hendurnar er oftast farið eftir því. En það er oft útilokað að fara til einhvers lands, einn og óstuddur, í því skyni að stofna fyrirtæki frá grunni. Það nægir ekki alltaf að eiga í samstarfi við Alþjóðabankann. Fyrir um það bil tveimur árum gerðum við samning við 21 banka í Aserbaídsjan í samstarfi við Alþjóðabankann. Þetta var stór viðburður og það voru sex myndavélar sem mynduðu undirskriftina. Svo kom á daginn að einhver tengdur forsetanum vildi ekki að verkefnið yrði að veruleika. Mér var sagt að ástæðan væri að sumir pólitíkusar í sumum löndum fá lánað hér og þar og ætla ekki að greiða fjármunina til baka. Þeir kæra sig ekki um að það sé haldið utan um lánin. Hvað þá af einhverjum útlendingi. Það var gert mikið úr þessu verkefni en það var drepið. Okkur var neitað um að skrá fyrirtæki þar í landi. Við reyndum að fá skráninguna í gegn í hálft ár, bentum á að það væri kominn á samningur og Alþjóðabankinn lagði sitt lóð á vogarskálarnar en allt kom fyrir ekki. Spilling. Maður lendir stundum í þessu.“Tækifærin eru stórkostlegÞú gefst ekkert upp á að starfa í þessum löndum? „Nei, tækifærið er að það búa nærri 100 milljónir í löndum eins og Tansaníu og Kenía og þeim fjölgar hratt, sérstaklega í millistéttinni. Velta fyrirtækisins í þeim löndum mun vaxa hratt í langan tíma. Tækifærin eru stórkostleg ef þú kemst af stað. Við höfum verið að ná fótfestu í Afríku og það er að skila mikilli tekjuaukningu og svo mun hagnaðurinn fylgja í kjölfarið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira