Seinni bylgjan: Selfoss vinnur ekki titil með svona markvörslu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2019 15:00 Að venju var ýmislegt rætt í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi, til að mynda hvort að Elvar Ásgeirsson sé framtíðarlandsliðsmaður og hvaða lið af þeim sem eru með tólf stig í Olísdeild karla eigi möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Markvarslan í Olísdeildinni var einnig til umræðu í þætti gærkvöldsins, ekki síst eftir að markverðir Selfoss vörðu aðeins tvö skot í leiknum gegn ÍBV í gærkvöldi. Selfyssingar sluppu samt fyrir horn og unnu leikinn eftir endurkomu á lokamínútunum. „Þetta á ekki að vera hægt á 60 mínútunum,“ sagði Sebastían Alexandersson í þætti gærkvöldsins. „En vissulega er ýmislegt hægt. En ég get ekki ímyndað mér að það sé hægt að leggja það á lið Selfoss að vinna titil með svona frammistöðu. Það er ekki séns að þeir geti það,“ sagði hann enn fremur. Staðan var þó betri á markvörðum Selfyssinga í fyrra en samt komust þeir ekki í lokaúrslitin þá. Sérfræðingar þáttarins segja að þá sé ekki hægt að reikna með því að þeir fari lengra í ár. „Þeir þurfa meira en 30 prósenta markvörslu ætli þeir sér að gera sér einhverja von um að vinna titilinn. Helst komast nær 40 prósentunum,“ sagði Sebastian. Gunnar Berg Viktorsson hvatti Selfyssinga til að hringja í Sebastian til að fá hann til að þjálfa markverðina sína, enda býr Sebastian á Selfossi. Sjálfur gaf hann ekki mikið út á það en sagði að líklega væri betra að hann myndi sjálfur bara spila í marki Selfyssinga. „En nei, ég er reyndar skráður í Þrótt í Vogum,“ sagði hann í léttum dúr. Innslagið má sjá allt efst í fréttinni. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍBV 30-28 | Enn ein endurkoman hjá Selfossi Það var æsispennandi síðari hálfleikur í Suðurlandsslagnum í Iðu í kvöld. 11. febrúar 2019 22:00 Elvar: Höfum alltaf trú á að við getum unnið Selfoss vann tveggja marka sigur í háspennu leik við ÍBV í Iðu í Olísdeild karla í kvöld. 11. febrúar 2019 21:37 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Að venju var ýmislegt rætt í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi, til að mynda hvort að Elvar Ásgeirsson sé framtíðarlandsliðsmaður og hvaða lið af þeim sem eru með tólf stig í Olísdeild karla eigi möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Markvarslan í Olísdeildinni var einnig til umræðu í þætti gærkvöldsins, ekki síst eftir að markverðir Selfoss vörðu aðeins tvö skot í leiknum gegn ÍBV í gærkvöldi. Selfyssingar sluppu samt fyrir horn og unnu leikinn eftir endurkomu á lokamínútunum. „Þetta á ekki að vera hægt á 60 mínútunum,“ sagði Sebastían Alexandersson í þætti gærkvöldsins. „En vissulega er ýmislegt hægt. En ég get ekki ímyndað mér að það sé hægt að leggja það á lið Selfoss að vinna titil með svona frammistöðu. Það er ekki séns að þeir geti það,“ sagði hann enn fremur. Staðan var þó betri á markvörðum Selfyssinga í fyrra en samt komust þeir ekki í lokaúrslitin þá. Sérfræðingar þáttarins segja að þá sé ekki hægt að reikna með því að þeir fari lengra í ár. „Þeir þurfa meira en 30 prósenta markvörslu ætli þeir sér að gera sér einhverja von um að vinna titilinn. Helst komast nær 40 prósentunum,“ sagði Sebastian. Gunnar Berg Viktorsson hvatti Selfyssinga til að hringja í Sebastian til að fá hann til að þjálfa markverðina sína, enda býr Sebastian á Selfossi. Sjálfur gaf hann ekki mikið út á það en sagði að líklega væri betra að hann myndi sjálfur bara spila í marki Selfyssinga. „En nei, ég er reyndar skráður í Þrótt í Vogum,“ sagði hann í léttum dúr. Innslagið má sjá allt efst í fréttinni.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍBV 30-28 | Enn ein endurkoman hjá Selfossi Það var æsispennandi síðari hálfleikur í Suðurlandsslagnum í Iðu í kvöld. 11. febrúar 2019 22:00 Elvar: Höfum alltaf trú á að við getum unnið Selfoss vann tveggja marka sigur í háspennu leik við ÍBV í Iðu í Olísdeild karla í kvöld. 11. febrúar 2019 21:37 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍBV 30-28 | Enn ein endurkoman hjá Selfossi Það var æsispennandi síðari hálfleikur í Suðurlandsslagnum í Iðu í kvöld. 11. febrúar 2019 22:00
Elvar: Höfum alltaf trú á að við getum unnið Selfoss vann tveggja marka sigur í háspennu leik við ÍBV í Iðu í Olísdeild karla í kvöld. 11. febrúar 2019 21:37