Segja hækkun launa bankastjóra í samræmi við starfskjarastefnu Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2019 18:41 Í tilkynningu frá bankaráði Landsbankans segir að gagnrýni vegna hækkananna sé skiljanleg þar sem Landsbankinn sé að langstærstu leyti í eigu ríkisins. Vísir/Vilhelm Bankaráð Landsbankans segir launahækkun bankastjórans vera í samræmi við starfskjarastefnu bankans. Laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra, hafa hækkað um tæp 82 prósent frá árinu 2017. Frá 1. júlí það ár hefur bankaráðið hækkað laun hennar þrisvar sinnum. Þau hafa í raun hækkað úr 2.089 þúsund krónum í 3.800 þúsund krónur. Það gerir hækkun um rúmar 1,7 milljónir á mánuði en bæði laun og bifreiðahlunnindi er að ræða.Í tilkynningu frá bankaráði segir að gagnrýni vegna hækkananna sé skiljanleg þar sem Landsbankinn sé að langstærstu leyti í eigu ríkisins. Ráðið segist meðvitað um að kjör bankastjóra séu vissulega góð en þau séu í samræmi við starfskjarastefnu bankans sem samþykkt hefur verið af hluthöfum. Sú stefna segi til um að starfskjör eigi að vera samkeppnishæf en þó ekki leiðandi. Þá segir að launin hafi verið orðin lægri en laun æðstu stjórnenda hjá öðrum stórum fjármálafyrirtækjum. „Að mati bankaráðs hefur lengi verið ljóst að breyta þyrfti kjörum bankastjóra Landsbankans og færa þau nær þeim kjörum sem starfskjarastefnan kveður á um. Þegar ákvörðun um laun bankastjóra Landsbankans og fleiri stjórnenda voru færð undan kjararáði með lögum sem Alþingi samþykkti, hafa laun bankastjóra Landsbankans hækkað tvívegis, annars vegar frá 1. júlí 2017 og hins vegar frá 1. apríl 2018. Við þá ákvörðun var ljóst að launin voru lægri en laun æðstu stjórnenda hjá öðrum stórum fjármálafyrirtækjum,“ segir í tilkynningunni. Enn fremur segir að árið 2009 hafi kjararáði verið falið að úrskurða um laun bankastjóra Landsbankans en þá hafi sagt í eigendastefnu ríkisins að laun stjórnenda ættu að standa samanburð á þeim sviðum sem viðkomandi fyrirtæki starfaði á en ekki vera leiðandi. Það er, ekki vera hæst. Bankaráðið gagnrýndi það fyrirkomulag og biðlaði til stjórnvalda að breyta því. „Afleiðingin varð sú að í mörg ár voru kjör bankastjóra Landsbankans töluvert lægri en laun hjá stjórnendum sambærilegra fyrirtækja. Þau voru jafnframt lægri en laun framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum. Þær breytingar sem bankaráð hefur nú gert á kjörum bankastjóra Landsbankans eru í samræmi við starfskjarastefnu bankans sem hluthafar hafa samþykkt og hefur verið óbreytt í mörg ár.“ Íslenskir bankar Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59 Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Launahækkun bankastjóra óskynsamleg og óverjandi ákvörðun Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. Atvi 11. febrúar 2019 06:15 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Sjá meira
Bankaráð Landsbankans segir launahækkun bankastjórans vera í samræmi við starfskjarastefnu bankans. Laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra, hafa hækkað um tæp 82 prósent frá árinu 2017. Frá 1. júlí það ár hefur bankaráðið hækkað laun hennar þrisvar sinnum. Þau hafa í raun hækkað úr 2.089 þúsund krónum í 3.800 þúsund krónur. Það gerir hækkun um rúmar 1,7 milljónir á mánuði en bæði laun og bifreiðahlunnindi er að ræða.Í tilkynningu frá bankaráði segir að gagnrýni vegna hækkananna sé skiljanleg þar sem Landsbankinn sé að langstærstu leyti í eigu ríkisins. Ráðið segist meðvitað um að kjör bankastjóra séu vissulega góð en þau séu í samræmi við starfskjarastefnu bankans sem samþykkt hefur verið af hluthöfum. Sú stefna segi til um að starfskjör eigi að vera samkeppnishæf en þó ekki leiðandi. Þá segir að launin hafi verið orðin lægri en laun æðstu stjórnenda hjá öðrum stórum fjármálafyrirtækjum. „Að mati bankaráðs hefur lengi verið ljóst að breyta þyrfti kjörum bankastjóra Landsbankans og færa þau nær þeim kjörum sem starfskjarastefnan kveður á um. Þegar ákvörðun um laun bankastjóra Landsbankans og fleiri stjórnenda voru færð undan kjararáði með lögum sem Alþingi samþykkti, hafa laun bankastjóra Landsbankans hækkað tvívegis, annars vegar frá 1. júlí 2017 og hins vegar frá 1. apríl 2018. Við þá ákvörðun var ljóst að launin voru lægri en laun æðstu stjórnenda hjá öðrum stórum fjármálafyrirtækjum,“ segir í tilkynningunni. Enn fremur segir að árið 2009 hafi kjararáði verið falið að úrskurða um laun bankastjóra Landsbankans en þá hafi sagt í eigendastefnu ríkisins að laun stjórnenda ættu að standa samanburð á þeim sviðum sem viðkomandi fyrirtæki starfaði á en ekki vera leiðandi. Það er, ekki vera hæst. Bankaráðið gagnrýndi það fyrirkomulag og biðlaði til stjórnvalda að breyta því. „Afleiðingin varð sú að í mörg ár voru kjör bankastjóra Landsbankans töluvert lægri en laun hjá stjórnendum sambærilegra fyrirtækja. Þau voru jafnframt lægri en laun framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum. Þær breytingar sem bankaráð hefur nú gert á kjörum bankastjóra Landsbankans eru í samræmi við starfskjarastefnu bankans sem hluthafar hafa samþykkt og hefur verið óbreytt í mörg ár.“
Íslenskir bankar Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59 Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Launahækkun bankastjóra óskynsamleg og óverjandi ákvörðun Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. Atvi 11. febrúar 2019 06:15 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30 Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Sjá meira
Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Forsætirsráðhera segir mögulegt að endurskoða þurfi starfskjarastefnu stjórnvalda þegar kemur að ríkisreknum fyrirtækjum. 11. febrúar 2019 17:59
Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47
Launahækkun bankastjóra óskynsamleg og óverjandi ákvörðun Skýrsla um eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar sem lögð hefur verið fyrir þjóðaröryggisráð varpar ljósi á slæma stöðu gæslunnar. Óþekkt skip fá að athafna sig í íslenskri lögsögu án þess að gæslan hafi hugmynd um það. Atvi 11. febrúar 2019 06:15
Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00
Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent