„Við getum ekki skilið hann eftir þarna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2019 11:17 Brak vélarinnar á hafsbotni. AP/AAIB Fjölskylda David Ibbotson, flugmannsins sem talið er að hafi látist er hann flaug knattspyrnumanninum Emilio Sala til Bretlands, leitar nú allra leiða til þess að finna lík hans. Guardian greinir frá. David Ibbotson var að fljúga með Sala frá Nantes til Cardiff 21. janúar síðastliðinn þegar vélin hrapaði rétt hjá Guernsey í Ermasundi. Búið er að finna brak vélarinnar og í því fannst lík Sala, Ibbotson er þó enn saknað. Meðal þess sem fjölskyldan stendur fyrir er söfnun til að safna fjármagni svo leit geti hafist að nýju en henni var hætt eftir að lík Sala fannst. Fjölskyldan hefur hafið söfnun á vefsíðunni GoFundMe þar sem safnast hafa um 150 þúsund pund, um 23 milljónir. Markmiðið er að safna 300 þúsund pundum, um 45 milljónum en stjörnur á borð við Kylian Mpabbe og Gary Lineker hafa stutt söfnunina með háum fjárhæðum. „Við þurfum þessa hjálp,“ sagði Nora Ibbotson, eiginkona David, er hún ræddi missinn og söfnunina í sjónvarpsþættinum Good Morning Britain í morgun.'We can't leave him out there on his own.' The wife of missing pilot David Ibbotson says they just want to bring his body home. Recovery efforts for his body ended last week, but the Ibbotsons have started a fundraising page to restart the search. pic.twitter.com/fIOrAqNxRr — Good Morning Britain (@GMB) February 11, 2019 Vill hún að leitarkafbátur samskonar þeim sem fann brakið af vélinni verður sendur aftur á staðinn til að leita að líki eiginmanns hennar í grennd við brakið. Það myndi létta fjölskyldunni áfallið mikið að vita að allt hafi verið reynt til þess að finna Ibbotson.„Bara það að fara þarna aftur niður og leita í síðasta skipti. Leita almennilega. Ég veit að aðstæður þarna eru erfiðar, þetta er hættulegt hafsvæði en þá myndum við vita að allt hafi verið reynt,“ sagði Ibbotson.Hún segir undanfarnar vikur hafa verið erfiðar fyrir fjölskylduna en við hlið Noru í viðtalinu sat 21 árs gömul dóttir þeirra, Danielle. Hún sagðist hafa neitað að trúa því að faðir hennar hafi lent í flugslysinu, þegar hún fékk fregnir af því.Greindi Danielle frá því að hún hafi ítrekað reynt að hringja í föður sinn eftir að hún fékk fregnirnar án árangurs.„Ég veit að leitin gæti tekið langan tíma en ég vil ekki að þetta endi svona,“ sagði Danielle. Móðir hennar tók í sama streng.„Við getum ekki skilið hann eftir þarna.“David Ibbotson's daughter Danielle opens up about the moment she found out something had gone wrong on her father's flight over the English channel. pic.twitter.com/37j8rOL0OA — Good Morning Britain (@GMB) February 11, 2019 Bretland Tengdar fréttir Mbappe búinn að gefa meira en átta milljónir Franska ungstirnið Kylian Mbappe hefur komið mjög sterkur inn í að fjármagna leitina af Emiliano Sala og flugmanninum David Ibbotson í Ermarsundi. 11. febrúar 2019 09:30 Búið að ná í líkið úr braki vélarinnar Aðgerðin fór fram við erfiðar aðstæður en vélin sem Emiliano Salah hrapaði í er komið á fast land. 7. febrúar 2019 07:30 Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala Lögreglan á Bretlandseyjum staðfesti nú í kvöld að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem fórst yfir utan eyjuna Guernsey sé af Emiliano Sala. 7. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Fjölskylda David Ibbotson, flugmannsins sem talið er að hafi látist er hann flaug knattspyrnumanninum Emilio Sala til Bretlands, leitar nú allra leiða til þess að finna lík hans. Guardian greinir frá. David Ibbotson var að fljúga með Sala frá Nantes til Cardiff 21. janúar síðastliðinn þegar vélin hrapaði rétt hjá Guernsey í Ermasundi. Búið er að finna brak vélarinnar og í því fannst lík Sala, Ibbotson er þó enn saknað. Meðal þess sem fjölskyldan stendur fyrir er söfnun til að safna fjármagni svo leit geti hafist að nýju en henni var hætt eftir að lík Sala fannst. Fjölskyldan hefur hafið söfnun á vefsíðunni GoFundMe þar sem safnast hafa um 150 þúsund pund, um 23 milljónir. Markmiðið er að safna 300 þúsund pundum, um 45 milljónum en stjörnur á borð við Kylian Mpabbe og Gary Lineker hafa stutt söfnunina með háum fjárhæðum. „Við þurfum þessa hjálp,“ sagði Nora Ibbotson, eiginkona David, er hún ræddi missinn og söfnunina í sjónvarpsþættinum Good Morning Britain í morgun.'We can't leave him out there on his own.' The wife of missing pilot David Ibbotson says they just want to bring his body home. Recovery efforts for his body ended last week, but the Ibbotsons have started a fundraising page to restart the search. pic.twitter.com/fIOrAqNxRr — Good Morning Britain (@GMB) February 11, 2019 Vill hún að leitarkafbátur samskonar þeim sem fann brakið af vélinni verður sendur aftur á staðinn til að leita að líki eiginmanns hennar í grennd við brakið. Það myndi létta fjölskyldunni áfallið mikið að vita að allt hafi verið reynt til þess að finna Ibbotson.„Bara það að fara þarna aftur niður og leita í síðasta skipti. Leita almennilega. Ég veit að aðstæður þarna eru erfiðar, þetta er hættulegt hafsvæði en þá myndum við vita að allt hafi verið reynt,“ sagði Ibbotson.Hún segir undanfarnar vikur hafa verið erfiðar fyrir fjölskylduna en við hlið Noru í viðtalinu sat 21 árs gömul dóttir þeirra, Danielle. Hún sagðist hafa neitað að trúa því að faðir hennar hafi lent í flugslysinu, þegar hún fékk fregnir af því.Greindi Danielle frá því að hún hafi ítrekað reynt að hringja í föður sinn eftir að hún fékk fregnirnar án árangurs.„Ég veit að leitin gæti tekið langan tíma en ég vil ekki að þetta endi svona,“ sagði Danielle. Móðir hennar tók í sama streng.„Við getum ekki skilið hann eftir þarna.“David Ibbotson's daughter Danielle opens up about the moment she found out something had gone wrong on her father's flight over the English channel. pic.twitter.com/37j8rOL0OA — Good Morning Britain (@GMB) February 11, 2019
Bretland Tengdar fréttir Mbappe búinn að gefa meira en átta milljónir Franska ungstirnið Kylian Mbappe hefur komið mjög sterkur inn í að fjármagna leitina af Emiliano Sala og flugmanninum David Ibbotson í Ermarsundi. 11. febrúar 2019 09:30 Búið að ná í líkið úr braki vélarinnar Aðgerðin fór fram við erfiðar aðstæður en vélin sem Emiliano Salah hrapaði í er komið á fast land. 7. febrúar 2019 07:30 Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala Lögreglan á Bretlandseyjum staðfesti nú í kvöld að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem fórst yfir utan eyjuna Guernsey sé af Emiliano Sala. 7. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Mbappe búinn að gefa meira en átta milljónir Franska ungstirnið Kylian Mbappe hefur komið mjög sterkur inn í að fjármagna leitina af Emiliano Sala og flugmanninum David Ibbotson í Ermarsundi. 11. febrúar 2019 09:30
Búið að ná í líkið úr braki vélarinnar Aðgerðin fór fram við erfiðar aðstæður en vélin sem Emiliano Salah hrapaði í er komið á fast land. 7. febrúar 2019 07:30
Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala Lögreglan á Bretlandseyjum staðfesti nú í kvöld að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem fórst yfir utan eyjuna Guernsey sé af Emiliano Sala. 7. febrúar 2019 23:00