Afkoma einkaréttar ekki í samræmi við póstþjónustulög Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. febrúar 2019 08:00 Íslandspóstur hefur nýtt umframhagnað af einkarétti árin 2016 og 2017 til að mæta tapi af samkeppnisrekstri innan alþjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nýbirt yfirlit Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um bókhaldslegan aðskilnað Íslandspósts ohf. (ÍSP) fyrir árið 2017 vekur spurningar um hvort verðgrundvöllur gjaldskrár innan einkaréttar hafi verið í samræmi við það sem áskilið er í lögum um póstþjónustu. Gjaldskrá einkaréttar er háð samþykki PFS. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðið (SRN) sendi í upphafi desember PFS bréf þar sem óskað er skýringa á því hvernig eftirliti stofnunarinnar með ÍSP hafi verið háttað. Samkvæmt lögum er óheimilt að niðurgreiða samkeppnisrekstur með tekjum einkaréttar nema að því marki sem nauðsynlegt er til að mæta byrði af alþjónustu. Árið 2016 var afkoma einkaréttar jákvæð um rúmar 497 milljónir og árið 2017 jákvæð um 414 milljónir. Tap af samkeppni innan alþjónustu nam 1,5 milljörðum á sama tíma. Athyglisvert er að í yfirliti PFS um bókhaldslega aðskilnaðinn fyrir árin 2013-2015 er að finna setninguna „Ofangreint yfirlit sýnir að verðgrundvöllur einkaréttar er í samræmi við 16. gr. [póstþjónustulaga]“. Sá texti kemur hins vegar hvergi fyrir í yfirlitum áranna 2016 og 2017 en hagnaður þeirra ára var margfalt meiri en áranna á undan. Fjarvera textans gefur tilefni til að velta upp þeirri spurningu hvort verðgrundvöllur áranna tveggja hafi verið í andstöðu við lögin og þá hvort notendur póstþjónustu hafi verið ofrukkaðir á tímabilinu. Við þetta bætist sú staðreynd að í gjaldskrárákvörðun PFS frá nóvember 2018, þar sem því var hafnað að hækka gjaldskrá einkaréttar frekar, segir að PFS hafi íhugað að afturkalla fyrri ákvörðun sína eftir að afkoma einkaréttar árið 2016 lá fyrir. Samkvæmt lögum um PFS ber stofnuninni meðal annars skylda til að hafa eftirlit með fjárhagsstöðu póstrekenda og að fylgjast með því að starfsemi þeirra sé í samræmi við lög, reglugerðir og ákvarðanir sem um störf þeirra gilda. Í bréfi SRN til PFS, frá í byrjun desember, er kallað eftir upplýsingum um hvernig þessu eftirliti hefur verið háttað. „Með vísan til þess að upplýsingar hafa komið fram um bága fjárhagsstöðu ÍSP sem er alþjónustuveitandi hér á landi er þess farið á leit að stofnunin upplýsi ráðuneytið um það hvernig eftirliti með fjárhagsstöðu fjarskiptafyrirtækja og póstrekenda á íslenskum markaði hefur verið háttað undanfarin fimm ár,“ segir í bréfinu. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Nýbirt yfirlit Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um bókhaldslegan aðskilnað Íslandspósts ohf. (ÍSP) fyrir árið 2017 vekur spurningar um hvort verðgrundvöllur gjaldskrár innan einkaréttar hafi verið í samræmi við það sem áskilið er í lögum um póstþjónustu. Gjaldskrá einkaréttar er háð samþykki PFS. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðið (SRN) sendi í upphafi desember PFS bréf þar sem óskað er skýringa á því hvernig eftirliti stofnunarinnar með ÍSP hafi verið háttað. Samkvæmt lögum er óheimilt að niðurgreiða samkeppnisrekstur með tekjum einkaréttar nema að því marki sem nauðsynlegt er til að mæta byrði af alþjónustu. Árið 2016 var afkoma einkaréttar jákvæð um rúmar 497 milljónir og árið 2017 jákvæð um 414 milljónir. Tap af samkeppni innan alþjónustu nam 1,5 milljörðum á sama tíma. Athyglisvert er að í yfirliti PFS um bókhaldslega aðskilnaðinn fyrir árin 2013-2015 er að finna setninguna „Ofangreint yfirlit sýnir að verðgrundvöllur einkaréttar er í samræmi við 16. gr. [póstþjónustulaga]“. Sá texti kemur hins vegar hvergi fyrir í yfirlitum áranna 2016 og 2017 en hagnaður þeirra ára var margfalt meiri en áranna á undan. Fjarvera textans gefur tilefni til að velta upp þeirri spurningu hvort verðgrundvöllur áranna tveggja hafi verið í andstöðu við lögin og þá hvort notendur póstþjónustu hafi verið ofrukkaðir á tímabilinu. Við þetta bætist sú staðreynd að í gjaldskrárákvörðun PFS frá nóvember 2018, þar sem því var hafnað að hækka gjaldskrá einkaréttar frekar, segir að PFS hafi íhugað að afturkalla fyrri ákvörðun sína eftir að afkoma einkaréttar árið 2016 lá fyrir. Samkvæmt lögum um PFS ber stofnuninni meðal annars skylda til að hafa eftirlit með fjárhagsstöðu póstrekenda og að fylgjast með því að starfsemi þeirra sé í samræmi við lög, reglugerðir og ákvarðanir sem um störf þeirra gilda. Í bréfi SRN til PFS, frá í byrjun desember, er kallað eftir upplýsingum um hvernig þessu eftirliti hefur verið háttað. „Með vísan til þess að upplýsingar hafa komið fram um bága fjárhagsstöðu ÍSP sem er alþjónustuveitandi hér á landi er þess farið á leit að stofnunin upplýsi ráðuneytið um það hvernig eftirliti með fjárhagsstöðu fjarskiptafyrirtækja og póstrekenda á íslenskum markaði hefur verið háttað undanfarin fimm ár,“ segir í bréfinu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent