Rúnar: Þurfum að gyrða okkur í brók ef ekki á illa að fara Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2019 22:13 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar. vísir/daníel Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að sínir menn séu að spila allt of hægan sóknarleik. Það hafi orðið liðinu að falli gegn FH í dag. Stjarnan tapaði með átta marka mun fyrir FH í Olísdeild karla í kvöld. „Þetta var nokkuð sannfærandi tap. Við vorum alltof hægir og fellur allt í sundur hjá okkur, eitt af öðru. Varnarleikurinn var ágætur í fyrri hálfleik en það fjaraði undan honum líka,“ sagði Rúnar. „Við gerum líka allt of mörg mistök í seinni hálfleik sem gefur FH færi á að skora mörk úr hraðaupphlaupum sem er þeirra sterkasta vopn. Þeir stjórnuðu leiknum frá a til ö.“ Rúnar segir að það sé sérstakt áhyggjuefni hversu lítill hraði það er í leik Stjörnumanna. „Við spilum boltanum illa á milli okkar, viljinn til að hlaupa er nánast enginn, allt er gert á hálfum hraða og menn reikna frekar með því að einhver annar geri hlutina fyrir þá. Þetta er í grunninn of hægt og of lélegt.“ Fram undan er bikarhlé á deildinni og Rúnar fagnar því. „Einhvern tímann hefði maður blótað því en það er ágætt að fá það núna. Strákarnir hafa sýnt að þeir geta spilað hraðan bolta og þeir þurfa að gera það aftur. Við þurfum að laga það í þessari pásu.“ Stjarnan hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og Rúnar segir ljóst að það er fallbarátta framundan, nema að eitthvað breytist verulega hjá hans mönnum. „Mér varð ljóst eftir tapið gegn ÍBV fyrir jól að þetta væri ekki bara spurning um að komast í úrslitakeppnina, heldur að losna við fallbaráttu. Nú höfum við ekki verið að spila vel í nokkuð langan tíma og við þurfum að gyrða okkur í brók ef ekki á illa að fara.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 20-28 | Máttlausir Stjörnumenn engin fyrirstaða FH heldur áfram á góðri siglingu í Olísdeild karla eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. Garðbæingar eru að sogast niður í botnbaráttu deildarinnar. 10. febrúar 2019 22:30 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að sínir menn séu að spila allt of hægan sóknarleik. Það hafi orðið liðinu að falli gegn FH í dag. Stjarnan tapaði með átta marka mun fyrir FH í Olísdeild karla í kvöld. „Þetta var nokkuð sannfærandi tap. Við vorum alltof hægir og fellur allt í sundur hjá okkur, eitt af öðru. Varnarleikurinn var ágætur í fyrri hálfleik en það fjaraði undan honum líka,“ sagði Rúnar. „Við gerum líka allt of mörg mistök í seinni hálfleik sem gefur FH færi á að skora mörk úr hraðaupphlaupum sem er þeirra sterkasta vopn. Þeir stjórnuðu leiknum frá a til ö.“ Rúnar segir að það sé sérstakt áhyggjuefni hversu lítill hraði það er í leik Stjörnumanna. „Við spilum boltanum illa á milli okkar, viljinn til að hlaupa er nánast enginn, allt er gert á hálfum hraða og menn reikna frekar með því að einhver annar geri hlutina fyrir þá. Þetta er í grunninn of hægt og of lélegt.“ Fram undan er bikarhlé á deildinni og Rúnar fagnar því. „Einhvern tímann hefði maður blótað því en það er ágætt að fá það núna. Strákarnir hafa sýnt að þeir geta spilað hraðan bolta og þeir þurfa að gera það aftur. Við þurfum að laga það í þessari pásu.“ Stjarnan hefur nú tapað fjórum leikjum í röð og Rúnar segir ljóst að það er fallbarátta framundan, nema að eitthvað breytist verulega hjá hans mönnum. „Mér varð ljóst eftir tapið gegn ÍBV fyrir jól að þetta væri ekki bara spurning um að komast í úrslitakeppnina, heldur að losna við fallbaráttu. Nú höfum við ekki verið að spila vel í nokkuð langan tíma og við þurfum að gyrða okkur í brók ef ekki á illa að fara.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 20-28 | Máttlausir Stjörnumenn engin fyrirstaða FH heldur áfram á góðri siglingu í Olísdeild karla eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. Garðbæingar eru að sogast niður í botnbaráttu deildarinnar. 10. febrúar 2019 22:30 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 20-28 | Máttlausir Stjörnumenn engin fyrirstaða FH heldur áfram á góðri siglingu í Olísdeild karla eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. Garðbæingar eru að sogast niður í botnbaráttu deildarinnar. 10. febrúar 2019 22:30