Körfuboltakvöld: Valur gæti verið í Evrópukeppni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. febrúar 2019 23:00 Hallveig Jónsdóttir og stöllur hennar eru heitasta lið landsins um þessar mundir vísir/bára Það var stórleikur í toppbaráttu Domino's deildar kvenna í Keflavík í 19. umferð þegar Valur sótti toppliðið heim. „Ég er búinn að hrósa þessu Valsliði meira en góðu hófi gegnir eftir að Helena kom, þetta lið lítur út fyrir að geta farið í Evrópukeppni, þær eru það góðar,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson þegar strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu umferðina upp á föstudagskvöld. Valur vann leikinn að lokum örugglega 75-94 og minnkaði forskotið í Keflavík á toppnum niður í tvö stig. „Keflavík að sama skapi, mig langar að hrósa þeim. Það sem fólk kannski skilur ekki og sér ekki er að Keflavík missti besta leikmanninn sinn frá því í fyrra. Bryndís er reyndar komin til baka, en þær eru bara með einn erlendan leikmann á móti því að öll önnur lið eru með fleiri, og þær eru í efsta sæti áfram KR í deildinni,“ hélt Jón Halldór áfram. „Þessi þriðji leikhluti í þessum leik var eitt það flottasta sem ég hef séð í deildinni í vetur,“ sagði Teitur Örlygsson. „Keflavík hefði unnið flest lið í deildinni með þeim leik.“ Helena Sverrisdóttir átti frábæran leik í liði Vals, eins og svo oft áður með 32 stig og 12 stoðsendingar.Helena Sverrisdóttir átti stórgóðan leiks2 sport„Maður getur ekkert talað í kringum þennan hlut, hún er ekki best heldur langbest í deildinni. Með virðingu fyrir öllum öðrum, þá ræður enginn við hana,“ sagði Jón Halldór. „Hún er á næsta leveli fyrir ofan,“ bætti Hermann Hauksson við. Hin unga og efnilega Birna Valgerður Benónýsdóttir var frábær í liði Keflavíkur með 23 stig. „Hún getur þetta allt saman. Ef að hausinn er rétt skrúfaður á þá gerast góðir hlutir,“ sagði Jón Halldór. „Undanfarin ár þegar við höfum verið að ræða Domino's deild kvenna, stór hluti þeirra leikmanna sem eru að bera upp liðin og eru að skora helling, þetta eru bara börn.“ „Það er ótrúlega gaman að sjá þessa krakka blómstra svona,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna um 19. umferð kvennadeildarinnar má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Valsliðið nógu gott til að vera í Evrópukeppni Dominos-deild kvenna Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Sjá meira
Það var stórleikur í toppbaráttu Domino's deildar kvenna í Keflavík í 19. umferð þegar Valur sótti toppliðið heim. „Ég er búinn að hrósa þessu Valsliði meira en góðu hófi gegnir eftir að Helena kom, þetta lið lítur út fyrir að geta farið í Evrópukeppni, þær eru það góðar,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson þegar strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu umferðina upp á föstudagskvöld. Valur vann leikinn að lokum örugglega 75-94 og minnkaði forskotið í Keflavík á toppnum niður í tvö stig. „Keflavík að sama skapi, mig langar að hrósa þeim. Það sem fólk kannski skilur ekki og sér ekki er að Keflavík missti besta leikmanninn sinn frá því í fyrra. Bryndís er reyndar komin til baka, en þær eru bara með einn erlendan leikmann á móti því að öll önnur lið eru með fleiri, og þær eru í efsta sæti áfram KR í deildinni,“ hélt Jón Halldór áfram. „Þessi þriðji leikhluti í þessum leik var eitt það flottasta sem ég hef séð í deildinni í vetur,“ sagði Teitur Örlygsson. „Keflavík hefði unnið flest lið í deildinni með þeim leik.“ Helena Sverrisdóttir átti frábæran leik í liði Vals, eins og svo oft áður með 32 stig og 12 stoðsendingar.Helena Sverrisdóttir átti stórgóðan leiks2 sport„Maður getur ekkert talað í kringum þennan hlut, hún er ekki best heldur langbest í deildinni. Með virðingu fyrir öllum öðrum, þá ræður enginn við hana,“ sagði Jón Halldór. „Hún er á næsta leveli fyrir ofan,“ bætti Hermann Hauksson við. Hin unga og efnilega Birna Valgerður Benónýsdóttir var frábær í liði Keflavíkur með 23 stig. „Hún getur þetta allt saman. Ef að hausinn er rétt skrúfaður á þá gerast góðir hlutir,“ sagði Jón Halldór. „Undanfarin ár þegar við höfum verið að ræða Domino's deild kvenna, stór hluti þeirra leikmanna sem eru að bera upp liðin og eru að skora helling, þetta eru bara börn.“ „Það er ótrúlega gaman að sjá þessa krakka blómstra svona,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna um 19. umferð kvennadeildarinnar má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Valsliðið nógu gott til að vera í Evrópukeppni
Dominos-deild kvenna Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Sjá meira