Lögreglan á Vestfjörðum aðstoðar nú flutningsaðila við að ná bílnum upp á veginn. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.Lögreglan
Loka þurfti veginum um Steingrímsfjarðarheiði í dag meðan unnið er að björgun flutningabíls sem farið hafði út af veginum. Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar á Vestfjörðum.
Samkvæmt upplýsingum af vef Vegagerðarinnar er nú búið að opna veginn en umferð gengur þó hægt þar sem hleypa þarf umferð um veginn í hollum.