Dómsmálaráðherra segir frumvarp ekki auka rými fyrir hatursorðræðu Sighvatur Jónsson skrifar 10. febrúar 2019 12:30 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Vísir/Hanna Frumvarp Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem hún hefur lagt fram á Alþingi um gildissvið laga um hatursáróður, hefur sætt gagnrýni. Sigríður vísar gagnrýninni á bug og segir að með frumvarpinu sé áréttað að það er ekki nóg að ummæli séu vitleysisleg, heldur þurfi þau líka að vera til þess fallin að kynda undir ofbeldi eða hatri á manni eða mönnum, svo að lögin eigi við þau. Sigríður segir að þingið hafi haft til skoðunar í mörg ár hvernig hægt væri að tryggja með betri hætti tjáningarfrelsi og vernd manna í þeim efnum. Breyting sem gerð var á 233. gr. a. almennra hegningarlaga árið 2014 hafi þrengt tjáningarfrelsið um of. „Ég er mjög sammála því, ég held að það þurfi að gæta að því að frelsi manna til orðs verði ekki þannig að það sé hægt að hafa efasemdir um það að tjáningarfrelsið ríki í raun,“ segir Sigríður. Samkvæmt frumvarpinu er það gert að skilyrði að háttsemi á borð við opinbert háð eða smánun verði að vera til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun svo að varði við lög. Gagnrýnendur frumvarpsins segja að með því sé verið að auka rými fyrir hatursorðræðu. Sigríður segir svo ekki vera. „Friðhelgi einkalífsins og æra manna sem er varin með ákvæðum um friðhelgi einkalífsins til dæmis, hún stendur áfram óbreytt,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Alþingi Stj.mál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Frumvarp Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem hún hefur lagt fram á Alþingi um gildissvið laga um hatursáróður, hefur sætt gagnrýni. Sigríður vísar gagnrýninni á bug og segir að með frumvarpinu sé áréttað að það er ekki nóg að ummæli séu vitleysisleg, heldur þurfi þau líka að vera til þess fallin að kynda undir ofbeldi eða hatri á manni eða mönnum, svo að lögin eigi við þau. Sigríður segir að þingið hafi haft til skoðunar í mörg ár hvernig hægt væri að tryggja með betri hætti tjáningarfrelsi og vernd manna í þeim efnum. Breyting sem gerð var á 233. gr. a. almennra hegningarlaga árið 2014 hafi þrengt tjáningarfrelsið um of. „Ég er mjög sammála því, ég held að það þurfi að gæta að því að frelsi manna til orðs verði ekki þannig að það sé hægt að hafa efasemdir um það að tjáningarfrelsið ríki í raun,“ segir Sigríður. Samkvæmt frumvarpinu er það gert að skilyrði að háttsemi á borð við opinbert háð eða smánun verði að vera til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun svo að varði við lög. Gagnrýnendur frumvarpsins segja að með því sé verið að auka rými fyrir hatursorðræðu. Sigríður segir svo ekki vera. „Friðhelgi einkalífsins og æra manna sem er varin með ákvæðum um friðhelgi einkalífsins til dæmis, hún stendur áfram óbreytt,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Alþingi Stj.mál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum