Tekist á um innflutning á hráu kjöti á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2019 20:15 Formaður Viðreisnar segir að rekinn sé hræðsluáróður varðandi innflutning á fersku kjöti í stað þess að fara eftir dómum og samningum um innflutninginn. Framsóknarmenn vilja leita leiða til að semja um undanþágur hjá Evrópusambandinu sem hingað til hafa ekki fengist. Hæstiréttur hefur dæmt að Íslendingar verði að heimila innflutning á fersku kjöti samkvæmt ákvæðum samningsins um evrópska efnahagssvæðið og niðurstöðum EFTA dómstólsins og afnema þar með 30 daga frystiskyldu á innfluttu kjöti. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og einn þriggja oddvita ríkisstjórnarinnar vill engu að síður reyna enn og aftur að fá undanþágur frá samningnum sem ekki hefur tekist í áralöngum viðræðum við Evrópusambandið. En Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra boðar frumvarp þar sem innflutningsbanni verði aflétt. Willum Þórsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins og Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður flokksins vöruðu við frumvarpi landbúnaðarráðherra á Alþingi í dag. „Bann við innflutningi hrás kjöt og sóttvarnir eru liður í sóttvörnum landsins og snúast um sérstöðu landsins til framtíðar. Með samþykkt á þessu frumvarpi erum við sem sjálfstæð þjóð að gefast upp með því að leyfa frjálsan innflutning á hráu kjöti,“ sagði Signý Halla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði íslensk stjórnvöld hafa reynt allt hvað þau gætu í tæpan áratug til að sniðganga EES samninginn í þessum efnum. „Það eru ennþá ráðherrar í ríkisstjórn sem telja að það sé jafnvel hægt að handvelja hvaða dómum á að fylgja eftir og hverja á að sniðganga,“ sagði Þorgerður Katrín. „Þeir sem hafa verið að tala um óheftan innflutning á kjöti benda á að það geti skilað sér í lægra matvöruverði. Hagsmunir neytenda snúast ekki bara um hvað sé í matinn og hvað hann kostar heldur hvað er í matnum,“ sagði Halla Signý. Þorgerður Katrín sagði þetta vera hræðsluáróður. „Og ég óttast það líka að ríkisstjórnin láti ekki bara undan hræðsluáróðrinum heldur fari líka að finna upp á nýjum leiðum til að brjóta á EES samningnum. Við skulum hafa það hugfast að það eru gríðarlegir hagsmunir fólgnir í því að viðhalda EES samningnum,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Alþingi Landbúnaður Tengdar fréttir Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00 Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. 28. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Formaður Viðreisnar segir að rekinn sé hræðsluáróður varðandi innflutning á fersku kjöti í stað þess að fara eftir dómum og samningum um innflutninginn. Framsóknarmenn vilja leita leiða til að semja um undanþágur hjá Evrópusambandinu sem hingað til hafa ekki fengist. Hæstiréttur hefur dæmt að Íslendingar verði að heimila innflutning á fersku kjöti samkvæmt ákvæðum samningsins um evrópska efnahagssvæðið og niðurstöðum EFTA dómstólsins og afnema þar með 30 daga frystiskyldu á innfluttu kjöti. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og einn þriggja oddvita ríkisstjórnarinnar vill engu að síður reyna enn og aftur að fá undanþágur frá samningnum sem ekki hefur tekist í áralöngum viðræðum við Evrópusambandið. En Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra boðar frumvarp þar sem innflutningsbanni verði aflétt. Willum Þórsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins og Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður flokksins vöruðu við frumvarpi landbúnaðarráðherra á Alþingi í dag. „Bann við innflutningi hrás kjöt og sóttvarnir eru liður í sóttvörnum landsins og snúast um sérstöðu landsins til framtíðar. Með samþykkt á þessu frumvarpi erum við sem sjálfstæð þjóð að gefast upp með því að leyfa frjálsan innflutning á hráu kjöti,“ sagði Signý Halla. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði íslensk stjórnvöld hafa reynt allt hvað þau gætu í tæpan áratug til að sniðganga EES samninginn í þessum efnum. „Það eru ennþá ráðherrar í ríkisstjórn sem telja að það sé jafnvel hægt að handvelja hvaða dómum á að fylgja eftir og hverja á að sniðganga,“ sagði Þorgerður Katrín. „Þeir sem hafa verið að tala um óheftan innflutning á kjöti benda á að það geti skilað sér í lægra matvöruverði. Hagsmunir neytenda snúast ekki bara um hvað sé í matinn og hvað hann kostar heldur hvað er í matnum,“ sagði Halla Signý. Þorgerður Katrín sagði þetta vera hræðsluáróður. „Og ég óttast það líka að ríkisstjórnin láti ekki bara undan hræðsluáróðrinum heldur fari líka að finna upp á nýjum leiðum til að brjóta á EES samningnum. Við skulum hafa það hugfast að það eru gríðarlegir hagsmunir fólgnir í því að viðhalda EES samningnum,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Alþingi Landbúnaður Tengdar fréttir Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00 Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. 28. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00
Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00
Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. 28. febrúar 2019 07:30