Netanjahú ákærður fyrir spillingu Kjartan Kjartansson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 28. febrúar 2019 16:47 Netanjahú neitar allri sök. Vísir/AP Dómsmálaráðherra Ísraels ætlar að ákæra Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra landsins, fyrir spillingu. Netanjahú er sakaður um að hafa þegið gjafir frá auðkýfingum og boðið greiða í skiptum fyrir jákvæða fjölmiðlaumfjöllun. Ákæran kemur á versta tíma fyrir forsætisráðherrann en kosningar eru í Ísrael eftir rúman mánuð. Lögmönnum Netanjahú hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot í þremur málum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Netanjahú hefur vísað ásökununum á bug og segist fórnarlamb „nornaveiða“ vinstrimanna sem ætlað sér að steypa honum af stólki fyrir kosningarnar sem fara fram 9. apríl. Líkúd-flokkur hans segir rannsóknin á honum „pólitískar ofsóknir“. Ákærurnar sjálfar verða ekki lagðar fram formlega fyrr en við fyrirtöku fyrir dómi sem fer að líkindum ekki fram fyrir eftir kosningarnar. Þar fær Netanjahú tækifæri til þess að leggja fram ástæður fyrir því að hann ætti ekki að sæta ákæru. Hafni dómari málsvörn hans þar yrði Netanjahú fyrsti sitjandi forsætisráðherrann sem sætir ákæru í sögu Ísraels. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa staðið fast á því að Netanjahú verði ekki sætt í embætti verði hann ákærður.Reuters-fréttastofan segir að yfirlýsingar sé að vænta frá forsætisráðherranum klukkan 18:00 að íslenskum tíma. Ísrael Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Dómsmálaráðherra Ísraels ætlar að ákæra Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra landsins, fyrir spillingu. Netanjahú er sakaður um að hafa þegið gjafir frá auðkýfingum og boðið greiða í skiptum fyrir jákvæða fjölmiðlaumfjöllun. Ákæran kemur á versta tíma fyrir forsætisráðherrann en kosningar eru í Ísrael eftir rúman mánuð. Lögmönnum Netanjahú hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot í þremur málum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Netanjahú hefur vísað ásökununum á bug og segist fórnarlamb „nornaveiða“ vinstrimanna sem ætlað sér að steypa honum af stólki fyrir kosningarnar sem fara fram 9. apríl. Líkúd-flokkur hans segir rannsóknin á honum „pólitískar ofsóknir“. Ákærurnar sjálfar verða ekki lagðar fram formlega fyrr en við fyrirtöku fyrir dómi sem fer að líkindum ekki fram fyrir eftir kosningarnar. Þar fær Netanjahú tækifæri til þess að leggja fram ástæður fyrir því að hann ætti ekki að sæta ákæru. Hafni dómari málsvörn hans þar yrði Netanjahú fyrsti sitjandi forsætisráðherrann sem sætir ákæru í sögu Ísraels. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa staðið fast á því að Netanjahú verði ekki sætt í embætti verði hann ákærður.Reuters-fréttastofan segir að yfirlýsingar sé að vænta frá forsætisráðherranum klukkan 18:00 að íslenskum tíma.
Ísrael Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira