Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Kjartan Kjartansson skrifar 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri verður lokað á morgun að óbreyttu. Vísir/Tryggvi Heibrigðisráðuneytið segir ákvörðun SÁÁ um tímabundna lokun göngudeildar á Akureyri koma á óvart í ljósi þess að samningaviðræður standi nú yfir á milli Sjúkratrygginga Íslands og samtakanna um rekstur þjónustunnar. Greint var frá því í gær að SÁA ætlaði að loka göngudeild sinni á Akureyri tímabundið í óákveðinn tíma frá og með morgundeginum, 1. mars. Formaður stjórnar SÁÁ vísaði til þess að ekkert hefði bólað á 150 milljón króna tímabundnu framlagi ríkisins til göngudeildarþjónustu og að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) gerðu kröfu um að fjármagnið færi í aðra þjónustu en þá sem samtökin veita nú. Í tilkynningu á vefsíðu heilbrigðisráðuneytisins segir að fyrirhuguð lokun komi á óvart. Ríkinu sé skylt að gera samninga um þá heilbrigðisþjónustu sem ákveðið er að kaupa samkvæmt lögum um sjúkratryggingar. SÍ hafi annast gerð samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins. Stofnunin hafi átt í viðræðum við SÁÁ um gerð þjónustusamnings vegna göngudeildarþjónustu á Akureyri. Síðast hafi verið fundað um hann á mánudag. Þar hafi komið fram hjá fulltrúa SÁÁ að samtökin ættu erfitt með að manna þjónustuna. Fulltrúi SÍ hafi ekki skilið það sem svo að SÁÁ vildi slíta viðræðunum eða loka starfseminni. „Það er von ráðuneytisins að samningaviðræðum aðila verði haldið áfram og að ekki verði rof í þjónustunni á Akureyri meðan unnið er að gerð samnings um þjónustuna,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Heibrigðisráðuneytið segir ákvörðun SÁÁ um tímabundna lokun göngudeildar á Akureyri koma á óvart í ljósi þess að samningaviðræður standi nú yfir á milli Sjúkratrygginga Íslands og samtakanna um rekstur þjónustunnar. Greint var frá því í gær að SÁA ætlaði að loka göngudeild sinni á Akureyri tímabundið í óákveðinn tíma frá og með morgundeginum, 1. mars. Formaður stjórnar SÁÁ vísaði til þess að ekkert hefði bólað á 150 milljón króna tímabundnu framlagi ríkisins til göngudeildarþjónustu og að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) gerðu kröfu um að fjármagnið færi í aðra þjónustu en þá sem samtökin veita nú. Í tilkynningu á vefsíðu heilbrigðisráðuneytisins segir að fyrirhuguð lokun komi á óvart. Ríkinu sé skylt að gera samninga um þá heilbrigðisþjónustu sem ákveðið er að kaupa samkvæmt lögum um sjúkratryggingar. SÍ hafi annast gerð samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins. Stofnunin hafi átt í viðræðum við SÁÁ um gerð þjónustusamnings vegna göngudeildarþjónustu á Akureyri. Síðast hafi verið fundað um hann á mánudag. Þar hafi komið fram hjá fulltrúa SÁÁ að samtökin ættu erfitt með að manna þjónustuna. Fulltrúi SÍ hafi ekki skilið það sem svo að SÁÁ vildi slíta viðræðunum eða loka starfseminni. „Það er von ráðuneytisins að samningaviðræðum aðila verði haldið áfram og að ekki verði rof í þjónustunni á Akureyri meðan unnið er að gerð samnings um þjónustuna,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20