Fríaði Kim af ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns Kjartan Kjartansson skrifar 28. febrúar 2019 13:04 Fundi Trump og Kim var slitið fyrr en til stóð þar sem ekkert samkomulag náðist um afkjarnavopnun og afléttingu refsiaðgerða. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti kom Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, til varnar þegar fréttamenn reyndu að spyrja þann síðarnefnda út í dauða bandarísks námsmann sem var beittur ofbeldi í haldi Norður-Kóreumanna. Sagði Trump trúa því að Kim hafi ekki vitað af meðferðinni á námsmanninum. Otto Warmbier lést skömmu eftir að var fluttur til Bandaríkjanna frá Norður-Kóreu árið 2017. Hann var 22 ára gamall. Fjölskylda hans segir að hann hafi verið pyntaður á hrottalegan hátt þegar hann sat í norður-kóresku fangelsi. Hann var í dái þegar hann kom til Bandaríkjanna en hann hafði orðið fyrir alvarlegum heilaskaða í haldi Norður-Kóreumanna. „Ég trúi ekki að hann hefði leyft því að gerast. Það var bara ekki honum til hagsbóta að leyfa því að gerast,“ sagði Trump þegar fréttamenn beindu spurningu um dauða Warmbier að Kim á leiðtogafundi þeirra í Hanoi í Víetnam. Fullyrti Trump að Kim liði illa vegna dauða Warmbier sem var handtekinn og sakaður um að vera bandarískur njósnari þegar hann var í skipulagðri ferð í Norður-Kóreu í desember árið 2015, að sögn Washington Post. „Hann segir mér að hann hafi ekki vitað af því og ég tek orð hans trúanleg,“ sagði Trump og benti á að margt fólk væri í fangelsum í Norður-Kóreu og að þau væri harðneskjulegir staðir þar sem slæmir hlutir ættu sér stað. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur komið erlendum alræðisherrum til varnar opinberlega. Á fundi með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki í fyrra tók Trump neitanir Pútín um að hann hefði reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 trúanlegri en bandarískar leyniþjónustustofnanir. Á meðan bandaríska leyniþjónustan taldi svo að líkur væru á því að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hefði skipað fyrir um morðið á Jamal Khashoggi reyndi Trump ítrekað að gera lítið úr mögulegri ábyrgð ráðamanna í Ríad á dauða blaðamannsins. Í báðum þessum tilfellum vitnaði Trump til þess að erlendu leiðtogarnir hefðu neitað því að þeir bæru ábyrgð. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn? 20. júní 2017 15:15 Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18 Segja son sinn hafa spangólað og gefið frá sér ómanneskjuleg hljóð Foreldrar Otto Warmbier, Bandaríkjamanns sem handtekinn var í Norður-Kóreu í fyrra og lést fyrr á þessu ári, segja að norður-kóresk yfirvöld hafi pyntað son sinn. 27. september 2017 08:43 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kom Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, til varnar þegar fréttamenn reyndu að spyrja þann síðarnefnda út í dauða bandarísks námsmann sem var beittur ofbeldi í haldi Norður-Kóreumanna. Sagði Trump trúa því að Kim hafi ekki vitað af meðferðinni á námsmanninum. Otto Warmbier lést skömmu eftir að var fluttur til Bandaríkjanna frá Norður-Kóreu árið 2017. Hann var 22 ára gamall. Fjölskylda hans segir að hann hafi verið pyntaður á hrottalegan hátt þegar hann sat í norður-kóresku fangelsi. Hann var í dái þegar hann kom til Bandaríkjanna en hann hafði orðið fyrir alvarlegum heilaskaða í haldi Norður-Kóreumanna. „Ég trúi ekki að hann hefði leyft því að gerast. Það var bara ekki honum til hagsbóta að leyfa því að gerast,“ sagði Trump þegar fréttamenn beindu spurningu um dauða Warmbier að Kim á leiðtogafundi þeirra í Hanoi í Víetnam. Fullyrti Trump að Kim liði illa vegna dauða Warmbier sem var handtekinn og sakaður um að vera bandarískur njósnari þegar hann var í skipulagðri ferð í Norður-Kóreu í desember árið 2015, að sögn Washington Post. „Hann segir mér að hann hafi ekki vitað af því og ég tek orð hans trúanleg,“ sagði Trump og benti á að margt fólk væri í fangelsum í Norður-Kóreu og að þau væri harðneskjulegir staðir þar sem slæmir hlutir ættu sér stað. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur komið erlendum alræðisherrum til varnar opinberlega. Á fundi með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki í fyrra tók Trump neitanir Pútín um að hann hefði reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 trúanlegri en bandarískar leyniþjónustustofnanir. Á meðan bandaríska leyniþjónustan taldi svo að líkur væru á því að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hefði skipað fyrir um morðið á Jamal Khashoggi reyndi Trump ítrekað að gera lítið úr mögulegri ábyrgð ráðamanna í Ríad á dauða blaðamannsins. Í báðum þessum tilfellum vitnaði Trump til þess að erlendu leiðtogarnir hefðu neitað því að þeir bæru ábyrgð.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn? 20. júní 2017 15:15 Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18 Segja son sinn hafa spangólað og gefið frá sér ómanneskjuleg hljóð Foreldrar Otto Warmbier, Bandaríkjamanns sem handtekinn var í Norður-Kóreu í fyrra og lést fyrr á þessu ári, segja að norður-kóresk yfirvöld hafi pyntað son sinn. 27. september 2017 08:43 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Sjá meira
Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn? 20. júní 2017 15:15
Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18
Segja son sinn hafa spangólað og gefið frá sér ómanneskjuleg hljóð Foreldrar Otto Warmbier, Bandaríkjamanns sem handtekinn var í Norður-Kóreu í fyrra og lést fyrr á þessu ári, segja að norður-kóresk yfirvöld hafi pyntað son sinn. 27. september 2017 08:43
Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44