124 þúsund króna munur á árskostnaði fyrir dagvist og mat í grunnskólum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2019 11:13 Ekki er lagt mat á gæði matar eða vistunar í könnuninni. Vísir/Vilhelm Úttekt Verðlagseftirlits ASÍ á gjöldum fyrir skóladagvistun (frístund), síðdegishressingu og skólamáltíðir sýnir að mikill munur getur verið á þeim milli sveitarfélaga. Þannig er 13.744 kr. munur á mánuði á hæstu og lægstu heildargjöldum fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og hádegismat eða 123.696 kr. munur á ári sé miðað við níu mánaða skólaár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Hæst eru gjöldin á Seltjarnarnesi, 38.440 kr. fyrir mánuðinn, 56% hærri en í Fjarðarbyggð þar sem þau eru lægst, 24.696 kr. Mestar hækkanir á heildargjöldum fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og skólamáltíðir milli ára eru á Seltjarnarnesi, 7,3% og Vestmanneyjar koma þar á eftir með 6,7% hækkun. Mestu lækkanirnar eru hjá Fjarðarbyggð, 11,3% og þá lækkuðu heildargjöldin um 2,2% hjá Sveitarfélaginu Árborg. Gjöldin standa í stað í Hafnarfirði og Mosfellsbæ milli ára.Hæstu gjöldin á Seltjarnarnesi, lægstu í Fjarðarbyggð Hæstu gjöld fyrir skóladagvistun, hressingu og hádegismat eru sem fyrr segir á Seltjarnarnesi, 38.440 kr., næst hæst eru þau í Garðabæ, 38.094 kr. og þriðju hæst á Akureyri, 36.771 kr. Lægst eru gjöldin í Fjarðarbyggð, 24.696 kr., næst lægst í Reykjanesbæ 25.338 kr. og þriðju lægst í Vestmannaeyjum, 26.009 kr. Kostnaður við heildargjöld hækka hjá 11 sveitarfélögum af 15. Lægsta verðið á hádegismat hjá Fjarðarbyggð 73% munur er á milli hæsta og lægsta verðs fyrir hádegismat þar sem Fjarðarbyggð er lægst með, 6.300 kr. á mánuði en Ísafjarðarbær hæstur með, 10.899 kr. gjald. Munurinn á hæsta og lægsta verði á hádegismat er því 4.599 kr. á mánuði eða 41.391 kr. á ári (m.v. 9 mánuði). Mestu hækkanirnar á gjöldum fyrir skólamat milli ára eru í Vestmannaeyjum, 7,9%, og á Seltjarnarnesi, 7,4% en aðrar hækkanir voru á bilinu 2,8-3,6%. Fjarðarbyggð er eina sveitarfélagið sem lækkaði verð á skólamat og nam lækkunin 33%. Hæstu systkinaafslættirnir í Reykjavík Systkinaafslættir þar sem afsláttur er af gjöldum ef fleiri en eitt barn úr sömu fjölskyldu er í vistun geta haft mikil áhrif á heildarútgjöld fjölskyldna fyrir skóladagvistun og mat. Afslátturinn er misjafn eftir sveitarfélögum og eykst yfirleitt með fjölda barna. Hæstir eru systkinaafslættirnir í Reykjavík, 75% á annað barn og 100% ef þriðja barnið bætist við í vistun. Lægstir eru þeir hjá Reykjanesbæ þar sem 25% afsláttur er gefin af gjöldum fyrir bæði annað og þriðja barn í vistun. Þess skal getið að öll sveitarfélögin bjóða upp á afslátt af gjöldum milli skólastiga og fá foreldrar með börn á mismunandi skólastigum því afslátt af gjöldum. Lægri fjöld fyrir forgangshópa á fjórum stöðum Fjögur sveitarfélög bjóða upp á lægri gjöld fyrir forgangshópa en misjafnt er hvernig þeim er háttað. Þannig er 30% afsláttur af dvalargjaldi fyrir einstæða foreldra, öryrkja og námsmenn hjá Kópavogsbæ, í Garðabæ er 40% afsláttur fyrir einstæða foreldra og námsmenn, hjá Akraneskaupsstað er 35% afsláttur fyrir einstæða foreldra og á Seltjarnarnesi 40% afsláttur fyrir námsmenn og einstæða foreldra. Samanburðurinn var gerður á 15 stærstu sveitarfélögum landsins. Til að einfalda samanburð milli sveitarfélaga miðar verðlagseftirlit ASÍ við mánaðargjald, 21 dag og vistun í þrjá tíma á dag eða 63 tíma í mánuði ásamt hressingu (x21) og hádegismat (x21). Ávaxtastund og mjólkuráskrift sem oft eru í boði eru ekki með í verðsamanburðinum. Ekki er tekið tillit til seðilgjalda eða annarra innheimtugjalda sem leggjast oft ofan á gjöldin. Einungis er um verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði þjónustunnar. Neytendur Skóla - og menntamál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira
Úttekt Verðlagseftirlits ASÍ á gjöldum fyrir skóladagvistun (frístund), síðdegishressingu og skólamáltíðir sýnir að mikill munur getur verið á þeim milli sveitarfélaga. Þannig er 13.744 kr. munur á mánuði á hæstu og lægstu heildargjöldum fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og hádegismat eða 123.696 kr. munur á ári sé miðað við níu mánaða skólaár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Hæst eru gjöldin á Seltjarnarnesi, 38.440 kr. fyrir mánuðinn, 56% hærri en í Fjarðarbyggð þar sem þau eru lægst, 24.696 kr. Mestar hækkanir á heildargjöldum fyrir skóladagvistun, síðdegishressingu og skólamáltíðir milli ára eru á Seltjarnarnesi, 7,3% og Vestmanneyjar koma þar á eftir með 6,7% hækkun. Mestu lækkanirnar eru hjá Fjarðarbyggð, 11,3% og þá lækkuðu heildargjöldin um 2,2% hjá Sveitarfélaginu Árborg. Gjöldin standa í stað í Hafnarfirði og Mosfellsbæ milli ára.Hæstu gjöldin á Seltjarnarnesi, lægstu í Fjarðarbyggð Hæstu gjöld fyrir skóladagvistun, hressingu og hádegismat eru sem fyrr segir á Seltjarnarnesi, 38.440 kr., næst hæst eru þau í Garðabæ, 38.094 kr. og þriðju hæst á Akureyri, 36.771 kr. Lægst eru gjöldin í Fjarðarbyggð, 24.696 kr., næst lægst í Reykjanesbæ 25.338 kr. og þriðju lægst í Vestmannaeyjum, 26.009 kr. Kostnaður við heildargjöld hækka hjá 11 sveitarfélögum af 15. Lægsta verðið á hádegismat hjá Fjarðarbyggð 73% munur er á milli hæsta og lægsta verðs fyrir hádegismat þar sem Fjarðarbyggð er lægst með, 6.300 kr. á mánuði en Ísafjarðarbær hæstur með, 10.899 kr. gjald. Munurinn á hæsta og lægsta verði á hádegismat er því 4.599 kr. á mánuði eða 41.391 kr. á ári (m.v. 9 mánuði). Mestu hækkanirnar á gjöldum fyrir skólamat milli ára eru í Vestmannaeyjum, 7,9%, og á Seltjarnarnesi, 7,4% en aðrar hækkanir voru á bilinu 2,8-3,6%. Fjarðarbyggð er eina sveitarfélagið sem lækkaði verð á skólamat og nam lækkunin 33%. Hæstu systkinaafslættirnir í Reykjavík Systkinaafslættir þar sem afsláttur er af gjöldum ef fleiri en eitt barn úr sömu fjölskyldu er í vistun geta haft mikil áhrif á heildarútgjöld fjölskyldna fyrir skóladagvistun og mat. Afslátturinn er misjafn eftir sveitarfélögum og eykst yfirleitt með fjölda barna. Hæstir eru systkinaafslættirnir í Reykjavík, 75% á annað barn og 100% ef þriðja barnið bætist við í vistun. Lægstir eru þeir hjá Reykjanesbæ þar sem 25% afsláttur er gefin af gjöldum fyrir bæði annað og þriðja barn í vistun. Þess skal getið að öll sveitarfélögin bjóða upp á afslátt af gjöldum milli skólastiga og fá foreldrar með börn á mismunandi skólastigum því afslátt af gjöldum. Lægri fjöld fyrir forgangshópa á fjórum stöðum Fjögur sveitarfélög bjóða upp á lægri gjöld fyrir forgangshópa en misjafnt er hvernig þeim er háttað. Þannig er 30% afsláttur af dvalargjaldi fyrir einstæða foreldra, öryrkja og námsmenn hjá Kópavogsbæ, í Garðabæ er 40% afsláttur fyrir einstæða foreldra og námsmenn, hjá Akraneskaupsstað er 35% afsláttur fyrir einstæða foreldra og á Seltjarnarnesi 40% afsláttur fyrir námsmenn og einstæða foreldra. Samanburðurinn var gerður á 15 stærstu sveitarfélögum landsins. Til að einfalda samanburð milli sveitarfélaga miðar verðlagseftirlit ASÍ við mánaðargjald, 21 dag og vistun í þrjá tíma á dag eða 63 tíma í mánuði ásamt hressingu (x21) og hádegismat (x21). Ávaxtastund og mjólkuráskrift sem oft eru í boði eru ekki með í verðsamanburðinum. Ekki er tekið tillit til seðilgjalda eða annarra innheimtugjalda sem leggjast oft ofan á gjöldin. Einungis er um verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði þjónustunnar.
Neytendur Skóla - og menntamál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira