Gat ekki gengið að kröfum Kim Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 07:35 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, töluðu við blaðamenn í Hanoi eftir að fundi þeirra og sendinefndar Norður-Kóreu var slitið. Getty/bloomberg Forseti og utanríkisráðherra Bandaríkjanna voru sammála um að fundur þeirra með sendinefnd Norður-Kóreu í Hanoi hafi verið góður. Samband ríkjanna sé ennþá gott, þrátt fyrir að fundi þeirra hafi verið slitið fyrr en gert hafði verið ráðið fyrir. Leiðtogarnir hafi ákveðið í sameiningu að ganga frá samningaborðinu án þess að undirrita nýtt samkomulag. Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi sínum eftir að fundi hans og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, var slitið á sjöunda tímanum að síðustu 36 klukkustundir hafi verið árangursríkar. Engu að síður hafi hann og Kim verið sammála um að „það væri ekki gott að undirrita eitthvað“ á þessum tímapunkti. Hann lýsti norður-kóreska starfsbróður sínum sem áhugaverðum einstaklingi og að samband þeirra væri ennþá sterkt. Hann hafi þannig fulla trú á að Norður-Kórea muni einn daginn verða öflugt efnahagsveldi. Hins vegar „þurfi stundum að ganga burt“, eins og Trump orðaði það. Forsetinn útskýrði að málefnalegur ágreiningur þeirra Kim hafi einfaldlega verið óyfirstíganlegur á þessari stundu. Norður-Kóreumenn hafi viljað losna undan öllum viðskiptaþvingunum, gegn því að þeir losuðu sig við þorra kjarnavopna sinna - en þó ekki öll.Trump and Pompeo being quite specific. Says Kim was ready to give up the whole Yongbyon nuclear complex in return for complete lifting of sanctions but not other parts of the nuclear programme, including covert elements, including at least one uranium enrichment plant. — Julian Borger (@julianborger) February 28, 2019 Trump sagði að bandaríska sendinefndin hafi ekki getað sætt sig við þessi skilyrði og öllum hafi því verið ljóst að engin sameiginleg niðurstaða væri í augsýn. Því hafi viðræðunum verið slitið og að viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Norður-Kóreu séu enn í gildi. „Mig dauðlangar að afnema viðskiptaþvinganirnar, ég vil sjá Norður-Kóreu eflast enda á ríkið framtíðina fyrir sér. Það var hins vegar ekki hægt í dag,“ sagði Trump. Hann tjáði blaðamönnum jafnframt að Kim hafi lofað sér að Norður-Kórea myndi ekki hefja aftur prófanir á langdrægum eldflaugum. Leiðtogarnir hafi þó ekki skipulagt aðrar viðræður. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tók undir með forsetanum og sagði fundinn hafa verið góðan þrátt fyrir að ekkert samkomulag hafi náðst. Hann sé auk þess bjartsýnn og að sendinefndir ríkjanna tveggja muni funda aftur á næstu vikum. „Ég vildi óska þess að við hefðum komist lengra en ég er engu að síður vongóður,“ sagði Pompeo. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Forseti og utanríkisráðherra Bandaríkjanna voru sammála um að fundur þeirra með sendinefnd Norður-Kóreu í Hanoi hafi verið góður. Samband ríkjanna sé ennþá gott, þrátt fyrir að fundi þeirra hafi verið slitið fyrr en gert hafði verið ráðið fyrir. Leiðtogarnir hafi ákveðið í sameiningu að ganga frá samningaborðinu án þess að undirrita nýtt samkomulag. Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi sínum eftir að fundi hans og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, var slitið á sjöunda tímanum að síðustu 36 klukkustundir hafi verið árangursríkar. Engu að síður hafi hann og Kim verið sammála um að „það væri ekki gott að undirrita eitthvað“ á þessum tímapunkti. Hann lýsti norður-kóreska starfsbróður sínum sem áhugaverðum einstaklingi og að samband þeirra væri ennþá sterkt. Hann hafi þannig fulla trú á að Norður-Kórea muni einn daginn verða öflugt efnahagsveldi. Hins vegar „þurfi stundum að ganga burt“, eins og Trump orðaði það. Forsetinn útskýrði að málefnalegur ágreiningur þeirra Kim hafi einfaldlega verið óyfirstíganlegur á þessari stundu. Norður-Kóreumenn hafi viljað losna undan öllum viðskiptaþvingunum, gegn því að þeir losuðu sig við þorra kjarnavopna sinna - en þó ekki öll.Trump and Pompeo being quite specific. Says Kim was ready to give up the whole Yongbyon nuclear complex in return for complete lifting of sanctions but not other parts of the nuclear programme, including covert elements, including at least one uranium enrichment plant. — Julian Borger (@julianborger) February 28, 2019 Trump sagði að bandaríska sendinefndin hafi ekki getað sætt sig við þessi skilyrði og öllum hafi því verið ljóst að engin sameiginleg niðurstaða væri í augsýn. Því hafi viðræðunum verið slitið og að viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Norður-Kóreu séu enn í gildi. „Mig dauðlangar að afnema viðskiptaþvinganirnar, ég vil sjá Norður-Kóreu eflast enda á ríkið framtíðina fyrir sér. Það var hins vegar ekki hægt í dag,“ sagði Trump. Hann tjáði blaðamönnum jafnframt að Kim hafi lofað sér að Norður-Kórea myndi ekki hefja aftur prófanir á langdrægum eldflaugum. Leiðtogarnir hafi þó ekki skipulagt aðrar viðræður. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tók undir með forsetanum og sagði fundinn hafa verið góðan þrátt fyrir að ekkert samkomulag hafi náðst. Hann sé auk þess bjartsýnn og að sendinefndir ríkjanna tveggja muni funda aftur á næstu vikum. „Ég vildi óska þess að við hefðum komist lengra en ég er engu að síður vongóður,“ sagði Pompeo.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52