Vöknum Högni Egilsson skrifar 28. febrúar 2019 07:00 Í fyrradag lýsti Lewis Hamilton, meistari í formúluakstri 1, yfir hneykslun sinni á hvalveiðum Íslendinga á Instagram og gefur upp margar greinargóðar ástæður. Nú þegar hefur yfir milljón sinnum verið horft á þetta myndband og þúsundir hafa gert athugsemdir. Þessi þróun á ekki eftir að hætta. Alþjóðleg jarð umönnunarvakning er að eiga sér stað í heiminum og ef við sendum ekki sterk skilaboð strax um að afturkalla framlengd lög um hvalveiðar þá er okkar stærsti iðnaður í mikilli hættu. Þá getum við auk þess átt von á að útf lutningur á fiski (og öðrum vörum) verði lítill sem enginn. Þetta er grundvallarspursmál. Okkar góða orðspor er nýtt og brothætt og getur því horfið jafnskjótt og það varð til. Við höfum engar tölur eða kannanir sem gera grein fyrir því að þetta hafi aftrað ferðamönnum frá því að koma til íslands. Aftur á móti höfum við skýr merki og teikn á lofti um það að hvalveiðar skaði ímynd Íslands á alþjóðavettvangi. Það þarf ekki nema að gúgla: iceland cnn, eða hvaða stóra alþjóðlega fjölmiðil sem er, til að sjá greinar og myndir um hrottalega grimmd við hvaladráp sem fara eins og eldur í sinu á netinu. Þeir sem skrifa greinargerð eða skýrslu sem segir eitthvað annað eru ekki starfi sínu vaxnir og ættu að víkja umsvifalaust. Það að háskólasamfélagið gefi þetta út er hreinasta hneisa. Hér eru nokkrir punktar: 1. Tap hefur verið á hvalveiðum, bæði á hrefnu og langreyði, alla öldina. Þær eru því ekki efnahagslega sjálf bærar og í raun tilgangslausar. 2. Nýjar rannsóknir á hvölum sýna að þeir gegna margvíslegu líffræðilegu hlutverki og næra heilu vistkerfin í sjónum. Engin dýr á jörðinni binda koltvísýring jafn mikið og hvalir. 3. Innan við 3% af fæðu langreyða er fiskur. Hafró hefur gefið það út að núverandi hvalveiðar hafi engin áhrif til eða frá á fiskistofna. Hugmyndir um að hvalveiðar séu til að skapa manngert jafnvægi standast alls ekki. 4. Stærstur hluti heimsins er á móti þessum veiðum og allar helstu viðskiptaþjóðir Íslands. 5. Einn maður í heiminum hefur leyfi til að veiða langreyðar. Kristján Loftsson hefur í krafti eigna sinna, umsvifa og fjármagns tangarhald á íslenskum stjórnmálamönnum og vefur þeim um fingur sér. Hvalveiðar Íslendinga, sem eru hvalveiðar eins manns, grundvallast því á spillingu og ótta við sjónarmið útlendinga. 6. Hvalveiðar eru mesti „brand killer“ sem Íslendingar hafa komið fram með á þessari öld. Hér er augljóslega um að ræða brýnt samfélagslegt vandamál sem við höfum ekki þorað að horfast í augu við. Það er að auki morgunljóst að þetta er vitnisburður um spillingu af versta tagi, viðskiptajöfur og stór hagsmunaöf l eru að kaupa sér aðgerðir stjórnvalda til að maka krókinn. Uppskrift að ólígarkasamfélagi að hætti Ameríkana sem við eigum auðvelt með að hneykslast á en er að verða til beint fyrir framan nefið á okkur. Við getum gert betur. Svo miklu betur. Það krefst styrks að standa hvert með öðru og þetta er einfalt mál sem varðar okkur öll. Mannúð og meðvitund fyrir jörðinni, en líka veraldlegur auður sem við þurfum fyrir framtíð okkar. Afnám hvalveiða er litla þúfan sem veltir þunga hlassinu. Fórnum ekki hagsmunum Íslendinga fyrir hagsmuni örfárra. Krafturinn býr í fólkinu. Vöknum.„.. ástin grærrís roðieða er það kannski salturmorgunblærblámi syngur með rámri röddog minnir okkur áað við erum illa stöddkannski af því að í okkurbúa vondar kenndirsvartar taktfastarhugansmyndir..“högni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í fyrradag lýsti Lewis Hamilton, meistari í formúluakstri 1, yfir hneykslun sinni á hvalveiðum Íslendinga á Instagram og gefur upp margar greinargóðar ástæður. Nú þegar hefur yfir milljón sinnum verið horft á þetta myndband og þúsundir hafa gert athugsemdir. Þessi þróun á ekki eftir að hætta. Alþjóðleg jarð umönnunarvakning er að eiga sér stað í heiminum og ef við sendum ekki sterk skilaboð strax um að afturkalla framlengd lög um hvalveiðar þá er okkar stærsti iðnaður í mikilli hættu. Þá getum við auk þess átt von á að útf lutningur á fiski (og öðrum vörum) verði lítill sem enginn. Þetta er grundvallarspursmál. Okkar góða orðspor er nýtt og brothætt og getur því horfið jafnskjótt og það varð til. Við höfum engar tölur eða kannanir sem gera grein fyrir því að þetta hafi aftrað ferðamönnum frá því að koma til íslands. Aftur á móti höfum við skýr merki og teikn á lofti um það að hvalveiðar skaði ímynd Íslands á alþjóðavettvangi. Það þarf ekki nema að gúgla: iceland cnn, eða hvaða stóra alþjóðlega fjölmiðil sem er, til að sjá greinar og myndir um hrottalega grimmd við hvaladráp sem fara eins og eldur í sinu á netinu. Þeir sem skrifa greinargerð eða skýrslu sem segir eitthvað annað eru ekki starfi sínu vaxnir og ættu að víkja umsvifalaust. Það að háskólasamfélagið gefi þetta út er hreinasta hneisa. Hér eru nokkrir punktar: 1. Tap hefur verið á hvalveiðum, bæði á hrefnu og langreyði, alla öldina. Þær eru því ekki efnahagslega sjálf bærar og í raun tilgangslausar. 2. Nýjar rannsóknir á hvölum sýna að þeir gegna margvíslegu líffræðilegu hlutverki og næra heilu vistkerfin í sjónum. Engin dýr á jörðinni binda koltvísýring jafn mikið og hvalir. 3. Innan við 3% af fæðu langreyða er fiskur. Hafró hefur gefið það út að núverandi hvalveiðar hafi engin áhrif til eða frá á fiskistofna. Hugmyndir um að hvalveiðar séu til að skapa manngert jafnvægi standast alls ekki. 4. Stærstur hluti heimsins er á móti þessum veiðum og allar helstu viðskiptaþjóðir Íslands. 5. Einn maður í heiminum hefur leyfi til að veiða langreyðar. Kristján Loftsson hefur í krafti eigna sinna, umsvifa og fjármagns tangarhald á íslenskum stjórnmálamönnum og vefur þeim um fingur sér. Hvalveiðar Íslendinga, sem eru hvalveiðar eins manns, grundvallast því á spillingu og ótta við sjónarmið útlendinga. 6. Hvalveiðar eru mesti „brand killer“ sem Íslendingar hafa komið fram með á þessari öld. Hér er augljóslega um að ræða brýnt samfélagslegt vandamál sem við höfum ekki þorað að horfast í augu við. Það er að auki morgunljóst að þetta er vitnisburður um spillingu af versta tagi, viðskiptajöfur og stór hagsmunaöf l eru að kaupa sér aðgerðir stjórnvalda til að maka krókinn. Uppskrift að ólígarkasamfélagi að hætti Ameríkana sem við eigum auðvelt með að hneykslast á en er að verða til beint fyrir framan nefið á okkur. Við getum gert betur. Svo miklu betur. Það krefst styrks að standa hvert með öðru og þetta er einfalt mál sem varðar okkur öll. Mannúð og meðvitund fyrir jörðinni, en líka veraldlegur auður sem við þurfum fyrir framtíð okkar. Afnám hvalveiða er litla þúfan sem veltir þunga hlassinu. Fórnum ekki hagsmunum Íslendinga fyrir hagsmuni örfárra. Krafturinn býr í fólkinu. Vöknum.„.. ástin grærrís roðieða er það kannski salturmorgunblærblámi syngur með rámri röddog minnir okkur áað við erum illa stöddkannski af því að í okkurbúa vondar kenndirsvartar taktfastarhugansmyndir..“högni
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun