Pólun samfélagsins Helgi Héðinsson skrifar 28. febrúar 2019 07:00 Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016 fór að bera aftur á fyrirbæri sem kallað hefur verið pólun samfélagsins (e. social polarization). Pólun má í grunninn skýra sem einhvers konar þörf til að skilja að svart og hvítt, hægri og vinstri pólitík, rétt og rangt, satt eða logið. Stærsti vandinn við þetta er að flest okkar hafa hugmyndir sem falla einhvers staðar pólanna á milli. Í ljósi átakanna sem nú ríkja á vinnumarkaði og þeirrar pólunar sem hún lýsir er fróðlegt að staldra við og velta fyrir sér hvað það er sem veldur. Tilhneiging til pólunar getur átt sér fjölmargar rætur. Misskipting, óréttlæti, óstöðugleiki eða annað sem kallar fram sterkar tilfinningar. Bál pólunar er knúið áfram af ýmsu, en tvennt kemur fyrst upp í hugann. Fyrir það fyrsta er eftirspurn fjölmiðla eftir frétta- og umfjöllunarefni yfirleitt þannig háttað að sóst er eftir þeim sjónarmiðum sem vekja mest viðbrögð og leiða af sér áhorf, deilingar á samfélagsmiðlum og harkaleg skoðanaskipti. Í öðru lagi virðist þörf einstaklinga til tjáningar aukast eftir því sem menn færast nær sínum pól og finna sig knúna til að sannfæra aðra um sinn eina sannleik. Í báðum tilfellum hafa þessar aðgerðir áhrif á skynjun okkur á samfélaginu og þeim aðstæðum sem við búum við. Alvarlegasta afleiðingin er að öll umræða umverpist um pólana og verður allt annað en málefnaleg. Byggð upp á tilfinningum og skoðunum umfram staðreyndir.Ábyrgð Við berum ábyrgð, enda er það fólk sem rekur fjölmiðla og það er fólk sem tekur ákvörðun um að beita sér á samfélagsmiðlum. Það er ekki hagur nokkurs manns að hér verði okkur skipt í tvö lið sem aldrei leita málamiðlana. Tvö lið sem bæði eru ófær um að hafa staðreyndir og sannleika að leiðarljósi. Þróun sem lítið hefur fram að færa annað en átök, deilur, vondar tilfinningar og óstöðugleika samfélagsins. Berum ábyrgð.Höfundur er oddviti Skútustaðahrepps Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016 fór að bera aftur á fyrirbæri sem kallað hefur verið pólun samfélagsins (e. social polarization). Pólun má í grunninn skýra sem einhvers konar þörf til að skilja að svart og hvítt, hægri og vinstri pólitík, rétt og rangt, satt eða logið. Stærsti vandinn við þetta er að flest okkar hafa hugmyndir sem falla einhvers staðar pólanna á milli. Í ljósi átakanna sem nú ríkja á vinnumarkaði og þeirrar pólunar sem hún lýsir er fróðlegt að staldra við og velta fyrir sér hvað það er sem veldur. Tilhneiging til pólunar getur átt sér fjölmargar rætur. Misskipting, óréttlæti, óstöðugleiki eða annað sem kallar fram sterkar tilfinningar. Bál pólunar er knúið áfram af ýmsu, en tvennt kemur fyrst upp í hugann. Fyrir það fyrsta er eftirspurn fjölmiðla eftir frétta- og umfjöllunarefni yfirleitt þannig háttað að sóst er eftir þeim sjónarmiðum sem vekja mest viðbrögð og leiða af sér áhorf, deilingar á samfélagsmiðlum og harkaleg skoðanaskipti. Í öðru lagi virðist þörf einstaklinga til tjáningar aukast eftir því sem menn færast nær sínum pól og finna sig knúna til að sannfæra aðra um sinn eina sannleik. Í báðum tilfellum hafa þessar aðgerðir áhrif á skynjun okkur á samfélaginu og þeim aðstæðum sem við búum við. Alvarlegasta afleiðingin er að öll umræða umverpist um pólana og verður allt annað en málefnaleg. Byggð upp á tilfinningum og skoðunum umfram staðreyndir.Ábyrgð Við berum ábyrgð, enda er það fólk sem rekur fjölmiðla og það er fólk sem tekur ákvörðun um að beita sér á samfélagsmiðlum. Það er ekki hagur nokkurs manns að hér verði okkur skipt í tvö lið sem aldrei leita málamiðlana. Tvö lið sem bæði eru ófær um að hafa staðreyndir og sannleika að leiðarljósi. Þróun sem lítið hefur fram að færa annað en átök, deilur, vondar tilfinningar og óstöðugleika samfélagsins. Berum ábyrgð.Höfundur er oddviti Skútustaðahrepps
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun