Pólun samfélagsins Helgi Héðinsson skrifar 28. febrúar 2019 07:00 Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016 fór að bera aftur á fyrirbæri sem kallað hefur verið pólun samfélagsins (e. social polarization). Pólun má í grunninn skýra sem einhvers konar þörf til að skilja að svart og hvítt, hægri og vinstri pólitík, rétt og rangt, satt eða logið. Stærsti vandinn við þetta er að flest okkar hafa hugmyndir sem falla einhvers staðar pólanna á milli. Í ljósi átakanna sem nú ríkja á vinnumarkaði og þeirrar pólunar sem hún lýsir er fróðlegt að staldra við og velta fyrir sér hvað það er sem veldur. Tilhneiging til pólunar getur átt sér fjölmargar rætur. Misskipting, óréttlæti, óstöðugleiki eða annað sem kallar fram sterkar tilfinningar. Bál pólunar er knúið áfram af ýmsu, en tvennt kemur fyrst upp í hugann. Fyrir það fyrsta er eftirspurn fjölmiðla eftir frétta- og umfjöllunarefni yfirleitt þannig háttað að sóst er eftir þeim sjónarmiðum sem vekja mest viðbrögð og leiða af sér áhorf, deilingar á samfélagsmiðlum og harkaleg skoðanaskipti. Í öðru lagi virðist þörf einstaklinga til tjáningar aukast eftir því sem menn færast nær sínum pól og finna sig knúna til að sannfæra aðra um sinn eina sannleik. Í báðum tilfellum hafa þessar aðgerðir áhrif á skynjun okkur á samfélaginu og þeim aðstæðum sem við búum við. Alvarlegasta afleiðingin er að öll umræða umverpist um pólana og verður allt annað en málefnaleg. Byggð upp á tilfinningum og skoðunum umfram staðreyndir.Ábyrgð Við berum ábyrgð, enda er það fólk sem rekur fjölmiðla og það er fólk sem tekur ákvörðun um að beita sér á samfélagsmiðlum. Það er ekki hagur nokkurs manns að hér verði okkur skipt í tvö lið sem aldrei leita málamiðlana. Tvö lið sem bæði eru ófær um að hafa staðreyndir og sannleika að leiðarljósi. Þróun sem lítið hefur fram að færa annað en átök, deilur, vondar tilfinningar og óstöðugleika samfélagsins. Berum ábyrgð.Höfundur er oddviti Skútustaðahrepps Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016 fór að bera aftur á fyrirbæri sem kallað hefur verið pólun samfélagsins (e. social polarization). Pólun má í grunninn skýra sem einhvers konar þörf til að skilja að svart og hvítt, hægri og vinstri pólitík, rétt og rangt, satt eða logið. Stærsti vandinn við þetta er að flest okkar hafa hugmyndir sem falla einhvers staðar pólanna á milli. Í ljósi átakanna sem nú ríkja á vinnumarkaði og þeirrar pólunar sem hún lýsir er fróðlegt að staldra við og velta fyrir sér hvað það er sem veldur. Tilhneiging til pólunar getur átt sér fjölmargar rætur. Misskipting, óréttlæti, óstöðugleiki eða annað sem kallar fram sterkar tilfinningar. Bál pólunar er knúið áfram af ýmsu, en tvennt kemur fyrst upp í hugann. Fyrir það fyrsta er eftirspurn fjölmiðla eftir frétta- og umfjöllunarefni yfirleitt þannig háttað að sóst er eftir þeim sjónarmiðum sem vekja mest viðbrögð og leiða af sér áhorf, deilingar á samfélagsmiðlum og harkaleg skoðanaskipti. Í öðru lagi virðist þörf einstaklinga til tjáningar aukast eftir því sem menn færast nær sínum pól og finna sig knúna til að sannfæra aðra um sinn eina sannleik. Í báðum tilfellum hafa þessar aðgerðir áhrif á skynjun okkur á samfélaginu og þeim aðstæðum sem við búum við. Alvarlegasta afleiðingin er að öll umræða umverpist um pólana og verður allt annað en málefnaleg. Byggð upp á tilfinningum og skoðunum umfram staðreyndir.Ábyrgð Við berum ábyrgð, enda er það fólk sem rekur fjölmiðla og það er fólk sem tekur ákvörðun um að beita sér á samfélagsmiðlum. Það er ekki hagur nokkurs manns að hér verði okkur skipt í tvö lið sem aldrei leita málamiðlana. Tvö lið sem bæði eru ófær um að hafa staðreyndir og sannleika að leiðarljósi. Þróun sem lítið hefur fram að færa annað en átök, deilur, vondar tilfinningar og óstöðugleika samfélagsins. Berum ábyrgð.Höfundur er oddviti Skútustaðahrepps
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun