Pólun samfélagsins Helgi Héðinsson skrifar 28. febrúar 2019 07:00 Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016 fór að bera aftur á fyrirbæri sem kallað hefur verið pólun samfélagsins (e. social polarization). Pólun má í grunninn skýra sem einhvers konar þörf til að skilja að svart og hvítt, hægri og vinstri pólitík, rétt og rangt, satt eða logið. Stærsti vandinn við þetta er að flest okkar hafa hugmyndir sem falla einhvers staðar pólanna á milli. Í ljósi átakanna sem nú ríkja á vinnumarkaði og þeirrar pólunar sem hún lýsir er fróðlegt að staldra við og velta fyrir sér hvað það er sem veldur. Tilhneiging til pólunar getur átt sér fjölmargar rætur. Misskipting, óréttlæti, óstöðugleiki eða annað sem kallar fram sterkar tilfinningar. Bál pólunar er knúið áfram af ýmsu, en tvennt kemur fyrst upp í hugann. Fyrir það fyrsta er eftirspurn fjölmiðla eftir frétta- og umfjöllunarefni yfirleitt þannig háttað að sóst er eftir þeim sjónarmiðum sem vekja mest viðbrögð og leiða af sér áhorf, deilingar á samfélagsmiðlum og harkaleg skoðanaskipti. Í öðru lagi virðist þörf einstaklinga til tjáningar aukast eftir því sem menn færast nær sínum pól og finna sig knúna til að sannfæra aðra um sinn eina sannleik. Í báðum tilfellum hafa þessar aðgerðir áhrif á skynjun okkur á samfélaginu og þeim aðstæðum sem við búum við. Alvarlegasta afleiðingin er að öll umræða umverpist um pólana og verður allt annað en málefnaleg. Byggð upp á tilfinningum og skoðunum umfram staðreyndir.Ábyrgð Við berum ábyrgð, enda er það fólk sem rekur fjölmiðla og það er fólk sem tekur ákvörðun um að beita sér á samfélagsmiðlum. Það er ekki hagur nokkurs manns að hér verði okkur skipt í tvö lið sem aldrei leita málamiðlana. Tvö lið sem bæði eru ófær um að hafa staðreyndir og sannleika að leiðarljósi. Þróun sem lítið hefur fram að færa annað en átök, deilur, vondar tilfinningar og óstöðugleika samfélagsins. Berum ábyrgð.Höfundur er oddviti Skútustaðahrepps Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Skoðun Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016 fór að bera aftur á fyrirbæri sem kallað hefur verið pólun samfélagsins (e. social polarization). Pólun má í grunninn skýra sem einhvers konar þörf til að skilja að svart og hvítt, hægri og vinstri pólitík, rétt og rangt, satt eða logið. Stærsti vandinn við þetta er að flest okkar hafa hugmyndir sem falla einhvers staðar pólanna á milli. Í ljósi átakanna sem nú ríkja á vinnumarkaði og þeirrar pólunar sem hún lýsir er fróðlegt að staldra við og velta fyrir sér hvað það er sem veldur. Tilhneiging til pólunar getur átt sér fjölmargar rætur. Misskipting, óréttlæti, óstöðugleiki eða annað sem kallar fram sterkar tilfinningar. Bál pólunar er knúið áfram af ýmsu, en tvennt kemur fyrst upp í hugann. Fyrir það fyrsta er eftirspurn fjölmiðla eftir frétta- og umfjöllunarefni yfirleitt þannig háttað að sóst er eftir þeim sjónarmiðum sem vekja mest viðbrögð og leiða af sér áhorf, deilingar á samfélagsmiðlum og harkaleg skoðanaskipti. Í öðru lagi virðist þörf einstaklinga til tjáningar aukast eftir því sem menn færast nær sínum pól og finna sig knúna til að sannfæra aðra um sinn eina sannleik. Í báðum tilfellum hafa þessar aðgerðir áhrif á skynjun okkur á samfélaginu og þeim aðstæðum sem við búum við. Alvarlegasta afleiðingin er að öll umræða umverpist um pólana og verður allt annað en málefnaleg. Byggð upp á tilfinningum og skoðunum umfram staðreyndir.Ábyrgð Við berum ábyrgð, enda er það fólk sem rekur fjölmiðla og það er fólk sem tekur ákvörðun um að beita sér á samfélagsmiðlum. Það er ekki hagur nokkurs manns að hér verði okkur skipt í tvö lið sem aldrei leita málamiðlana. Tvö lið sem bæði eru ófær um að hafa staðreyndir og sannleika að leiðarljósi. Þróun sem lítið hefur fram að færa annað en átök, deilur, vondar tilfinningar og óstöðugleika samfélagsins. Berum ábyrgð.Höfundur er oddviti Skútustaðahrepps
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar