Setja léttkolsýrðan kollagendrykk á markað Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 27. febrúar 2019 09:00 Frá vinstri: Erla Anna Ágústsdóttir, Telma Björg Kristinsdóttir, Kristín Ýr Pétursdóttir og Hrönn Margrét Magnúsdóttir Nýr íslenskur og sykurlaus drykkur með viðbættu kollageni verður fáanlegur í verslunum á næstu dögum. Drykkurinn Collab var hannaður af Feel Iceland og Ölgerðinni, en Feel Iceland vinnu kollagen úr íslensku fiskroði. Hrönn Margrét Magnúsdóttir, annar stofnandi Feel Iceland, segir að hugmyndavinnan hafi hafist fyrir tveimur árum. „Hugmyndin á bak við drykkinn er góð hráefni og við viljum alls ekki fara í felur með það. Dósirnar voru því hannaðar þannig að innihaldslýsingin er framan á þeim með vörumerkinu. Þú sérð greinilega hvað þú ert að drekka,“ segir Hrönn í samtali við Markaðinn. Feel Iceland hefur þróað og markaðssett fæðubótarefni og húðvörur sem eru unnar úr aukaafurðum íslensks sjávarfangs. Markmiðið er að nýta auðlindir úr hafinu sem hafa ekki verið nýttar áður og jafnvel hent, til þess að láta fólki líða betur á náttúrulegan hátt og án þess að skaða umhverfið.Nýi drykkurinn. Nú bætist drykkur við vörulínuna en til að byrja með verða framleiddar tvær bragðtegundir; annars vegar ferskju- og mangóbragð og hins vegar límónu- og ylliblómabragð. „Það sem er líka skemmtilegt við þennan drykk er að það voru aðallega konur sem komu að hönnun, hugmyndavinnu og þess háttar,“ segir Hrönn. Hún segir að Collab sameini íslenskt hugvit og íslenskt hráefni. Enginn annar drykkur í heiminum sem inniheldur koffín og íslenskt kollagen sem er unnið úr fiskroði. „Feel Iceland kollagenið er eitt hreinasta prótein sem þú getur fengið, engin viðbætt aukaefni og unnið úr íslensku sjávarfangi. Kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans þannig að það er mjög mikilvægt fyrir okkur að fá það í nægilegu magni. Eftir 25 ára aldur byrjar að hægja á framleiðslu líkamans á kollageni og því er mikilvægt að bæta það upp með einhverjum hætti.“ Spurð hvort Feel Iceland hafi í hyggju að sækja á erlenda markaði með Collab svarar Hrönn að fyrirtækið hafi nú þegar fengið fyrirspurnir að utan. Fyrst um sinn verði þó einblínt á sölu drykkjarins hér heima. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Æskubrunnurinn kollagen KYNNING: Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti, hefur góða reynslu af Feel Iceland-vörunum. 1. september 2015 13:30 Hólmfríður ráðin framkvæmdastjóri Ankra - Feel Iceland Hólmfríður Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ankra - Feel Iceland. 27. júní 2017 10:27 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Nýr íslenskur og sykurlaus drykkur með viðbættu kollageni verður fáanlegur í verslunum á næstu dögum. Drykkurinn Collab var hannaður af Feel Iceland og Ölgerðinni, en Feel Iceland vinnu kollagen úr íslensku fiskroði. Hrönn Margrét Magnúsdóttir, annar stofnandi Feel Iceland, segir að hugmyndavinnan hafi hafist fyrir tveimur árum. „Hugmyndin á bak við drykkinn er góð hráefni og við viljum alls ekki fara í felur með það. Dósirnar voru því hannaðar þannig að innihaldslýsingin er framan á þeim með vörumerkinu. Þú sérð greinilega hvað þú ert að drekka,“ segir Hrönn í samtali við Markaðinn. Feel Iceland hefur þróað og markaðssett fæðubótarefni og húðvörur sem eru unnar úr aukaafurðum íslensks sjávarfangs. Markmiðið er að nýta auðlindir úr hafinu sem hafa ekki verið nýttar áður og jafnvel hent, til þess að láta fólki líða betur á náttúrulegan hátt og án þess að skaða umhverfið.Nýi drykkurinn. Nú bætist drykkur við vörulínuna en til að byrja með verða framleiddar tvær bragðtegundir; annars vegar ferskju- og mangóbragð og hins vegar límónu- og ylliblómabragð. „Það sem er líka skemmtilegt við þennan drykk er að það voru aðallega konur sem komu að hönnun, hugmyndavinnu og þess háttar,“ segir Hrönn. Hún segir að Collab sameini íslenskt hugvit og íslenskt hráefni. Enginn annar drykkur í heiminum sem inniheldur koffín og íslenskt kollagen sem er unnið úr fiskroði. „Feel Iceland kollagenið er eitt hreinasta prótein sem þú getur fengið, engin viðbætt aukaefni og unnið úr íslensku sjávarfangi. Kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans þannig að það er mjög mikilvægt fyrir okkur að fá það í nægilegu magni. Eftir 25 ára aldur byrjar að hægja á framleiðslu líkamans á kollageni og því er mikilvægt að bæta það upp með einhverjum hætti.“ Spurð hvort Feel Iceland hafi í hyggju að sækja á erlenda markaði með Collab svarar Hrönn að fyrirtækið hafi nú þegar fengið fyrirspurnir að utan. Fyrst um sinn verði þó einblínt á sölu drykkjarins hér heima.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Æskubrunnurinn kollagen KYNNING: Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti, hefur góða reynslu af Feel Iceland-vörunum. 1. september 2015 13:30 Hólmfríður ráðin framkvæmdastjóri Ankra - Feel Iceland Hólmfríður Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ankra - Feel Iceland. 27. júní 2017 10:27 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Æskubrunnurinn kollagen KYNNING: Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti, hefur góða reynslu af Feel Iceland-vörunum. 1. september 2015 13:30
Hólmfríður ráðin framkvæmdastjóri Ankra - Feel Iceland Hólmfríður Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ankra - Feel Iceland. 27. júní 2017 10:27