Framlegð Skeljungs batnaði verulega í fyrra Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. febrúar 2019 09:30 Síðasta ár var besta rekstrarár í sögu Skeljungs. Fréttablaðið/GVA Skeljungur tapaði einni milljón króna á fjórða fjórðungi síðasta árs borið saman við 29 milljóna króna tap á sama fjórðungi árið 2017, eftir því sem fram kemur í fjórðungsuppgjöri olíufélagsins sem birt var síðdegis í gær. Framlegð Skeljungs nam 1.844 milljónum króna á síðustu þremur mánuðum síðasta árs og batnaði um liðlega 14 prósent frá sama tímabili árið áður þegar hún var 1.613 milljónir króna. EBITDA – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var jákvæð um 360 milljónir á fjórða fjórðungi síðasta árs en til samanburðar var hún jákvæð um 260 milljónir króna á fjórða fjórðungi ársins 2017. Í tilkynningu frá félaginu er bent á að síðasta ár hafi verið besta rekstrarár þess frá upphafi. Afkoman byggist fyrst og fremst á sterkum kjarnarekstri, bæði á Íslandi og í Færeyjum. „Staða Skeljungs er sterk og við sjáum fram á áframhaldandi heilbrigðan rekstur næstu árin,“ er haft eftir Hendrik Egholm, forstjóra Skeljungs. „Ef horft er til lengri framtíðar er ljóst að markaðurinn mun breytast og við ætlum að nýta vel þau tækifæri sem skapast með því. Við ætlum ekki að verða áhorfendur að þeim breytingum, heldur virkir þátttakendur svo hagsmunir hluthafa verði tryggðir til langrar framtíðar,“ segir forstjórinn. Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hlutabréf Skeljungs rjúka upp eftir jákvæða afkomuviðvörun Hlutabréf í Skeljungi hafa hækkað um 8,75 prósent í 488 milljón króna viðskiptum það sem af er degi. 21. ágúst 2018 11:31 Kostnaðarsöm starfslok stjórnenda Skeljungs Breytingar á skipulagi og framkvæmdastjórn Skeljungs á síðasta ári, sem fólu meðal annars í sér að skipta um forstjóra og fækka framkvæmdastjórum um tvo, kostuðu fyrirtækið á annað hundrað milljónir samkvæmt nýbirtum ársreikningi olíufélagsins. 23. febrúar 2018 06:00 Skeljungur veðjar á vinsældir vetnisins Þriðja vetnisstöð Orkunnar verður opnuð við Miklubraut um áramótin. Aðeins fimmtán vetnisbílar eru á Íslandi en bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á auknar vinsældir orkugjafans í baráttunni við að leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi. 12. september 2018 07:00 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Skeljungur tapaði einni milljón króna á fjórða fjórðungi síðasta árs borið saman við 29 milljóna króna tap á sama fjórðungi árið 2017, eftir því sem fram kemur í fjórðungsuppgjöri olíufélagsins sem birt var síðdegis í gær. Framlegð Skeljungs nam 1.844 milljónum króna á síðustu þremur mánuðum síðasta árs og batnaði um liðlega 14 prósent frá sama tímabili árið áður þegar hún var 1.613 milljónir króna. EBITDA – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var jákvæð um 360 milljónir á fjórða fjórðungi síðasta árs en til samanburðar var hún jákvæð um 260 milljónir króna á fjórða fjórðungi ársins 2017. Í tilkynningu frá félaginu er bent á að síðasta ár hafi verið besta rekstrarár þess frá upphafi. Afkoman byggist fyrst og fremst á sterkum kjarnarekstri, bæði á Íslandi og í Færeyjum. „Staða Skeljungs er sterk og við sjáum fram á áframhaldandi heilbrigðan rekstur næstu árin,“ er haft eftir Hendrik Egholm, forstjóra Skeljungs. „Ef horft er til lengri framtíðar er ljóst að markaðurinn mun breytast og við ætlum að nýta vel þau tækifæri sem skapast með því. Við ætlum ekki að verða áhorfendur að þeim breytingum, heldur virkir þátttakendur svo hagsmunir hluthafa verði tryggðir til langrar framtíðar,“ segir forstjórinn.
Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hlutabréf Skeljungs rjúka upp eftir jákvæða afkomuviðvörun Hlutabréf í Skeljungi hafa hækkað um 8,75 prósent í 488 milljón króna viðskiptum það sem af er degi. 21. ágúst 2018 11:31 Kostnaðarsöm starfslok stjórnenda Skeljungs Breytingar á skipulagi og framkvæmdastjórn Skeljungs á síðasta ári, sem fólu meðal annars í sér að skipta um forstjóra og fækka framkvæmdastjórum um tvo, kostuðu fyrirtækið á annað hundrað milljónir samkvæmt nýbirtum ársreikningi olíufélagsins. 23. febrúar 2018 06:00 Skeljungur veðjar á vinsældir vetnisins Þriðja vetnisstöð Orkunnar verður opnuð við Miklubraut um áramótin. Aðeins fimmtán vetnisbílar eru á Íslandi en bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á auknar vinsældir orkugjafans í baráttunni við að leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi. 12. september 2018 07:00 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hlutabréf Skeljungs rjúka upp eftir jákvæða afkomuviðvörun Hlutabréf í Skeljungi hafa hækkað um 8,75 prósent í 488 milljón króna viðskiptum það sem af er degi. 21. ágúst 2018 11:31
Kostnaðarsöm starfslok stjórnenda Skeljungs Breytingar á skipulagi og framkvæmdastjórn Skeljungs á síðasta ári, sem fólu meðal annars í sér að skipta um forstjóra og fækka framkvæmdastjórum um tvo, kostuðu fyrirtækið á annað hundrað milljónir samkvæmt nýbirtum ársreikningi olíufélagsins. 23. febrúar 2018 06:00
Skeljungur veðjar á vinsældir vetnisins Þriðja vetnisstöð Orkunnar verður opnuð við Miklubraut um áramótin. Aðeins fimmtán vetnisbílar eru á Íslandi en bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á auknar vinsældir orkugjafans í baráttunni við að leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi. 12. september 2018 07:00