Dýrkeypt fórn Gunnlaugur Stefánsson skrifar 27. febrúar 2019 07:45 Með því að leyfa opið sjókvíaeldi með norskum laxi er verið að fórna villtum íslenskum laxastofnum. Það er dýrkeypt fórn. Reynslan af eldinu í nágrannalöndunum staðfestir það. Það er líka pólitísk ákvörðun og tekin á upplýstum grundvelli. Getgátur eldismanna um að laxeldi með norskum stofnum í opnum sjókvíum fari vel með verndum villtra laxastofna eru ekki aðeins léttvægar, heldur beinlínis rangar. En áhættan er mikil fyrir lífskjör fólksins í brotthættum byggðum sem byggir framtíð sína á opnu sjókvíaeldi. Svo er táknrænt fyrir norsku eldisfyrirtækin, að höfuðstöðvar þeirra á Íslandi eru ekki á eldissvæðunum, heldur á höfuðborgarsvæðinu. Samherji réðst í uppbyggingu í laxeldi á tíunda áratug síðustu aldar í Norðfirði og Mjóafirði, byggði m.a. fullkomið laxasláturhús í Neskaupstað og stór orð féllu um nýsköpun í atvinnulífinu og Grandi lét til sín taka í eldinu í Berufirði. Bæði þessi íslensku fyrirtæki gáfust upp. Í eldi Samherja var það marglyttan sem gerði útslagið. Hvað verður um byggðirnar og fólkið, sem treystir á norska laxeldið, þegar uppgjöfin blasir við og norsku auðrisarnir hverfa af braut ævintýra sinna á Íslandi? Eitt hafísár gæti valdið því, myndarleg hvalaganga sem engum netkvíum eirir eða samstaða neytenda í heiminum um að sniðganga afurðir úr svona eldi. Eftir stendur þá fólkið í byggðunum með enn eitt hrunið í fanginu og villtir laxastofnar í sárum. Opið sjókvíaeldi á Íslandi er þyrnum stráð. Norska bylgjan í eldinu hefur ekki farið varhluta af því. Fiskur sleppur og veldur erfðablöndun í íslenskum stofnum, mengun skaðar lífríkið, sjúkdómar og lúsin herja, ytri aðstæður með köldum sjó og vályndum veðrum ógna. En skammtímagróðinn er freistandi. Stofnkostnaður er lítill og einfalt að hætta og fara. Norsku auðrisarnir eru á flótta frá heimkynnum sínum vegna slæmrar reynslu þar fyrir umhverfið og leita logandi ljósi að nýjum svæðum með netin sín. Á Íslandi er þeim tekið opnum örmum, boðið upp á ókeypis eldissvæði, sem þarf að borga marga milljarða fyrir í Noregi, gatslitin eftirlitskerfi og stjórnmálamenn sem láta sig umhverfið litlu skipta. Þar gildir að lafir á meðan ég lifi. Við höfum einstakt tækifæri til að setja okkur metnaðarfull markmið í fiskeldi. Allt eldi upp á land eða í lokuð kerfi. Unnið er markvisst samkvæmt því víða í nágrannalöndum okkar í ljósi hrikalegrar reynslu af opna sjókvíaeldinu. Norsku auðrisarnir segja að það sé ekki nógu gróðavænlegt og hóta þá að hætta eldinu í brothættum byggðum á Íslandi. Samt á sér stað lokað fiskeldi hér á landi og myndarlega að verki staðið. Það er hagkvæmara en sjókvíaeldið þegar til lengri tíma er litið og alltaf umhverfis- og búsetuvænna. En norsku auðrisarnir horfa í skammtímagróða og ganga eins langt og þeir geta. Hvaða tryggingar hefur fólkið í eldisbyggðunum þegar allt fer á versta veg? Tímabært er að spyrja um það í ljósi reynslunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Með því að leyfa opið sjókvíaeldi með norskum laxi er verið að fórna villtum íslenskum laxastofnum. Það er dýrkeypt fórn. Reynslan af eldinu í nágrannalöndunum staðfestir það. Það er líka pólitísk ákvörðun og tekin á upplýstum grundvelli. Getgátur eldismanna um að laxeldi með norskum stofnum í opnum sjókvíum fari vel með verndum villtra laxastofna eru ekki aðeins léttvægar, heldur beinlínis rangar. En áhættan er mikil fyrir lífskjör fólksins í brotthættum byggðum sem byggir framtíð sína á opnu sjókvíaeldi. Svo er táknrænt fyrir norsku eldisfyrirtækin, að höfuðstöðvar þeirra á Íslandi eru ekki á eldissvæðunum, heldur á höfuðborgarsvæðinu. Samherji réðst í uppbyggingu í laxeldi á tíunda áratug síðustu aldar í Norðfirði og Mjóafirði, byggði m.a. fullkomið laxasláturhús í Neskaupstað og stór orð féllu um nýsköpun í atvinnulífinu og Grandi lét til sín taka í eldinu í Berufirði. Bæði þessi íslensku fyrirtæki gáfust upp. Í eldi Samherja var það marglyttan sem gerði útslagið. Hvað verður um byggðirnar og fólkið, sem treystir á norska laxeldið, þegar uppgjöfin blasir við og norsku auðrisarnir hverfa af braut ævintýra sinna á Íslandi? Eitt hafísár gæti valdið því, myndarleg hvalaganga sem engum netkvíum eirir eða samstaða neytenda í heiminum um að sniðganga afurðir úr svona eldi. Eftir stendur þá fólkið í byggðunum með enn eitt hrunið í fanginu og villtir laxastofnar í sárum. Opið sjókvíaeldi á Íslandi er þyrnum stráð. Norska bylgjan í eldinu hefur ekki farið varhluta af því. Fiskur sleppur og veldur erfðablöndun í íslenskum stofnum, mengun skaðar lífríkið, sjúkdómar og lúsin herja, ytri aðstæður með köldum sjó og vályndum veðrum ógna. En skammtímagróðinn er freistandi. Stofnkostnaður er lítill og einfalt að hætta og fara. Norsku auðrisarnir eru á flótta frá heimkynnum sínum vegna slæmrar reynslu þar fyrir umhverfið og leita logandi ljósi að nýjum svæðum með netin sín. Á Íslandi er þeim tekið opnum örmum, boðið upp á ókeypis eldissvæði, sem þarf að borga marga milljarða fyrir í Noregi, gatslitin eftirlitskerfi og stjórnmálamenn sem láta sig umhverfið litlu skipta. Þar gildir að lafir á meðan ég lifi. Við höfum einstakt tækifæri til að setja okkur metnaðarfull markmið í fiskeldi. Allt eldi upp á land eða í lokuð kerfi. Unnið er markvisst samkvæmt því víða í nágrannalöndum okkar í ljósi hrikalegrar reynslu af opna sjókvíaeldinu. Norsku auðrisarnir segja að það sé ekki nógu gróðavænlegt og hóta þá að hætta eldinu í brothættum byggðum á Íslandi. Samt á sér stað lokað fiskeldi hér á landi og myndarlega að verki staðið. Það er hagkvæmara en sjókvíaeldið þegar til lengri tíma er litið og alltaf umhverfis- og búsetuvænna. En norsku auðrisarnir horfa í skammtímagróða og ganga eins langt og þeir geta. Hvaða tryggingar hefur fólkið í eldisbyggðunum þegar allt fer á versta veg? Tímabært er að spyrja um það í ljósi reynslunnar.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar