Leikvangur á Spáni skírður eftir nýjum liðsfélaga Gunnhildar Yrsu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2019 18:30 Vero Boquete með fyrirliðaband spænska landsliðsins á síðasta HM. Getty/Minas Panagiotakis Sumir knattspyrnumenn hafa í gegnum tíðina fengið leikvang eða stúkur skírðar eftir sér hjá „sínu“ félagi en aðeins löngu eftir að ferli þeirra lýkur. Spænska knattspyrnukonan Vero Boquete hefur allt aðra sögu að segja. Vero Boquete er 31 árs gömul og enn að spila atvinnumannabolta. Hún gekk nýverið til liðs við Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og félaga í bandaríska félaginu Utah Royals. Vero Boquete er að flestra mati fremsta knattspyrnukonan Spánar frá upphafi en engin hefur skorað fleiri mörk fyrir landslið Spánar.Vero Boquete: the Spaniard so good she has a stadium named after her. By @SuzyWrackhttps://t.co/UFcJbw33qs — Guardian sport (@guardian_sport) February 26, 2019Í nóvember síðastliðnum þá var Vero Boquete sýndur mikill heiður í heimabæ sínum Santiago de Compostela á norðvestur Spáni. Santiago de Compostela er höfuðstaður Galisíu á Norðvestur-Spáni. Vero Boquete hefur unnið Meistaradeildina og titla í þremur löndum á viðburðarríkum ferli sínum þar sem hún hefur spilað út um allan heim. Áður en hún samdi við Utah Royals þá spilaði hún í Kína. Vero Boquete fæddist aftur á móti í Santiago de Compostela 9. apríl 1987. Leikvangurinn í bænum hét áður Estadio Multiusos de San Lázaro en í nóvember fékk hann nafnið Estadio Vero Boquete de San Lázaro. „Það er svo erfitt að segja hvernig mér líður því þetta er sögulegur og táknrænn leikvangur,“ sagði Vero Boquete í viðtali við Guardian en hún fór næstum því á hverri helgi á völlinn þegar hún var yngri. „Borgin mín gat ekki sýnt mér meiri ást en með þessu. Þetta er mitt fólk og nágrannar mínir. Þetta snýst samt ekki bara um mitt nafn heldur um að það er konunafn á fótboltaleikvangi. Þetta er frábært,“ sagði Vero Boquete. Fótbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira
Sumir knattspyrnumenn hafa í gegnum tíðina fengið leikvang eða stúkur skírðar eftir sér hjá „sínu“ félagi en aðeins löngu eftir að ferli þeirra lýkur. Spænska knattspyrnukonan Vero Boquete hefur allt aðra sögu að segja. Vero Boquete er 31 árs gömul og enn að spila atvinnumannabolta. Hún gekk nýverið til liðs við Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og félaga í bandaríska félaginu Utah Royals. Vero Boquete er að flestra mati fremsta knattspyrnukonan Spánar frá upphafi en engin hefur skorað fleiri mörk fyrir landslið Spánar.Vero Boquete: the Spaniard so good she has a stadium named after her. By @SuzyWrackhttps://t.co/UFcJbw33qs — Guardian sport (@guardian_sport) February 26, 2019Í nóvember síðastliðnum þá var Vero Boquete sýndur mikill heiður í heimabæ sínum Santiago de Compostela á norðvestur Spáni. Santiago de Compostela er höfuðstaður Galisíu á Norðvestur-Spáni. Vero Boquete hefur unnið Meistaradeildina og titla í þremur löndum á viðburðarríkum ferli sínum þar sem hún hefur spilað út um allan heim. Áður en hún samdi við Utah Royals þá spilaði hún í Kína. Vero Boquete fæddist aftur á móti í Santiago de Compostela 9. apríl 1987. Leikvangurinn í bænum hét áður Estadio Multiusos de San Lázaro en í nóvember fékk hann nafnið Estadio Vero Boquete de San Lázaro. „Það er svo erfitt að segja hvernig mér líður því þetta er sögulegur og táknrænn leikvangur,“ sagði Vero Boquete í viðtali við Guardian en hún fór næstum því á hverri helgi á völlinn þegar hún var yngri. „Borgin mín gat ekki sýnt mér meiri ást en með þessu. Þetta er mitt fólk og nágrannar mínir. Þetta snýst samt ekki bara um mitt nafn heldur um að það er konunafn á fótboltaleikvangi. Þetta er frábært,“ sagði Vero Boquete.
Fótbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Sjá meira