Innlent

Um 100 manns leita að fimmtugum manni við Ölfusá

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá aðgerðum við Ölfusá í dag.
Frá aðgerðum við Ölfusá í dag. vísir/jói k.
Leitarsvæðið í og við Ölfusá verður allt leitað tvisvar í dag. Karlmaðurinn sem talið er að hafi ekið bíl sínum út í ána um klukkan 22 í gærkvöldi er fæddur árið 1968 að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Maðurinn er búsettur á Selfossi.

Alls voru um 60 björgunarsveitarmenn við leit í morgun á og við ána og er gert fyrir að um 100 manns leiti eftir hádegi og fram í myrkur.

Veður fer nú batnandi á leitarsvæðinu en í morgun var hvasst og mikil rigning. Þá eru íshröngl í ánni sem er einnig gruggug auk þess sem vatnið er að aukast í henni sem þarf að hafa í huga við siglingar og leit.

Finnist maðurinn ekki við leitina í dag verður leit haldið áfram á morgun.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá aðgerðum í morgun.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×