Innlent

Erfiðar að­stæður til leitar við Ölfus­á vegna veðurs

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá leit í og við ána í gærkvöldi.
Frá leit í og við ána í gærkvöldi. vísir/mhh
Björgunarsveitir og lögregla hafa hafið leit á ný við Ölfusá eftir að dregið var úr henni í nótt. Leitin hófst um klukkan tíu í gærkvöldi þar sem tilkynning barst um að bíll hefði farið í ána. Talið er að einn hafi verið um borð í bílnum og telur lögreglan sig vita hver það er.

Veðurspáin fyrir daginn er afar slæm og er gul viðvörun í gildi á Suðurlandi þar sem spáð er suðvestan  stormi eða roki með hviðum upp í allt að 40 metra á sekúndu.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að slæmt veður muni hafa áhrif á leit í og við ána í dag þar sem leitaraðstæður séu mjög erfiðar í svona veðri.

Þannig er til dæmis ekkert flugveður og mun þyrla Landhelgisgæslunnar því ekki nýtast til leitar, að minnsta kosti á meðan veðrið gengur yfir, en hún var kölluð út í gærkvöldi.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá vettvangi í gærkvöldi.






Tengdar fréttir

Dregið úr leit í Ölfusá í nótt

Tæplega 100 björgunarsveitarmenn hafa leitað í kvöld en auk þeirra áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og frá sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ásamt lögreglumönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×