Vegan góðgæti á fermingarborðið Benedikt Bóas skrifar 26. febrúar 2019 17:00 Avókadó hrákaka. Þau Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir og Aron Gauti Sigurðarson bera grænkeralífsstílnum fagurt vitni. Á vef þeirra, grænkerar.is, má finna ýmislegt vegan góðgæti. Meðal annars það sem gæti átt heima á veisluborði fermingarbarnsins. Karamelluostakaka Botn 1 dl pekanhnetur 2 dl möndlur 6 ferskar döðlur, muna að taka steinana úr 2 tsk. kókosolía, bragð- og lyktarlaus Salt Setjið hneturnar í matvinnsluvél og blandið þar til þær eru nokkuð fínmalaðar. Bætið döðlum, kókosolíu og salti út í og blandið þar til deigið festist saman. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi. Þrýstið deiginu vel niður í formið svo það þeki allan botninn. Geymið botninn í kæli meðan fyllingin er útbúin.Fylling3 dl kasjúhnetur8 ferskar döðlur, muna að taka steinana úr½ dl hlynsíróp, má vera minna ef vill1 dl kókosolía1 dl rjómaostur, t.d. Oatly-smurosturinn2 dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn1 tsk. vanilludropar1 tsk. sítrónusafiSalt3 dl vatn1 tsk. agar-agar-duft Kælið kókosmjólkina en þá skilur hún sig og þykki hlutinn situr efst en þunnur vökvi neðst. Setjið vatn og agar-agar-duft í pott og hitið að suðu. Setjið hin hráefnin í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Þetta getur tekið nokkrar mínútur. Hellið næst agar-agar-blöndunni út í og blandið áfram í smástund. Hellið fyllingunni yfir botninn og geymið í kæli meðan karamellukremið er útbúið.Karamellukrem½ dl hlynsíróp ½ dl kókossykur eða hrásykur ½ dl kókosolía 1½ dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn 1 tsk. vanilludropar salt Setjið öll hráefnin í pott og sjóðið í um 10-15 mín. þar til karamellan hefur dökknað og þykknað. Gott er að setja örlítið af karamellunni í glas og inn í frysti til að athuga hversu stíf hún er orðin. Smyrjið karamellukreminu yfir fyllinguna og skreytið að vild, ég notaði saxaðar pekanhnetur.. Jarðarberjaostakaka. Jarðarberjaostakaka 1 dl pekanhnetur 2 dl möndlur 8 medjool-döðlur, steinarnir teknir úr 1 tsk. kókosolía, bragð- og lyktarlaus 1 tsk. vanilludropar Salt Setjið möndlur og pekanhnetur í matvinnsluvél og malið í um 20 sek. Bætið hinum hráefnunum út í og látið matvinnsluvélina ganga þar til deigið festist saman. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi og smyrjið hliðarnar með olíu. Þrýstið deiginu vel niður í formið svo það þeki allan botninn. Geymið botninn í kæli meðan fyllingin er útbúin.Fylling3 dl kasjúhnetur, ásamt u.þ.b. einum dl vatni 2 dl kókosolía, bragð- og lyktarlaus, bráðin 4 dl fersk jarðarber 1 dl vegan rjómaostur, t.d. frá Oatly ¾-1 dl hlynsíróp 1 msk. vanilludropar ¾ dl sítrónusafi Börkur af hálfri sítrónu Salt Setjið kasjúhnetur, vatn og bráðna kókosolíu í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Bætið afganginum af hráefnunum út í og blandið vel. Hellið fyllingunni yfir botninn. Ég ákvað að skera jarðarber í helminga og raða þeim með fram kantinum á forminu áður en ég hellti fyllingunni yfir. Geymið kökuna í frysti þar til hún stífnar eða í kæli yfir nótt. Eftir að kakan er stífnuð má taka hana úr forminu og skreyta að vild, t.d. með ferskum berjum. Mexíkóskar vefjur. Mexíkóskar vefjur 1 dós vegan rjómaostur, t.d. Oatly 1 dós vegan sýrður rjómi, t.d. Oatly 8 cm púrrulaukur 2-3 litríkar paprikur 2 avókadó 1 dós svartbaunir, skola vel 2 dl gular baunir, skola vel 1 tsk. sítrónusafi 1 lúka ferskt kóríander Salt og pipar Mexíkósk kryddblanda, eftir smekk 6 tortillavefjur Skerið púrrulauk, paprikur og avókadó smátt niður. Skolið svartbaunirnar og gulu baunirnar í sigti. Blandið öllum hráefnunum saman í stóra skál og smakkið til með kryddum. Smyrjið blöndunni á tortillakökurnar og rúllið upp í vefjur. Setjið vefjurnar í lokað fat og geymið í ísskáp yfir nótt. Skerið þær síðan niður í um 2 cm þykkar sneiðar daginn eftir og raðið á stóran disk. Sniðugt getur verið að stilla þeim upp á rönd og stinga tannstöngli í. Avókadó hrákaka Avókadó hrákaka 1½ dl möndlur 3 dl ristaðar kókosflögur 8-10 medjool-döðlur, steinarnir teknir úr 1-2 tsk. kókosolía, bragð- og lyktarlaus Salt Setjið möndlur og ristaðar kókosflögur í matvinnsluvél og malið í um 20 sek. Bætið hinum hráefnunum út í og látið matvinnsluvélina ganga þar til deigið festist saman. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi og smyrjið hliðarnar með olíu. Geymið botninn í kæli meðan fyllingin er útbúin.Fylling5-6 avókadó, fallega græn og fersk 6 límónur (lime), safinn kreistur úr þeim 2 dl kókosolía, bragð- og lyktarlaus ¾-1 dl hlynsíróp 1 tsk. vanilla, eða vanilludropar Salt Börkur af einni límónu Setjið öll hráefnin í blandara eða matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Gott er að geyma hluta af hlynsírópinu og límónusafanum og hella varlega út í blandarann þar til sætt og súrt hefur náð jafnvægi. Hellið fyllingunni yfir botninn. Geymið kökuna í frysti þar til hún stífnar eða í kæli yfir nótt. Eftir að kakan er stífnuð má taka hana úr forminu og skreyta að vild, t.d. með límónuberki eða kókosflögum Birtist í Fréttablaðinu Kökur og tertur Ostakökur Súkkulaðikaka Uppskriftir Vefjur Vegan Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Þau Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir og Aron Gauti Sigurðarson bera grænkeralífsstílnum fagurt vitni. Á vef þeirra, grænkerar.is, má finna ýmislegt vegan góðgæti. Meðal annars það sem gæti átt heima á veisluborði fermingarbarnsins. Karamelluostakaka Botn 1 dl pekanhnetur 2 dl möndlur 6 ferskar döðlur, muna að taka steinana úr 2 tsk. kókosolía, bragð- og lyktarlaus Salt Setjið hneturnar í matvinnsluvél og blandið þar til þær eru nokkuð fínmalaðar. Bætið döðlum, kókosolíu og salti út í og blandið þar til deigið festist saman. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi. Þrýstið deiginu vel niður í formið svo það þeki allan botninn. Geymið botninn í kæli meðan fyllingin er útbúin.Fylling3 dl kasjúhnetur8 ferskar döðlur, muna að taka steinana úr½ dl hlynsíróp, má vera minna ef vill1 dl kókosolía1 dl rjómaostur, t.d. Oatly-smurosturinn2 dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn1 tsk. vanilludropar1 tsk. sítrónusafiSalt3 dl vatn1 tsk. agar-agar-duft Kælið kókosmjólkina en þá skilur hún sig og þykki hlutinn situr efst en þunnur vökvi neðst. Setjið vatn og agar-agar-duft í pott og hitið að suðu. Setjið hin hráefnin í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Þetta getur tekið nokkrar mínútur. Hellið næst agar-agar-blöndunni út í og blandið áfram í smástund. Hellið fyllingunni yfir botninn og geymið í kæli meðan karamellukremið er útbúið.Karamellukrem½ dl hlynsíróp ½ dl kókossykur eða hrásykur ½ dl kókosolía 1½ dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn 1 tsk. vanilludropar salt Setjið öll hráefnin í pott og sjóðið í um 10-15 mín. þar til karamellan hefur dökknað og þykknað. Gott er að setja örlítið af karamellunni í glas og inn í frysti til að athuga hversu stíf hún er orðin. Smyrjið karamellukreminu yfir fyllinguna og skreytið að vild, ég notaði saxaðar pekanhnetur.. Jarðarberjaostakaka. Jarðarberjaostakaka 1 dl pekanhnetur 2 dl möndlur 8 medjool-döðlur, steinarnir teknir úr 1 tsk. kókosolía, bragð- og lyktarlaus 1 tsk. vanilludropar Salt Setjið möndlur og pekanhnetur í matvinnsluvél og malið í um 20 sek. Bætið hinum hráefnunum út í og látið matvinnsluvélina ganga þar til deigið festist saman. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi og smyrjið hliðarnar með olíu. Þrýstið deiginu vel niður í formið svo það þeki allan botninn. Geymið botninn í kæli meðan fyllingin er útbúin.Fylling3 dl kasjúhnetur, ásamt u.þ.b. einum dl vatni 2 dl kókosolía, bragð- og lyktarlaus, bráðin 4 dl fersk jarðarber 1 dl vegan rjómaostur, t.d. frá Oatly ¾-1 dl hlynsíróp 1 msk. vanilludropar ¾ dl sítrónusafi Börkur af hálfri sítrónu Salt Setjið kasjúhnetur, vatn og bráðna kókosolíu í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Bætið afganginum af hráefnunum út í og blandið vel. Hellið fyllingunni yfir botninn. Ég ákvað að skera jarðarber í helminga og raða þeim með fram kantinum á forminu áður en ég hellti fyllingunni yfir. Geymið kökuna í frysti þar til hún stífnar eða í kæli yfir nótt. Eftir að kakan er stífnuð má taka hana úr forminu og skreyta að vild, t.d. með ferskum berjum. Mexíkóskar vefjur. Mexíkóskar vefjur 1 dós vegan rjómaostur, t.d. Oatly 1 dós vegan sýrður rjómi, t.d. Oatly 8 cm púrrulaukur 2-3 litríkar paprikur 2 avókadó 1 dós svartbaunir, skola vel 2 dl gular baunir, skola vel 1 tsk. sítrónusafi 1 lúka ferskt kóríander Salt og pipar Mexíkósk kryddblanda, eftir smekk 6 tortillavefjur Skerið púrrulauk, paprikur og avókadó smátt niður. Skolið svartbaunirnar og gulu baunirnar í sigti. Blandið öllum hráefnunum saman í stóra skál og smakkið til með kryddum. Smyrjið blöndunni á tortillakökurnar og rúllið upp í vefjur. Setjið vefjurnar í lokað fat og geymið í ísskáp yfir nótt. Skerið þær síðan niður í um 2 cm þykkar sneiðar daginn eftir og raðið á stóran disk. Sniðugt getur verið að stilla þeim upp á rönd og stinga tannstöngli í. Avókadó hrákaka Avókadó hrákaka 1½ dl möndlur 3 dl ristaðar kókosflögur 8-10 medjool-döðlur, steinarnir teknir úr 1-2 tsk. kókosolía, bragð- og lyktarlaus Salt Setjið möndlur og ristaðar kókosflögur í matvinnsluvél og malið í um 20 sek. Bætið hinum hráefnunum út í og látið matvinnsluvélina ganga þar til deigið festist saman. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi og smyrjið hliðarnar með olíu. Geymið botninn í kæli meðan fyllingin er útbúin.Fylling5-6 avókadó, fallega græn og fersk 6 límónur (lime), safinn kreistur úr þeim 2 dl kókosolía, bragð- og lyktarlaus ¾-1 dl hlynsíróp 1 tsk. vanilla, eða vanilludropar Salt Börkur af einni límónu Setjið öll hráefnin í blandara eða matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Gott er að geyma hluta af hlynsírópinu og límónusafanum og hella varlega út í blandarann þar til sætt og súrt hefur náð jafnvægi. Hellið fyllingunni yfir botninn. Geymið kökuna í frysti þar til hún stífnar eða í kæli yfir nótt. Eftir að kakan er stífnuð má taka hana úr forminu og skreyta að vild, t.d. með límónuberki eða kókosflögum
Birtist í Fréttablaðinu Kökur og tertur Ostakökur Súkkulaðikaka Uppskriftir Vefjur Vegan Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira