Bleikur áberandi á Óskarnum Björk Eiðsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 11:00 Gemma Chan í Maison Valentino Stjarna kvikmyndarinnar Crazy Rich Asians hefur vakið athygli fyrir djarfan og hressandi klæðaburð á verðlaunaafhendingum nú í ár. Toppurinn var svo Óskarinn þar sem hún hreinlega bar af í skærbleikum gólfsíðum Maison Valentino kjól. Mynd/Getty Það kvað við annan tón í litavali stjarnanna á Óskarsverðlaununum nú í ár en árið á undan. Árið 2018 var fremur litlaust þegar kom að rauða dreglinum á Óskarsverðlaunaafhendingunni enda #MeToo byltingin í algleymingi og kvikmyndastjörnur hvattar til að sýna stuðning sinn með því að mæta í svörtu. Þó svo að byltingin sé langt frá því að vera gleymd þá var allt annað að sjá dregilinn í ár þar sem litirnir voru í fyrirrúmi. Bleikur var áberandi hjá konunum og mátti sjá þó nokkrar leikkonur í fagurbleikum og rómantískum kjólum sem var augljóslega trend kvöldsins. Hressandi litadýrð í febrúargrámanum. Kiki Layne í Versace.GettyKiki Layne sem sló í gegn í kvikmyndinni If Beale Street Could Talk sló ekki síður í gegn á fyrstu Óskarsverðlaunaafhendingu sinni. Kiki sýndi að hún getur klæðst hverju sem er þegar hún mætti í þessum glæsilega en óvenjulega baby bleika Versace kjól.Sarah Paulson í Brandon Maxwell.GettyLeikkonan og framleiðandinn Sarah Paulson mætti í fallegum dökkbleikum síðkjól með vösum. Sérlega glæsilegt en um leið eitthvað svo þægilegt lúkk. Hún veit alla vega hvar hún getur sett hendurnar.Kacey Musgraves í Giambattista Valli.GettyTónlistarkonan Kacey Musgraves hlaut Grammy verðlaunin nýverið fyrir plötu ársins og var mætt til að afhenda Óskar. Kacey gerði þó meira en að afhenda styttu, hún vakti verðskuldaða athygli í þessari bleiku dýrð frá Giambattista Valli.Helen Mirren í Schiaparelli.GettyHin ávallt glæsilega 73 ára Helen Mirren var auðvitað í takt við nýjustu strauma og skartaði fallegum bleikum chiffon kjól og glitrandi skarti í takt við bleikan varalit og veski. Birtist í Fréttablaðinu Óskarinn Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Það kvað við annan tón í litavali stjarnanna á Óskarsverðlaununum nú í ár en árið á undan. Árið 2018 var fremur litlaust þegar kom að rauða dreglinum á Óskarsverðlaunaafhendingunni enda #MeToo byltingin í algleymingi og kvikmyndastjörnur hvattar til að sýna stuðning sinn með því að mæta í svörtu. Þó svo að byltingin sé langt frá því að vera gleymd þá var allt annað að sjá dregilinn í ár þar sem litirnir voru í fyrirrúmi. Bleikur var áberandi hjá konunum og mátti sjá þó nokkrar leikkonur í fagurbleikum og rómantískum kjólum sem var augljóslega trend kvöldsins. Hressandi litadýrð í febrúargrámanum. Kiki Layne í Versace.GettyKiki Layne sem sló í gegn í kvikmyndinni If Beale Street Could Talk sló ekki síður í gegn á fyrstu Óskarsverðlaunaafhendingu sinni. Kiki sýndi að hún getur klæðst hverju sem er þegar hún mætti í þessum glæsilega en óvenjulega baby bleika Versace kjól.Sarah Paulson í Brandon Maxwell.GettyLeikkonan og framleiðandinn Sarah Paulson mætti í fallegum dökkbleikum síðkjól með vösum. Sérlega glæsilegt en um leið eitthvað svo þægilegt lúkk. Hún veit alla vega hvar hún getur sett hendurnar.Kacey Musgraves í Giambattista Valli.GettyTónlistarkonan Kacey Musgraves hlaut Grammy verðlaunin nýverið fyrir plötu ársins og var mætt til að afhenda Óskar. Kacey gerði þó meira en að afhenda styttu, hún vakti verðskuldaða athygli í þessari bleiku dýrð frá Giambattista Valli.Helen Mirren í Schiaparelli.GettyHin ávallt glæsilega 73 ára Helen Mirren var auðvitað í takt við nýjustu strauma og skartaði fallegum bleikum chiffon kjól og glitrandi skarti í takt við bleikan varalit og veski.
Birtist í Fréttablaðinu Óskarinn Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira