Segir Klausturþingmenn hafa gefið út skotleyfi á Báru Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 17:46 Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata. vísir/daníel Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir þingmennina sem teknir voru upp á barnum Klaustri í nóvember síðastliðnum hafa „gefið út skotleyfi“ á Báru Halldórsdóttur, sem tók upp samtal þingmannanna og sendi á fjölmiðla. Halldór tjáir sig um málið í pistli sem hann birti á Facebook í dag.Sjá einnig: Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Í pistlinum nefnir Halldór að þau Bára séu gamlir vinir. Þá lýsir hann ásökunum sem hún hefur þurft að sitja undir síðan hún steig fram í sviðsljósið með Klaustursupptökurnar. „Að hún sé jafnvel að ljúga til um sína stöðu og sé ekkert raunverulega öryrki. Þar er tínt til ýmislegt sem hún gerir sem á að vera ósamrýmanlegt því að vera öryrki. Eins og til dæmis það að hafa setið á Klaustri í nokkra tíma, að fara út að skemmta sér eða að fá sér bjór. Svona gera 'alvöru' öryrkjar víst ekki,“ skrifar Halldór. Þá vill hann meina að með „skotleyfinu“ fái þingmennirnir stuðningsmenn sína til að taka þátt í „aðförinni“ að Báru. „Þarna eru limirnir að dansa eftir höfðinu þar sem Klausturþingmenn hafa í raun gefið út skotleyfi á Báru. Þetta valdafólk hefur trekk í trekk vænt hana um að vera ekki að segja allan sannleikann um aðgerðir sínar þennan örlagaríkadag, 20. nóvember í fyrra. Aðför þeirra að henni í gegnum dómskerfið byggist á þessum grunni, að láta hana afsanna samsæriskenningar sem byggjast á því að hún hafi skipulagt sig fyrirfram og jafnvel verið með vitorðsmenn bakvið tjöldin. Þessir þingmenn vita alveg hvað þau eru að gera þarna. Þau vita að með því að gefa svona skotleyfi þá mun fólkið sem enn styður það taka þátt í aðförinni.“Pistil Halldórs má lesa í heild hér fyrir neðan. Fjórir þingmenn Miðflokksins sem sátu á Klaustri, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, hafa m.a. haldið því fram að Bára hafi brugðið sér í dulargervi erlends ferðamanns þegar hún tók upp samtal þeirra. Þá hafi hún ákveðið dulargervið áður en hún mætti á staðinn en það renni m.a. stoðum undir styrkan ásetning hennar til upptökunnar. Þessum fullyrðingum þingmannanna eru gerð skil í bréfi sem lögmaður þingmannanna sendi Persónuvernd. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Persónuvernd óskar eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum Klausturs Persónuvernd hefur óskað eftir því við Klaustur Bar að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum staðarins frá 20. nóvember síðastliðnum þegar sex þingmenn ræddu þar saman og Bára Halldórsdóttir tók samræðurnar upp. 6. febrúar 2019 15:14 Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. 22. febrúar 2019 16:08 Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Pétursson lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og fréttastofa hefur undir höndum. 5. febrúar 2019 07:44 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
Halldór Auðar Svansson fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir þingmennina sem teknir voru upp á barnum Klaustri í nóvember síðastliðnum hafa „gefið út skotleyfi“ á Báru Halldórsdóttur, sem tók upp samtal þingmannanna og sendi á fjölmiðla. Halldór tjáir sig um málið í pistli sem hann birti á Facebook í dag.Sjá einnig: Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Í pistlinum nefnir Halldór að þau Bára séu gamlir vinir. Þá lýsir hann ásökunum sem hún hefur þurft að sitja undir síðan hún steig fram í sviðsljósið með Klaustursupptökurnar. „Að hún sé jafnvel að ljúga til um sína stöðu og sé ekkert raunverulega öryrki. Þar er tínt til ýmislegt sem hún gerir sem á að vera ósamrýmanlegt því að vera öryrki. Eins og til dæmis það að hafa setið á Klaustri í nokkra tíma, að fara út að skemmta sér eða að fá sér bjór. Svona gera 'alvöru' öryrkjar víst ekki,“ skrifar Halldór. Þá vill hann meina að með „skotleyfinu“ fái þingmennirnir stuðningsmenn sína til að taka þátt í „aðförinni“ að Báru. „Þarna eru limirnir að dansa eftir höfðinu þar sem Klausturþingmenn hafa í raun gefið út skotleyfi á Báru. Þetta valdafólk hefur trekk í trekk vænt hana um að vera ekki að segja allan sannleikann um aðgerðir sínar þennan örlagaríkadag, 20. nóvember í fyrra. Aðför þeirra að henni í gegnum dómskerfið byggist á þessum grunni, að láta hana afsanna samsæriskenningar sem byggjast á því að hún hafi skipulagt sig fyrirfram og jafnvel verið með vitorðsmenn bakvið tjöldin. Þessir þingmenn vita alveg hvað þau eru að gera þarna. Þau vita að með því að gefa svona skotleyfi þá mun fólkið sem enn styður það taka þátt í aðförinni.“Pistil Halldórs má lesa í heild hér fyrir neðan. Fjórir þingmenn Miðflokksins sem sátu á Klaustri, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, hafa m.a. haldið því fram að Bára hafi brugðið sér í dulargervi erlends ferðamanns þegar hún tók upp samtal þeirra. Þá hafi hún ákveðið dulargervið áður en hún mætti á staðinn en það renni m.a. stoðum undir styrkan ásetning hennar til upptökunnar. Þessum fullyrðingum þingmannanna eru gerð skil í bréfi sem lögmaður þingmannanna sendi Persónuvernd.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Persónuvernd óskar eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum Klausturs Persónuvernd hefur óskað eftir því við Klaustur Bar að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum staðarins frá 20. nóvember síðastliðnum þegar sex þingmenn ræddu þar saman og Bára Halldórsdóttir tók samræðurnar upp. 6. febrúar 2019 15:14 Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. 22. febrúar 2019 16:08 Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Pétursson lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og fréttastofa hefur undir höndum. 5. febrúar 2019 07:44 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
„Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34
Persónuvernd óskar eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum Klausturs Persónuvernd hefur óskað eftir því við Klaustur Bar að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum staðarins frá 20. nóvember síðastliðnum þegar sex þingmenn ræddu þar saman og Bára Halldórsdóttir tók samræðurnar upp. 6. febrúar 2019 15:14
Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. 22. febrúar 2019 16:08
Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Pétursson lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og fréttastofa hefur undir höndum. 5. febrúar 2019 07:44