Tvær konur til viðbótar saka R.Kelly um kynferðisbrot Andri Eysteinsson skrifar 21. febrúar 2019 23:50 Enn bætist á lista yfir konur sem saka R.Kelly um kynferðisbrot. Vísir/Getty Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. BBC greinir frá. Washington og Scaff, héldu ásamt lögfræðingi sínum, Gloriu Alfred, blaðamannafund í New York þar sem þær lýstu reynslu sinni af söngvaranum. Konurnar segja að starfsfólk söngvarans hafi hleypt þeim baksviðs eftir tónleika R. Kelly í borginni Baltimore í Marylandríki árið 1995 eða 1996. Konurnar sem í dag eru 40 og 39 ára gamlar segja að starfsfólkið hafi gefið þeim kókaín, kannabis og áfengi og sagt þeim að bíða eftir söngvaranum á hótelherbergi hans eftir tónleikana. Þar hafi hann króað þær af og krafist þess að þær stunduðu með honum kynlíf. Önnur kvennanna, Rochelle Washington, segist hafa neitað óskum söngvarans og farið á salernið en Scaff hafi stundað með honum kynlíf. Latresa Scaff sem var á þeim tíma 16-17 ára gömul segist ekki hafa verið í ástandi til þess að veita samþykki sitt, vegna ölvunar. Lögfræðingur kvennanna, Gloria Alfred, starfar einnig fyrir fleiri konur sem ásakað hafa R.Kelly. Á blaðamannafundinum hafði Alfreð þetta að segja um söngvarann: „Þú getur ekki flúið og þú hefur engan stað til að felast, þú hefur komist upp með kynferðisbrot þín í allt of langan tíma“ Skammt er frá því að heimildamyndin Surviving R. Kelly var í umræðunni en þar var ljósi varpað á skuggalega fortíð söngvarans. Leiddi myndin til þess að tónlist R.Kelly var fjarlægð af Spotify ásamt því að fjöldi tónlistarmanna baðst afsökunar á því að hafa unnið með honum. Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir „Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 18. janúar 2019 11:45 Sony lætur R. Kelly gossa Fyrirtækið vill hafa lágt um ákvörðunina og ætlar ekki að senda frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna málsins. 18. janúar 2019 20:58 R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi í 19 mínútna löngu lagi Lagið er titlað I Admit, eða Ég játa, og var gefið út á Soundcloud-reikningi R Kelly í dag. 23. júlí 2018 17:46 „R. Kelly er elskulegur maður. Robert er djöfullinn sjálfur“ Lifetime gerir þrjá þætti þar sem rætt er við fórnarlömb R. Kelly. 23. október 2018 11:33 Chance The Rapper biðst afsökunar á að hafa starfað með R. Kelly Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. Kelly. Chance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015. 6. janúar 2019 13:24 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira
Tvær konur, þær Rochelle Washington og Latresa Scaff, hafa nú stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segja að bandaríski tónlistarmaðurinn Robert Sylvester Kelly, betur þekktur sem R.Kelly, hafi beitt þær á tíunda áratug síðustu aldar. BBC greinir frá. Washington og Scaff, héldu ásamt lögfræðingi sínum, Gloriu Alfred, blaðamannafund í New York þar sem þær lýstu reynslu sinni af söngvaranum. Konurnar segja að starfsfólk söngvarans hafi hleypt þeim baksviðs eftir tónleika R. Kelly í borginni Baltimore í Marylandríki árið 1995 eða 1996. Konurnar sem í dag eru 40 og 39 ára gamlar segja að starfsfólkið hafi gefið þeim kókaín, kannabis og áfengi og sagt þeim að bíða eftir söngvaranum á hótelherbergi hans eftir tónleikana. Þar hafi hann króað þær af og krafist þess að þær stunduðu með honum kynlíf. Önnur kvennanna, Rochelle Washington, segist hafa neitað óskum söngvarans og farið á salernið en Scaff hafi stundað með honum kynlíf. Latresa Scaff sem var á þeim tíma 16-17 ára gömul segist ekki hafa verið í ástandi til þess að veita samþykki sitt, vegna ölvunar. Lögfræðingur kvennanna, Gloria Alfred, starfar einnig fyrir fleiri konur sem ásakað hafa R.Kelly. Á blaðamannafundinum hafði Alfreð þetta að segja um söngvarann: „Þú getur ekki flúið og þú hefur engan stað til að felast, þú hefur komist upp með kynferðisbrot þín í allt of langan tíma“ Skammt er frá því að heimildamyndin Surviving R. Kelly var í umræðunni en þar var ljósi varpað á skuggalega fortíð söngvarans. Leiddi myndin til þess að tónlist R.Kelly var fjarlægð af Spotify ásamt því að fjöldi tónlistarmanna baðst afsökunar á því að hafa unnið með honum.
Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir „Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 18. janúar 2019 11:45 Sony lætur R. Kelly gossa Fyrirtækið vill hafa lágt um ákvörðunina og ætlar ekki að senda frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna málsins. 18. janúar 2019 20:58 R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi í 19 mínútna löngu lagi Lagið er titlað I Admit, eða Ég játa, og var gefið út á Soundcloud-reikningi R Kelly í dag. 23. júlí 2018 17:46 „R. Kelly er elskulegur maður. Robert er djöfullinn sjálfur“ Lifetime gerir þrjá þætti þar sem rætt er við fórnarlömb R. Kelly. 23. október 2018 11:33 Chance The Rapper biðst afsökunar á að hafa starfað með R. Kelly Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. Kelly. Chance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015. 6. janúar 2019 13:24 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira
„Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 18. janúar 2019 11:45
Sony lætur R. Kelly gossa Fyrirtækið vill hafa lágt um ákvörðunina og ætlar ekki að senda frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna málsins. 18. janúar 2019 20:58
R Kelly þvertekur fyrir ásakanir um kynferðisofbeldi í 19 mínútna löngu lagi Lagið er titlað I Admit, eða Ég játa, og var gefið út á Soundcloud-reikningi R Kelly í dag. 23. júlí 2018 17:46
„R. Kelly er elskulegur maður. Robert er djöfullinn sjálfur“ Lifetime gerir þrjá þætti þar sem rætt er við fórnarlömb R. Kelly. 23. október 2018 11:33
Chance The Rapper biðst afsökunar á að hafa starfað með R. Kelly Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. Kelly. Chance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015. 6. janúar 2019 13:24