Geðheilsuteymi taka til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok árs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 20:00 Stefnt er að því að geðheilsuteymi verði tekin til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok þessa árs. Heilbrigðisráðherra kveðst ekki óttast að erfitt verði að manna stöðurnar en alls verður 630 milljónum króna varið í að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Það lá fyrir þegar fjárlög voru samþykkt að fjármununum yrði varið til að efla geðheilbrigðisþjónustu en ráðherra greindi frá því í dag hvernig fénu verður skipt milli heilbrigðistofnanna á landsvísu. Stærstur hluti fer til Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu eða 322 milljónir króna, en aðrar heilbrigðisstofnanir fá á bilinu 21 til 58 milljónir króna af heildarfjármagninu. „Því er í raun og veru skipt bara í samræmi við þörf og upplýsingar sem hafa borist frá þessum stofnunum,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. „Sumar voru komnar eitthvað áleiðis með að byggja upp teymi, eins og Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu var komin áleiðis með uppbyggingu. Sums staðar þurfum við að byrja alveg frá byrjun.“ Þá var einnig litið til lýðheilsuvísa Landlæknis sem hafa varpað ljósi á heilsufar landsmanna eftir landshlutum.Mikil spurn eftir þjónustunni Stefnt er að því að geðheilsuteymi verði tekin til starfa í öllum umdæmum fyrir lok árs en Svandís óttast ekki að erfitt verði að manna teymin. „Ég sé engin merki um það að það verði erfitt, hingað til hefur það gengið vel. Það er svo mikil eftirspurn eftir þessari þjónustu og sérfræðingar eru spenntir að vinna með þessum hætti sem er náttúrlega bara það nútímalegasta sem gerist í dag, það er að segja að vinna sem næst einstaklingnum þar sem að hann er í sínu daglega umhverfi og á þverfaglegum grunni,“ segir Svandís. Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu fagnar áformunum. „Umræðan hefur verið og tölur jafnvel sýna okkur að þá virðist vera aukin vanlíðan hjá ungu fólki og skiptir miklu máli að það eigi gott og auðvelt aðgengi að sálfræðiþjónustu,“ segir Agnes. Því sé jákvætt að sem flestir geti nálgast slíka þjónustu í heimabyggð.Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Egill Heilbrigðismál Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Stefnt er að því að geðheilsuteymi verði tekin til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok þessa árs. Heilbrigðisráðherra kveðst ekki óttast að erfitt verði að manna stöðurnar en alls verður 630 milljónum króna varið í að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Það lá fyrir þegar fjárlög voru samþykkt að fjármununum yrði varið til að efla geðheilbrigðisþjónustu en ráðherra greindi frá því í dag hvernig fénu verður skipt milli heilbrigðistofnanna á landsvísu. Stærstur hluti fer til Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu eða 322 milljónir króna, en aðrar heilbrigðisstofnanir fá á bilinu 21 til 58 milljónir króna af heildarfjármagninu. „Því er í raun og veru skipt bara í samræmi við þörf og upplýsingar sem hafa borist frá þessum stofnunum,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. „Sumar voru komnar eitthvað áleiðis með að byggja upp teymi, eins og Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu var komin áleiðis með uppbyggingu. Sums staðar þurfum við að byrja alveg frá byrjun.“ Þá var einnig litið til lýðheilsuvísa Landlæknis sem hafa varpað ljósi á heilsufar landsmanna eftir landshlutum.Mikil spurn eftir þjónustunni Stefnt er að því að geðheilsuteymi verði tekin til starfa í öllum umdæmum fyrir lok árs en Svandís óttast ekki að erfitt verði að manna teymin. „Ég sé engin merki um það að það verði erfitt, hingað til hefur það gengið vel. Það er svo mikil eftirspurn eftir þessari þjónustu og sérfræðingar eru spenntir að vinna með þessum hætti sem er náttúrlega bara það nútímalegasta sem gerist í dag, það er að segja að vinna sem næst einstaklingnum þar sem að hann er í sínu daglega umhverfi og á þverfaglegum grunni,“ segir Svandís. Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu fagnar áformunum. „Umræðan hefur verið og tölur jafnvel sýna okkur að þá virðist vera aukin vanlíðan hjá ungu fólki og skiptir miklu máli að það eigi gott og auðvelt aðgengi að sálfræðiþjónustu,“ segir Agnes. Því sé jákvætt að sem flestir geti nálgast slíka þjónustu í heimabyggð.Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Egill
Heilbrigðismál Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira