Sleggjurnar fara af stað í Lengjubikarnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2019 18:15 Björn Daníel Sverrisson er kominn heim í FH. vísir/tom Í dag, 21. febrúar, gátu félögin í Pepsi-deildinni loks fengið í gegn félagaskiptabeiðnir sínar fyrir leikmenn sem eru að koma frá erlendum félagsliðum. Sleggjurnar sem eru að koma heim úr atvinnumennskunni eða erlendir atvinnumenn sem hafa verið fengnir til landsins þurfa ávallt að bíða fram á þennan dag og geta því ekki tekið þátt í Reykjavíkurbikarnum en í Fótbolti.net-mótinu mega einnig leikmenn án heimildar spila. Ástæðan fyrir þessari dagsetningu er að glugginn má aðeins standa opinn í tólf vikur og því lokar hann 15. maí. Þar með gefst liðunum tími til að bæta við sig leikmönnum eða losa sig við leikmenn eftir fyrstu umferðirnar í Pepsi-deildinni. Nokkur stór félagskipti fóru í gegn í dag. Björn Daníel Sverrisson er formlega kominn heim í FH og getur spilað Hafnafjarðarslag í Lengjubikarnum í byrjun mars á móti Haukum. Valsmenn fengu tvo skráða í dag; miðjumanninn Lasse Petry og varnarmanninn Orra Sigurð Ómarsson, sem verða báðir löglegir á móti Fjölni í Egilshöllinni annað kvöld klukkan 19.00. KA-menn fengu heim varnarmanninn Hauk Heiðar Hauksson frá AIK en hann fékk leikheimild í dag og ætti að vera klár í slaginn fyrir bæjarferð Akureyringa um helgina en þeir mæta Fram í Egilshöllinni klukkan 17.15 á laugardaginn. Breiðablik náði í einn uppalinn heim frá Hollandi en Viktor Karl Einarsson ætlar að taka slaginn í Pepsi-deildinni. Þessi ungi og efnilegi miðjumaður er kominn með leikheimild og getur spilað sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum á laugardagsmorgunn á móti Víkingi klukkan 11.00. Gary Martin, framherjinn magnaði sem er kominn í Val frá Lilleström, er ekki enn kominn með leikheimild. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Í dag, 21. febrúar, gátu félögin í Pepsi-deildinni loks fengið í gegn félagaskiptabeiðnir sínar fyrir leikmenn sem eru að koma frá erlendum félagsliðum. Sleggjurnar sem eru að koma heim úr atvinnumennskunni eða erlendir atvinnumenn sem hafa verið fengnir til landsins þurfa ávallt að bíða fram á þennan dag og geta því ekki tekið þátt í Reykjavíkurbikarnum en í Fótbolti.net-mótinu mega einnig leikmenn án heimildar spila. Ástæðan fyrir þessari dagsetningu er að glugginn má aðeins standa opinn í tólf vikur og því lokar hann 15. maí. Þar með gefst liðunum tími til að bæta við sig leikmönnum eða losa sig við leikmenn eftir fyrstu umferðirnar í Pepsi-deildinni. Nokkur stór félagskipti fóru í gegn í dag. Björn Daníel Sverrisson er formlega kominn heim í FH og getur spilað Hafnafjarðarslag í Lengjubikarnum í byrjun mars á móti Haukum. Valsmenn fengu tvo skráða í dag; miðjumanninn Lasse Petry og varnarmanninn Orra Sigurð Ómarsson, sem verða báðir löglegir á móti Fjölni í Egilshöllinni annað kvöld klukkan 19.00. KA-menn fengu heim varnarmanninn Hauk Heiðar Hauksson frá AIK en hann fékk leikheimild í dag og ætti að vera klár í slaginn fyrir bæjarferð Akureyringa um helgina en þeir mæta Fram í Egilshöllinni klukkan 17.15 á laugardaginn. Breiðablik náði í einn uppalinn heim frá Hollandi en Viktor Karl Einarsson ætlar að taka slaginn í Pepsi-deildinni. Þessi ungi og efnilegi miðjumaður er kominn með leikheimild og getur spilað sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum á laugardagsmorgunn á móti Víkingi klukkan 11.00. Gary Martin, framherjinn magnaði sem er kominn í Val frá Lilleström, er ekki enn kominn með leikheimild.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti