„Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 11:09 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. Mikilvægt sé að „hleypa ekki verðbólgunni af stað“ með of miklum launahækkunum. Þá sagði hann alla hlutaðeigandi tapa á verkföllum ef til þeirra komi. Fram kom í gær að formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Verkalýðsfélags Akraness hafa allir fengið umboð frá sínum félagsmönnum til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Félögin funda með SA síðdegis í dag en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við Fréttablaðið í morgun að hún búist við viðræðuslitum.Mikilvægt að sporna við uppsögnum Halldór ræddi stöðu kjaraviðræðanna í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann SA hafa lagt fram tilboð sem samtökin ætli að vinna með við lausn þessarar kjaradeilu. Takmörk séu á svigrúmi í viðræðunum af hálfu samtakanna. „Það liggur alveg fyrir að þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið. Hér verður ekki farið fram og til baka og kallað eftir nýjum og nýjum tilboðum, því þannig starfa Samtök atvinnulífsins einfaldlega ekki. Við áætlum í upphafi hvað er þanþol atvinnulífsins til að standa undir launahækkunum á næstu árum, næstu þremur árum, og það er það sem við bjóðum í okkar tilboði til samningsaðila vegna þess að þær forsendur sem við gefum okkur skipta öllu máli,“ sagði Halldór. „Þær eru að við getum skapað skilyrði fyrir lækkun vaxta, að við hleypum ekki verðbólgunni af stað, að fyrirtækin þurfi ekki að fara í verðhækkanir og að fyrirtæki þurfi ekki að halda áfram í því hagræðingarferli sem hafið er og heitir á íslensku uppsagnir.“Formenn verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara ásamt SA. Á mynd eru Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.vísir/vilhelmVæntingar um skattalækkanir skemmt mikið fyrir Verkalýðsleiðtogar hafa margir lýst yfir vonbrigðum með skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í vikunni. Drífa Snædal forseti ASÍ sagðist til að mynda hafa búist við því að stjórnvöld myndu ganga lengra í átt að jöfnuði með tillögum sínum og lækka frekar skatta á þá lægst launuðu. Halldór furðaði sig á væntingum um skattkerfisbreytingarnar og sagði þær hafa komið sér illa fyrir kjaraviðræðurnar. „Ég veit ekki og skil ekki, og það er eitthvað sem þið getið rannsakað, hvaðan koma þær væntingar að skattaútspil ríkisstjórnarinnar ætti að vera margfeldi af því sem kynnt var, þegar það hefur legið fyrir í fimmtán mánuði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar með hvaða hætti tekjuskattkerfið myndi þróast á kjörtímabilinu,“ sagði Halldór. „Ég á mjög erfitt með að átta mig á því hvaðan væntingar um margfeldi þessara skattalækkana eru komnar, því þær hafa skemmt mikið fyrir.“ „Verkföll eru allra tap“ Komið hefur fram að eftir fund verkalýðsfélaganna og SA í dag muni félögin koma saman til fundar og ræða hvort boða skuli til verkfalls. Inntur eftir því hvort stefni í verkföll sagðist Halldór Benjamín ekki myndu spá því að til þess kæmi. Hann hamraði þó á því að verkföll væru afar slæm fyrir atvinnulífið. „Verkföll eru allra tap. Bara það að atkvæðagreiðsla hefjist um verföll, verkfallsboðanir, veldur gríðarlegu fjárhagslegu tjóni í samfélaginu og fyrir fyrirtæki, sjáiði, bara það að hefja atkvæðagreiðslu dregur úr getu fyrirtækja til að hækka laun í framhaldi.“ Bítið Kjaramál Tengdar fréttir Fjórmenningarnir komnir með umboð til að slíta viðræðum Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur eru komnir með umboð frá sínum félagsmönnum um að slíta viðræðum. 21. febrúar 2019 00:15 Sólveig býst við viðræðuslitum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. 21. febrúar 2019 07:00 Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart SA eftir útspil ríkisstjórnar Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. 20. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. Mikilvægt sé að „hleypa ekki verðbólgunni af stað“ með of miklum launahækkunum. Þá sagði hann alla hlutaðeigandi tapa á verkföllum ef til þeirra komi. Fram kom í gær að formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Verkalýðsfélags Akraness hafa allir fengið umboð frá sínum félagsmönnum til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Félögin funda með SA síðdegis í dag en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við Fréttablaðið í morgun að hún búist við viðræðuslitum.Mikilvægt að sporna við uppsögnum Halldór ræddi stöðu kjaraviðræðanna í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann SA hafa lagt fram tilboð sem samtökin ætli að vinna með við lausn þessarar kjaradeilu. Takmörk séu á svigrúmi í viðræðunum af hálfu samtakanna. „Það liggur alveg fyrir að þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið. Hér verður ekki farið fram og til baka og kallað eftir nýjum og nýjum tilboðum, því þannig starfa Samtök atvinnulífsins einfaldlega ekki. Við áætlum í upphafi hvað er þanþol atvinnulífsins til að standa undir launahækkunum á næstu árum, næstu þremur árum, og það er það sem við bjóðum í okkar tilboði til samningsaðila vegna þess að þær forsendur sem við gefum okkur skipta öllu máli,“ sagði Halldór. „Þær eru að við getum skapað skilyrði fyrir lækkun vaxta, að við hleypum ekki verðbólgunni af stað, að fyrirtækin þurfi ekki að fara í verðhækkanir og að fyrirtæki þurfi ekki að halda áfram í því hagræðingarferli sem hafið er og heitir á íslensku uppsagnir.“Formenn verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara ásamt SA. Á mynd eru Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.vísir/vilhelmVæntingar um skattalækkanir skemmt mikið fyrir Verkalýðsleiðtogar hafa margir lýst yfir vonbrigðum með skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í vikunni. Drífa Snædal forseti ASÍ sagðist til að mynda hafa búist við því að stjórnvöld myndu ganga lengra í átt að jöfnuði með tillögum sínum og lækka frekar skatta á þá lægst launuðu. Halldór furðaði sig á væntingum um skattkerfisbreytingarnar og sagði þær hafa komið sér illa fyrir kjaraviðræðurnar. „Ég veit ekki og skil ekki, og það er eitthvað sem þið getið rannsakað, hvaðan koma þær væntingar að skattaútspil ríkisstjórnarinnar ætti að vera margfeldi af því sem kynnt var, þegar það hefur legið fyrir í fimmtán mánuði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar með hvaða hætti tekjuskattkerfið myndi þróast á kjörtímabilinu,“ sagði Halldór. „Ég á mjög erfitt með að átta mig á því hvaðan væntingar um margfeldi þessara skattalækkana eru komnar, því þær hafa skemmt mikið fyrir.“ „Verkföll eru allra tap“ Komið hefur fram að eftir fund verkalýðsfélaganna og SA í dag muni félögin koma saman til fundar og ræða hvort boða skuli til verkfalls. Inntur eftir því hvort stefni í verkföll sagðist Halldór Benjamín ekki myndu spá því að til þess kæmi. Hann hamraði þó á því að verkföll væru afar slæm fyrir atvinnulífið. „Verkföll eru allra tap. Bara það að atkvæðagreiðsla hefjist um verföll, verkfallsboðanir, veldur gríðarlegu fjárhagslegu tjóni í samfélaginu og fyrir fyrirtæki, sjáiði, bara það að hefja atkvæðagreiðslu dregur úr getu fyrirtækja til að hækka laun í framhaldi.“
Bítið Kjaramál Tengdar fréttir Fjórmenningarnir komnir með umboð til að slíta viðræðum Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur eru komnir með umboð frá sínum félagsmönnum um að slíta viðræðum. 21. febrúar 2019 00:15 Sólveig býst við viðræðuslitum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. 21. febrúar 2019 07:00 Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart SA eftir útspil ríkisstjórnar Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. 20. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira
Fjórmenningarnir komnir með umboð til að slíta viðræðum Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur eru komnir með umboð frá sínum félagsmönnum um að slíta viðræðum. 21. febrúar 2019 00:15
Sólveig býst við viðræðuslitum Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf. 21. febrúar 2019 07:00
Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart SA eftir útspil ríkisstjórnar Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. 20. febrúar 2019 12:30