Pepsi-deildin verður Pepsi Max-deildin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 10:45 Andri Þór Guðmundsson, Stefán Sigurðsson og Guðni Bergsson skála fyrir nýja samningnum og að sjálfsögðu með Pepsi Max. Vísir/Valtýr Efstu deildir karla og kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu breyta um nafn og verða PepsiMax-deildirnar næstu þrjú árin. Sýn hf., fyrir hönd Stöðvar 2 Sport, og Ölgerðin Egill Skallagrímsson hafa samið um nafnarétt efstu deilda Íslandsmóts karla og kvenna í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Pepsi mun áfram vinna með knattspyrnumönnum á Íslandi, ellefta árið í röð, og mun deildin nú heita PepsiMax-deildin næstu þrjú árin. „Okkur þykir eiga betur við að tengja fótboltann við sykurlausan valmöguleika,“ segir forstjóri Ölgerðarinnar, Andri Þór Guðmundsson. Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, segir samstarf Stöðvar 2 Sport og Ölgerðarinnar með Pepsi-deildina hafa verið afar farsælt undanfarin ár og því sé sérstaklega ánægjulegt að samningur hafi náðst um framhald þess næstu þrjú árin. „Við erum afar spennt fyrir komandi leiktíð. Liðin hafa verið að styrkja sig og allt stefnir í kraftmikla og spennandi leiki. Við sýnum alls um 70 leiki í þráðbeinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2“, segir Stefán. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, tekur undir að samstarfið síðastliðin áratug hafi verið einkar farsælt. „Við erum afar stolt og ánægð með að Ölgerðin tengist áfram stærsta íþróttamóti landsins með jafn afgerandi hætti. Nafnabreytingin úr Pepsideildin í PepsiMaxdeildin er tilkomin vegna áherslubreytinga í markaðsstarfi hjá okkur og sívaxandi vinsælda Pepsi Max”.Styrktaraðilar efstu deildar síðustu árSamvinnuferðar-Landsýn mótið, SL-mótið (1987-88) Hörpudeildin (1989-1991) Samskipadeild (1992)Getraunadeild (1993)Trópídeild (1994)Sjóvá-Almennra deild (1995-1997)Landssímadeild (1998-2000)Símadeild (2001-2002)Landsbankadeild (2003-2008)Pepsideild (2009-2018)PepsiMax-deild (2019-2021) Ölgerðin og PepsiCo. vinna saman að þessu samstarfi en þess má geta að það er ekki bara á Íslandi sem PepsiCo. hefur beina aðkomu að knattspyrnu því PepsiCo. er einn stærsti styrktaraðili UEFA og Meistaradeildar Evrópu, eins stærsta knattspyrnumóts sem haldið er í heiminum. „Við erum að sjálfsögðu að gera okkar vörumerki áberandi en við erum líka að styðja við bakið á íslenska boltanum. Þetta er hluti af okkar samfélagsábyrgð. Við viljum að boltanum sé búinn góð umgjörð og það er líka mikilvægt að hjálpa til við að skapa flottar fyrirmyndir í boltanum og ýta þannig undir áhuga unga fólksins”, segir Andri Þór. Guðni Bergsson formaður KSÍ lýsti yfir ánægju með samninginn. „Það eru spennandi tímar fram undan í íslenskri knattspyrnu og við hlökkum mikið til áframhaldandi samspils KSÍ, félaganna í deildinni, Ölgerðarinnar og Sýnar. Saman myndum við sterka liðsheild sem mun gera góða hluti.“ Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum segir að það sé virkilega jákvætt að þessi samningur sé í höfn. „Ég vænti mikils af áframhaldandi samstarfi félaganna og KSÍ við Ölgerðina og Stöð 2 Sport. Það verður spennandi að sjá hvernig Pepsi Max deildin fer af stað.“Vísir er í eigu Sýnar hf. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Efstu deildir karla og kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu breyta um nafn og verða PepsiMax-deildirnar næstu þrjú árin. Sýn hf., fyrir hönd Stöðvar 2 Sport, og Ölgerðin Egill Skallagrímsson hafa samið um nafnarétt efstu deilda Íslandsmóts karla og kvenna í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Pepsi mun áfram vinna með knattspyrnumönnum á Íslandi, ellefta árið í röð, og mun deildin nú heita PepsiMax-deildin næstu þrjú árin. „Okkur þykir eiga betur við að tengja fótboltann við sykurlausan valmöguleika,“ segir forstjóri Ölgerðarinnar, Andri Þór Guðmundsson. Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, segir samstarf Stöðvar 2 Sport og Ölgerðarinnar með Pepsi-deildina hafa verið afar farsælt undanfarin ár og því sé sérstaklega ánægjulegt að samningur hafi náðst um framhald þess næstu þrjú árin. „Við erum afar spennt fyrir komandi leiktíð. Liðin hafa verið að styrkja sig og allt stefnir í kraftmikla og spennandi leiki. Við sýnum alls um 70 leiki í þráðbeinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2“, segir Stefán. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, tekur undir að samstarfið síðastliðin áratug hafi verið einkar farsælt. „Við erum afar stolt og ánægð með að Ölgerðin tengist áfram stærsta íþróttamóti landsins með jafn afgerandi hætti. Nafnabreytingin úr Pepsideildin í PepsiMaxdeildin er tilkomin vegna áherslubreytinga í markaðsstarfi hjá okkur og sívaxandi vinsælda Pepsi Max”.Styrktaraðilar efstu deildar síðustu árSamvinnuferðar-Landsýn mótið, SL-mótið (1987-88) Hörpudeildin (1989-1991) Samskipadeild (1992)Getraunadeild (1993)Trópídeild (1994)Sjóvá-Almennra deild (1995-1997)Landssímadeild (1998-2000)Símadeild (2001-2002)Landsbankadeild (2003-2008)Pepsideild (2009-2018)PepsiMax-deild (2019-2021) Ölgerðin og PepsiCo. vinna saman að þessu samstarfi en þess má geta að það er ekki bara á Íslandi sem PepsiCo. hefur beina aðkomu að knattspyrnu því PepsiCo. er einn stærsti styrktaraðili UEFA og Meistaradeildar Evrópu, eins stærsta knattspyrnumóts sem haldið er í heiminum. „Við erum að sjálfsögðu að gera okkar vörumerki áberandi en við erum líka að styðja við bakið á íslenska boltanum. Þetta er hluti af okkar samfélagsábyrgð. Við viljum að boltanum sé búinn góð umgjörð og það er líka mikilvægt að hjálpa til við að skapa flottar fyrirmyndir í boltanum og ýta þannig undir áhuga unga fólksins”, segir Andri Þór. Guðni Bergsson formaður KSÍ lýsti yfir ánægju með samninginn. „Það eru spennandi tímar fram undan í íslenskri knattspyrnu og við hlökkum mikið til áframhaldandi samspils KSÍ, félaganna í deildinni, Ölgerðarinnar og Sýnar. Saman myndum við sterka liðsheild sem mun gera góða hluti.“ Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum segir að það sé virkilega jákvætt að þessi samningur sé í höfn. „Ég vænti mikils af áframhaldandi samstarfi félaganna og KSÍ við Ölgerðina og Stöð 2 Sport. Það verður spennandi að sjá hvernig Pepsi Max deildin fer af stað.“Vísir er í eigu Sýnar hf.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira