Meinlokur Guðrún Vilmundardóttir skrifar 21. febrúar 2019 07:00 Ég er á ferðalagi um Japan. Það er fagurt og framandi. Les dásamlega bók um japanska matargerð, Sushi and beyond, en þar tengir höfundur matseld og hráefni við landafræði, menningu og sögu. Toilettin eru jafn tæknileg og ég hafði heyrt, gjarna framleidd af Panasonic, hvergi ruslafötur heldur sér hver um sig, veitingastaðir margir pínulitlir og setið á móti kokkunum í eldhúsinu – og gífurleg ást á París. Ég kom inn á kaffihús þar sem á sjónvarpi í horninu gekk myndband með sýnishornum frá kaffihúsalífi á vinstri bakkanum, frá því snemma á níunda áratugnum af hárgreiðslunum að dæma. Mér skilst að það sé til sérstakt hugtak yfir Parísarmelankólíu, því meira að segja París stendur víst ekki alltaf undir slíkum væntingum. Bifreiðar eru minni en maður á að venjast, stundum er einsog búið sé að skera af þeim húdd og skott. Á göngu um fallegt lágreist íbúðahverfi í Kyoto vakti athygli mína að í bílskýlum fyrir framan húsin var bílunum lagt alveg upp við annan vegginn, þannig að bara var hægt að komast út hægra megin. Hver hefur ekki lent í því að þurfa að klöngrast út farþegamegin, en mér fannst þetta óneitanlega kostulegt fyrirkomulag og hafði orð á því við ferðafélaga minn sem er kunnugur staðháttum. Já, merkilegt segir hann, alinn upp í Reykjavík einsog ég. Og svo nokkrum andartökum síðar: Þú manst að það er vinstri umferð hérna. Hefði ég ekki orðað undrun mína upphátt og hugsað hugsunina til enda, hefði ég komið heim með þá hugmynd að japanskir bílstjórar kysu sýstematískt að loka sig inni í bílunum og klöngrast út yfir farþegasætið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Ég er á ferðalagi um Japan. Það er fagurt og framandi. Les dásamlega bók um japanska matargerð, Sushi and beyond, en þar tengir höfundur matseld og hráefni við landafræði, menningu og sögu. Toilettin eru jafn tæknileg og ég hafði heyrt, gjarna framleidd af Panasonic, hvergi ruslafötur heldur sér hver um sig, veitingastaðir margir pínulitlir og setið á móti kokkunum í eldhúsinu – og gífurleg ást á París. Ég kom inn á kaffihús þar sem á sjónvarpi í horninu gekk myndband með sýnishornum frá kaffihúsalífi á vinstri bakkanum, frá því snemma á níunda áratugnum af hárgreiðslunum að dæma. Mér skilst að það sé til sérstakt hugtak yfir Parísarmelankólíu, því meira að segja París stendur víst ekki alltaf undir slíkum væntingum. Bifreiðar eru minni en maður á að venjast, stundum er einsog búið sé að skera af þeim húdd og skott. Á göngu um fallegt lágreist íbúðahverfi í Kyoto vakti athygli mína að í bílskýlum fyrir framan húsin var bílunum lagt alveg upp við annan vegginn, þannig að bara var hægt að komast út hægra megin. Hver hefur ekki lent í því að þurfa að klöngrast út farþegamegin, en mér fannst þetta óneitanlega kostulegt fyrirkomulag og hafði orð á því við ferðafélaga minn sem er kunnugur staðháttum. Já, merkilegt segir hann, alinn upp í Reykjavík einsog ég. Og svo nokkrum andartökum síðar: Þú manst að það er vinstri umferð hérna. Hefði ég ekki orðað undrun mína upphátt og hugsað hugsunina til enda, hefði ég komið heim með þá hugmynd að japanskir bílstjórar kysu sýstematískt að loka sig inni í bílunum og klöngrast út yfir farþegasætið.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar