Gerum betur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 9. mars 2019 09:00 Loftgæði í Reykjavík mælast nú með versta móti líkt og stundum er á þessum árstíma þegar veður er kalt og loft stillt. Loftgæði við að minnsta kosti tvær mælistöðvar í borginni mælast „mjög slæm“. Nægilegt er að líta út um gluggann í miðborginni, eða taka stuttan göngutúr til að verða áþreifanlega var við svifryk og mengun í lofti. Á sumum stöðum er engu líkara en maður sé staddur í olíuríki við Persaflóa í miðjum sandstormi. Sandur og svifryk fyllir vit og lungu. Hvernig ástandið getur verið með þessum hætti í lítilli borg í norðri er hreinlega ómögulegt að skilja. Loftmengun í Reykjavík er meiri en tíðkast í margfalt stærri iðnaðarborgum. Auðvitað er það svo að bílaumferð á langmestan þátt í því að skapa vandamálið. Í þeim efnum þarf fólk auðvitað að líta sér næst. Sú staðreynd að fólki með öndunarsjúkdóma og leikskólabörnum er reglulega ráðlagt að halda sig innandyra er vitnisburður um bjagaða forgangsröðun. Hitt er svo annað mál að borgaryfirvöld verða að sjá til þess að borgin sé sæmilega hrein. Á því er mikil vöntun. Varla er ofsagt að borgin sé drulluskítug. Ryk, sandur og fjúkandi rusl á götum, umferðareyjum og göngustígum. Götuhreinsanir fara fram einu sinni á ári, sem er hlægilegt í samanburði við þær borgir sem við miðum okkur við á tyllidögum. Víða eru götur hreinsaðar daglega eða vikulega. Ferðamannaborgin Reykjavík kemur skelfilega út úr öllum samanburði. Borgarstjóri taldi það fráleitt að borgin gæti liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum með því að lækka útsvar og önnur gjöld á vegum borgarinnar. Það væri auðvitað ekki hægt án þess að skerða grunnþjónustuna. En þegar svona viðrar, og tíðindi berast af lokun grunnskóla í borginni að því er virðist vegna vanrækslu við reglubundið og eðlilegt viðhald, er eðlilegt að spyrja í hvað peningarnir séu eiginlega að fara? Að minnsta kosti ekki grunnþjónustuna að því er virðist. Það ætti að vera forgangsmál hjá borgaryfirvöldum og íbúum að ráða niðurlögum mengunar í borginni. Reykvíkingar sjálfir þurfa að horfast í augu við það að bílar eiga ekki að vera í forgangi gagnvart heilsu fólks og lífsgæðum, og þurfa að vera reiðubúnir að sýna sveigjanleika þegar kemur að ferðavenjum. Borgaryfirvöld þurfa svo að sjá til þess að borgin sé að minnsta kosti sæmilega hrein. Bæði yfirvöld og borgarbúar geta gert svo miklu, miklu betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Loftgæði í Reykjavík mælast nú með versta móti líkt og stundum er á þessum árstíma þegar veður er kalt og loft stillt. Loftgæði við að minnsta kosti tvær mælistöðvar í borginni mælast „mjög slæm“. Nægilegt er að líta út um gluggann í miðborginni, eða taka stuttan göngutúr til að verða áþreifanlega var við svifryk og mengun í lofti. Á sumum stöðum er engu líkara en maður sé staddur í olíuríki við Persaflóa í miðjum sandstormi. Sandur og svifryk fyllir vit og lungu. Hvernig ástandið getur verið með þessum hætti í lítilli borg í norðri er hreinlega ómögulegt að skilja. Loftmengun í Reykjavík er meiri en tíðkast í margfalt stærri iðnaðarborgum. Auðvitað er það svo að bílaumferð á langmestan þátt í því að skapa vandamálið. Í þeim efnum þarf fólk auðvitað að líta sér næst. Sú staðreynd að fólki með öndunarsjúkdóma og leikskólabörnum er reglulega ráðlagt að halda sig innandyra er vitnisburður um bjagaða forgangsröðun. Hitt er svo annað mál að borgaryfirvöld verða að sjá til þess að borgin sé sæmilega hrein. Á því er mikil vöntun. Varla er ofsagt að borgin sé drulluskítug. Ryk, sandur og fjúkandi rusl á götum, umferðareyjum og göngustígum. Götuhreinsanir fara fram einu sinni á ári, sem er hlægilegt í samanburði við þær borgir sem við miðum okkur við á tyllidögum. Víða eru götur hreinsaðar daglega eða vikulega. Ferðamannaborgin Reykjavík kemur skelfilega út úr öllum samanburði. Borgarstjóri taldi það fráleitt að borgin gæti liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum með því að lækka útsvar og önnur gjöld á vegum borgarinnar. Það væri auðvitað ekki hægt án þess að skerða grunnþjónustuna. En þegar svona viðrar, og tíðindi berast af lokun grunnskóla í borginni að því er virðist vegna vanrækslu við reglubundið og eðlilegt viðhald, er eðlilegt að spyrja í hvað peningarnir séu eiginlega að fara? Að minnsta kosti ekki grunnþjónustuna að því er virðist. Það ætti að vera forgangsmál hjá borgaryfirvöldum og íbúum að ráða niðurlögum mengunar í borginni. Reykvíkingar sjálfir þurfa að horfast í augu við það að bílar eiga ekki að vera í forgangi gagnvart heilsu fólks og lífsgæðum, og þurfa að vera reiðubúnir að sýna sveigjanleika þegar kemur að ferðavenjum. Borgaryfirvöld þurfa svo að sjá til þess að borgin sé að minnsta kosti sæmilega hrein. Bæði yfirvöld og borgarbúar geta gert svo miklu, miklu betur.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun