

Kynjajafnrétti og Viagra
Fyrr, nú og um framtíð
Í gær var alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn hátíðlegur. Þau skilaboð bárust frá skóla fimm ára dóttur minnar hér í London að í stað skólabúnings mættu börnin, í tilefni dagsins, klæðast fatnaði í grænu, hvítu og fjólubláu; einkennislitum súffragettanna, breskra kvenréttindakvenna við upphaf 20. aldar.
Þegar ég púslaði saman múnderingu fyrir dótturina kom á mig fát. Hvernig útskýrir maður alþjóðlegan baráttudag kvenna fyrir fimm ára barni? Átti ég að segja dóttur minni sem stýrir sinni litlu veröld – foreldrum, bróður og vinum – af jafnglæfralegu sjálfsöryggi og framkvæmdastjóri fyrirtækis með hagstæða ársfjórðungsskýrslu undir handleggnum að til sé fólk sem telur hana síður hæfa en stráka til að stýra heiminum? Átti ég að segja henni að einu sinni hafi kynsystur hennar ekki átt neitt og ekki mátt neitt? Leiddi slíkt ekki til komplexa? Þegar jafnréttisbaráttan var komin jafnlangt og raun ber vitni, var það ekki óþarfa fórnarlambavæðing að einblína stöðugt á það litla sem vantaði upp á?
Ég hafði rifið allt út úr fataskáp dótturinnar án þess að finna eina einustu fjólubláa spjör og var við það að hefja undirskriftasöfnun gegn alþjóðlegum baráttudegi kvenna þegar dyrabjallan hringdi. Fyrir utan dyrnar stóð sendill frá vefbókaverslun Amazon með pappakassa sem í var harkaleg áminning um nauðsyn aljóðlegs baráttudags kvenna – fyrr, nú og um ókomna framtíð.
Jaðartilfelli
Flestir þekkja einkenni hjartaáfalls: Þyngsli fyrir brjósti, eins og fíll sitji á brjóstkassanum. Ekki rétt?
Rétt. Nema þegar það er rangt. Einkenni hjartaáfalls hjá konum eru oft önnur en hjá körlum. Þegar kona fær hjartaáfall lýsir það sér gjarnan sem ógleði, þreyta og verkur í kjálka, baki eða öxlum.
Bókin Invisible Women: Exposing Data Bias in a World Designed for Men eftir Caroline Criado-Perez sem kom út í vikunni er sláandi úttekt á stöðu konunnar í nútímasamfélagi. „Upplifun karlmannsins og sjónarhorn karlmannsins eru talin algild,“ skrifar Criado-Perez. „Upplifun kvenna hins vegar – upplifun helmings mannkyns – er metin sem jaðartilfelli.“
Á 21. öld þekkjum við ekki einkenni hjartaáfalls hjá konum – bara körlum. Það eru 50% meiri líkur á að kona fái ranga sjúkdómsgreiningu í kjölfar hjartaáfalls en karl. En ekki nóg með það:
Í tilraunum á dýrum í læknisfræði eru kvendýr sjaldnast höfð með.
Lyfjaprófun sem gerð var á áhrifum áfengisneyslu á Viagra fyrir konur var gerð á tuttugu og þremur körlum en aðeins tveimur konum.
Það eru 47% meiri líkur á að kona slasist alvarlega í árekstri því sætisbelti og loftpúðar bifreiða eru hönnuð með stærð meðal karlmanns að leiðarljósi.
Ýtarlegar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum kolaryks á heilsu námuverkamanna. Nánast engar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum krabbameinsvaldandi efna á snyrtistofum sem naglasnyrtar anda að sér í miklum mæli.
Lögreglukonur klæðast stunguvestum sem eru hönnuð til að vernda karla.
70% meiri líkur eru á að rafmagnstækið Google Home skilji karlmannsrödd en kvenmannsrödd.
Í Bretlandi eru fleiri styttur af körlum sem heita John en styttur af konum.
Aðeins 28% barna sem beðin eru um að teikna vísindamann teikna mynd af konu.
Súffragetturnar kunna að tilheyra sögunni. Það gerir kerfislæg mismunun í garð kvenna hins vegar ekki. Í ljósi tölfræðinnar ættu allir dagar að vera alþjóðlegir baráttudagar kvenna. Að þekkja einkennin og bregðast við þeim getur nefnilega skilið milli lífs og dauða.
Skoðun

Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla
Bryndís Gunnarsdóttir skrifar

Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda
Anna Birna Almarsdóttir skrifar

Fáum Elon Musk lánaðan í viku
Davíð Bergmann skrifar

Á-stríðan og meðferðin
Grétar Halldór Gunnarsson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri
Birna Þórisdóttir skrifar

Valkostir í varnarmálum
Tryggvi Hjaltason skrifar

Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi
Hannes Jónsson skrifar

Rænum frá börnum og flestum skítsama
Björn Ólafsson skrifar

Með opinn faðminn í 75 ár
Guðni Tómasson skrifar

Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði
Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar

Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku
Sigvaldi Einarsson skrifar

Lokum.is
Alma Hafsteinsdóttir skrifar

Að komast frá mömmu og pabba
Ingibjörg Isaksen skrifar

Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Upp með olnbogana!
Eliza Reid skrifar

Að missa sjón þó augun virki
Inga María Ólafsdóttir skrifar

Flosi – sannur fyrirliði
Hannes S. Jónsson skrifar

Því miður, atkvæði þitt fannst ekki
Oddgeir Georgsson skrifar

Stigið fram af festu?
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Óður til Grænlands
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR
Sólveig Guðjónsdóttir skrifar

Skrifræðismartröð í Hæðargarði
Dóra Magnúsdóttir skrifar

Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins
Högni Elfar Gylfason skrifar

Fáni okkar allra...
Eva Þorsteinsdóttir skrifar

Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun
Óli Jón Jónsson skrifar

Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram
Guðmundur Björnsson skrifar

Föstum saman, Ramadan og langafasta
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Auðhumla í Hamraborg
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar