Fimmta mislingatilfellið staðfest Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 8. mars 2019 17:11 Embætti landlæknis hefur greint frá því að fimmta mislingatilfellið sé nú staðfest hér á landi. fréttablaðið/anton brink Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. Frá þessu er greint á vef landlæknis en um er að ræða leikskólastarfsmann á Egilsstöðum. Ráðist verður í umfangsmiklar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi um helgina til að hefta útbreiðslu mislingafaraldurs. Upplýsingar um hvar bólusetningar fara fram má nálgast á vef Heilbrigðisstofnunar Austurlands og á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mislingasmit barst hingað til lands með manni sem ferðaðist heim frá Filippseyjum í febrúar síðastliðnum. Vitað er um þrjá sem smituðust af honum í innanlandsflugi til Egilsstaða þann 15. febrúar, tvö börn og karlmann. Vegna gruns um smit hafa hátt í fjörutíu óbólusett leikskólabörn í Garðabæ og á Reyðarfirði verið sett í sóttkví í tvær og hálfa viku. Nú hefur verið staðfest að leikskólastarfsmaður á Egilsstöðum er með mislinga og er það fimmta staðfesta smitið hér á landi. Hún og sex starfsmenn leikskólans eru nú í sóttkví en engin óbólusett börn voru í sama húsi og konan starfaði. Ungbarnadeildin er í öðru húsi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að eftir því sem hann best viti smitaðist konan eftir að hafa verið á Egilsstaðaflugvelli á sama tíma og sýkti maðurinn. Það sýni hvað mislingar geti verið gríðarlega smitandi. Ákveðið hefur verið að ráðast í víðtæka bólusetningu við mislingum og verða allir óbólusettir íbúar höfuðborgarsvæðisins og á Austurlandi, sem eru eldri en 6 mánaða og yngri en 49 ára hvattir til láta bólusetja sig um helgina eða sem allra fyrst. Þeir sem fæddust fyrir 1970 hafi líklegast fengið mislinga á sínum tíma og börn yngri en 6 mánaða ekki talin geta að myndað mótefni við sýkingunni. Foreldrar þeirra barna verði að passa að þau verði ekki útsett fyrir veikindum. „Ef svo ólíklega vill til að þau börn komast í snertingu við mislingasmitaðan einstakling er hægt að meta það hvort eigi að gefa mótefni í æð en það er mikið mál og þarf að gerast inni á spítala,“ segir sóttvarnalæknir. Þrjú þúsund skammtar af bóluefni við mislingum komu til landsins í dag með hraðsendingu og voru þúsund skammtar sendir á Austurland. „Við fáum meira bóluefni í næstu viku þannig það er ekki víst að það náist að anna öllum núna um helgina og við biðjum fólk að sýna biðlund og skilning á því. Við erum að vinna að því að fá meira bóluefni í næstu viku,“ segir Þórólfur. Hann segir að allar upplýsingar um bólusetningar séu að finna á heimasíðum heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og heilbrigðisstofnunar Austurlands. Nú sé unnið að því að koma í veg fyrir meiri útbreiðslu. „Við erum að búa til eins mikið ónæmi og viðnám í samfélaginu eins og mögulegt er til að stoppa þessa útbreiðslu,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Fljótsdalshérað Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01 Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Heilbrigðisstarfsmenn gerðu mistök við túlkun á mislingaprófi á ungu barni sem nú er með mislinga að sögn sóttvarnalæknis og því fór barnið á leikskóla í góðri trú. Hann harmar mistökin. Tugir eru nú í sótthví vegna mögulegs smits. 7. mars 2019 12:03 Átak í mislingabólusetningum og grunur um fimmta smitið Beðið er niðurstaðna úr rannsókn á fimmta einstaklingnum sem grunur leikur á að hafi smitast af mislingum. 8. mars 2019 12:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Sjá meira
Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. Frá þessu er greint á vef landlæknis en um er að ræða leikskólastarfsmann á Egilsstöðum. Ráðist verður í umfangsmiklar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi um helgina til að hefta útbreiðslu mislingafaraldurs. Upplýsingar um hvar bólusetningar fara fram má nálgast á vef Heilbrigðisstofnunar Austurlands og á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mislingasmit barst hingað til lands með manni sem ferðaðist heim frá Filippseyjum í febrúar síðastliðnum. Vitað er um þrjá sem smituðust af honum í innanlandsflugi til Egilsstaða þann 15. febrúar, tvö börn og karlmann. Vegna gruns um smit hafa hátt í fjörutíu óbólusett leikskólabörn í Garðabæ og á Reyðarfirði verið sett í sóttkví í tvær og hálfa viku. Nú hefur verið staðfest að leikskólastarfsmaður á Egilsstöðum er með mislinga og er það fimmta staðfesta smitið hér á landi. Hún og sex starfsmenn leikskólans eru nú í sóttkví en engin óbólusett börn voru í sama húsi og konan starfaði. Ungbarnadeildin er í öðru húsi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að eftir því sem hann best viti smitaðist konan eftir að hafa verið á Egilsstaðaflugvelli á sama tíma og sýkti maðurinn. Það sýni hvað mislingar geti verið gríðarlega smitandi. Ákveðið hefur verið að ráðast í víðtæka bólusetningu við mislingum og verða allir óbólusettir íbúar höfuðborgarsvæðisins og á Austurlandi, sem eru eldri en 6 mánaða og yngri en 49 ára hvattir til láta bólusetja sig um helgina eða sem allra fyrst. Þeir sem fæddust fyrir 1970 hafi líklegast fengið mislinga á sínum tíma og börn yngri en 6 mánaða ekki talin geta að myndað mótefni við sýkingunni. Foreldrar þeirra barna verði að passa að þau verði ekki útsett fyrir veikindum. „Ef svo ólíklega vill til að þau börn komast í snertingu við mislingasmitaðan einstakling er hægt að meta það hvort eigi að gefa mótefni í æð en það er mikið mál og þarf að gerast inni á spítala,“ segir sóttvarnalæknir. Þrjú þúsund skammtar af bóluefni við mislingum komu til landsins í dag með hraðsendingu og voru þúsund skammtar sendir á Austurland. „Við fáum meira bóluefni í næstu viku þannig það er ekki víst að það náist að anna öllum núna um helgina og við biðjum fólk að sýna biðlund og skilning á því. Við erum að vinna að því að fá meira bóluefni í næstu viku,“ segir Þórólfur. Hann segir að allar upplýsingar um bólusetningar séu að finna á heimasíðum heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og heilbrigðisstofnunar Austurlands. Nú sé unnið að því að koma í veg fyrir meiri útbreiðslu. „Við erum að búa til eins mikið ónæmi og viðnám í samfélaginu eins og mögulegt er til að stoppa þessa útbreiðslu,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fljótsdalshérað Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01 Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Heilbrigðisstarfsmenn gerðu mistök við túlkun á mislingaprófi á ungu barni sem nú er með mislinga að sögn sóttvarnalæknis og því fór barnið á leikskóla í góðri trú. Hann harmar mistökin. Tugir eru nú í sótthví vegna mögulegs smits. 7. mars 2019 12:03 Átak í mislingabólusetningum og grunur um fimmta smitið Beðið er niðurstaðna úr rannsókn á fimmta einstaklingnum sem grunur leikur á að hafi smitast af mislingum. 8. mars 2019 12:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Sjá meira
Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01
Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf Heilbrigðisstarfsmenn gerðu mistök við túlkun á mislingaprófi á ungu barni sem nú er með mislinga að sögn sóttvarnalæknis og því fór barnið á leikskóla í góðri trú. Hann harmar mistökin. Tugir eru nú í sótthví vegna mögulegs smits. 7. mars 2019 12:03
Átak í mislingabólusetningum og grunur um fimmta smitið Beðið er niðurstaðna úr rannsókn á fimmta einstaklingnum sem grunur leikur á að hafi smitast af mislingum. 8. mars 2019 12:40