Hræsni Samfylkingarinnar Andrea Sigurðardóttir skrifar 8. mars 2019 15:30 Samfylkingin hefur gagnrýnt skattalækkunaráform ríkisstjórnarinnar fyrir að lækkunin skili sér ekki nægilega til lægri tekjuhópa, vitandi að staðgreiðsla hinna lægri launuðu rennur nær öll til sveitarfélaganna og lítið sem ekkert til ríkisins. Á sama tíma hafnar Samfylkingin, sem leiðir borgarstjórn, tillögum Sjálfstæðisflokks um lækkun útsvars og gjalda til að liðka fyrir kjaraviðræðum “því það er ekkert svigrúm”. Af staðgreiðslu einstaklings með 300 þúsund krónur í launatekjur renna tæplega 68 þúsund til sveitarfélagsins en aðeins 7 þúsund krónur til ríkisins. Allir með 750 þúsund krónur eða lægri launatekjur greiða meira til sveitar en ríkis. Hvar liggur svigrúmið spyr ég? Ríkisstjórnin er þó að lækka þetta litla sem hún fær af staðgreiðslu hinna lægst launuðu. Þar er bókstaflega ekki meira svigrúm, jafnvel með hærri hátekjusköttum. Lækki ríkið skatt meira á lægst launaða hópinn þarf ríkið bókstaflega að greiða með þeim til sveitarfélaganna, því sína sneið skulu þau fá óháð persónuafslætti. Hvað er Samfylkingin, sem leiðir borgarstjórn, að gera til að liðka fyrir kjaraviðræðum og bæta lífskjör hinna lægst launuðu? Svarið við því er ekkert. En þau hika ekki við að gagnrýna þá sem þó reyna að nýta sitt afar takmarkaða svigrúm, sem er ekkert annað en dæmigerð hræsni. Undanfarin misseri höfum við fengið fregnir af gegndarlausri og óábyrgri sóun Reykjavíkurborgar á skattfé borgarbúa. Í krafti stærðar sinnar ætti borgin að geta verið rekin með hagkvæmari hætti en minni sveitarfélög, sem borgarbúar gætu notið góðs af í formi lægra útsvars og betri þjónustu. Sú er ekki raunin. Borgin er eina sveitarfélag höfuðborgarsvæðisins sem innheimtir hámarksútsvar en kemur engu að síður svo illa út í þjónustukönnunum samanborið við önnur sveitarfélög. Borgin ákvað að leysa það með því að hætta þátttöku í stað þess að líta eigin barm. Í borginni eru sannarlega mikil tækifæri til hagræðingar. Í ljósi þessa spyr ég mig: Hvers vegna eru verkalýðsfélögin ekki brjáluð út í Reykjavíkurborg? Hvers vegna beinast kröfur verkalýðsfélaganna að ríkinu sem tekur nær ekkert af þeim hópi sem þau þykjast berjast fyrir, en ekki að þeim sem hirða aurinn og bera jafnframt ábyrgð á þeim framboðsskorti sem hefur leitt til fordæmalausra hækkana á íbúða- og leiguverði á höfuðborgarsvæðinu, sem er langþyngsti útgjaldaliður hinna lægst launuðu? Ég spyr einfaldlega, því ég botna hvorki upp né niður í þessari sturluðu umræðu.Höfundur er húsmóðir í Laugardalnum og viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur gagnrýnt skattalækkunaráform ríkisstjórnarinnar fyrir að lækkunin skili sér ekki nægilega til lægri tekjuhópa, vitandi að staðgreiðsla hinna lægri launuðu rennur nær öll til sveitarfélaganna og lítið sem ekkert til ríkisins. Á sama tíma hafnar Samfylkingin, sem leiðir borgarstjórn, tillögum Sjálfstæðisflokks um lækkun útsvars og gjalda til að liðka fyrir kjaraviðræðum “því það er ekkert svigrúm”. Af staðgreiðslu einstaklings með 300 þúsund krónur í launatekjur renna tæplega 68 þúsund til sveitarfélagsins en aðeins 7 þúsund krónur til ríkisins. Allir með 750 þúsund krónur eða lægri launatekjur greiða meira til sveitar en ríkis. Hvar liggur svigrúmið spyr ég? Ríkisstjórnin er þó að lækka þetta litla sem hún fær af staðgreiðslu hinna lægst launuðu. Þar er bókstaflega ekki meira svigrúm, jafnvel með hærri hátekjusköttum. Lækki ríkið skatt meira á lægst launaða hópinn þarf ríkið bókstaflega að greiða með þeim til sveitarfélaganna, því sína sneið skulu þau fá óháð persónuafslætti. Hvað er Samfylkingin, sem leiðir borgarstjórn, að gera til að liðka fyrir kjaraviðræðum og bæta lífskjör hinna lægst launuðu? Svarið við því er ekkert. En þau hika ekki við að gagnrýna þá sem þó reyna að nýta sitt afar takmarkaða svigrúm, sem er ekkert annað en dæmigerð hræsni. Undanfarin misseri höfum við fengið fregnir af gegndarlausri og óábyrgri sóun Reykjavíkurborgar á skattfé borgarbúa. Í krafti stærðar sinnar ætti borgin að geta verið rekin með hagkvæmari hætti en minni sveitarfélög, sem borgarbúar gætu notið góðs af í formi lægra útsvars og betri þjónustu. Sú er ekki raunin. Borgin er eina sveitarfélag höfuðborgarsvæðisins sem innheimtir hámarksútsvar en kemur engu að síður svo illa út í þjónustukönnunum samanborið við önnur sveitarfélög. Borgin ákvað að leysa það með því að hætta þátttöku í stað þess að líta eigin barm. Í borginni eru sannarlega mikil tækifæri til hagræðingar. Í ljósi þessa spyr ég mig: Hvers vegna eru verkalýðsfélögin ekki brjáluð út í Reykjavíkurborg? Hvers vegna beinast kröfur verkalýðsfélaganna að ríkinu sem tekur nær ekkert af þeim hópi sem þau þykjast berjast fyrir, en ekki að þeim sem hirða aurinn og bera jafnframt ábyrgð á þeim framboðsskorti sem hefur leitt til fordæmalausra hækkana á íbúða- og leiguverði á höfuðborgarsvæðinu, sem er langþyngsti útgjaldaliður hinna lægst launuðu? Ég spyr einfaldlega, því ég botna hvorki upp né niður í þessari sturluðu umræðu.Höfundur er húsmóðir í Laugardalnum og viðskiptafræðingur.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun