Erlandsson hefur verið ásakaður um óviðunandi hegðun í garð nokkurra kvenkyns þingmanna hægriflokksins Moderaterna. Hvatti Jonsson Erlandsson til að láta af þingmennsku, sem hann samþykkti að gera.
Þingflokksformaður Moderaterna, Tobias Billström, segir flokkinn hafa verið í samskiptum við fulltrúa Miðflokksins um nokkurt skeið vegna málsins og krafist að gripið yrði til aðgerða.
Fyrr í dag var greint frá því að Erlandsson hafi verið vikið til hliðar sem talsmaður flokksins í málefnum landsbyggðarinnar, en hann gegndi embætti landsbyggðarráðherra á árunum 2010 til 2014. Þá var hann landbúnaðarráðherra 2006 til 2010. Hann hefur setið á þingi frá árinu 1994.
Erlandsson kveðst ekki ætla að tjá sig um málið, en ákveðið að hætta þingmennsku af tilliti til fjölskyldunnar.
Annie Lööf segir að Erlandsson hafi skilað mikilvægu starfi fyrir Miðflokkinn og Svíþjóð, en að þær upplýsingar sem nú hafi komið fram séu svo alvarlegar að afsögn hafi verið eina mögulega niðurstaðan.