„Fólkið sem skúrar gólfið getur líka dansað á gólfinu og stappað á því“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. mars 2019 12:55 Elísabet Jökulsdóttir, skáldkona, segir að með því að tala opinskátt um fátækt komist upp um hina raunverulegu glæpamenn í íslensku samfélagi. Vísir/vilhelm Skáldkonan Elísabet Jökulsdóttir flutti ávarp á samstöðufundi með hótelþernum á Lækjartorgi í dag þar sem hún sagði að það þætti glæpur að vera fátækur á Íslandi. Hún hefði upplifað að vera einstæð móðir, í ofbeldissambandi og kljást við áfengisvanda. Það hefði þótt í lagi að tala opinskátt varðandi það en bætti við að það væri eins og tungan frysi föst í munni hennar þegar hún ætlaði sér að tala um fátækt en hún lifði um nokkurt skeið undir fátæktarmörkum. Elísabet segir að ástæðan fyrir því að það þyki glæpsamlegt að vera fátækur á Íslandi og að ræða það opinskátt sé vegna þess að þá komist upp um „hina raunverulegu glæpamenn“ sem hafi nú í frammi „dapurlegan kór“ og hræðsluáróður um verkfall kvenna í láglaunastétt. Elísabet segir að hinir ríku hafi ekki einungis eignað sér peninga hinna fátæku og tíma þeirra heldur hafi þeir líka yfirtekið rökin og tekið sér dagskrárvald í samfélaginu. „ÞAÐ er efnahagsdauðinn sem knýr þetta samfélag áfram,“ segir Elísabet sem bendir á að það sé raunveruleiki að fólk eigi ekki fyrir mat og nauðsynjum. Það hræði hana að landinu sé stjórnað af fólki sem viti ekki af raunveruleika ótal fólks í þeirra eigin landi. „Það er geðveiki að horfast ekki í augun við raunveruleikann,“ segir Elísabet um stjórnvöld. „Fólkið sem skúrar gólfið getur líka dansað á gólfinu og stappað á því,“ segir Elísabet sem tók mið af upphafi samstöðufundarins þegar verkafólkið dansaði og fagnaði. Elísabet segir að það séu fyrst og fremst börn sem líði fyrir láglaunastefnuna og bendir á með því að vilja draga láglaunastefnuna á langinn kristallist ekkert annað en fyrirlitning á börnum. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Skáldkonan Elísabet Jökulsdóttir flutti ávarp á samstöðufundi með hótelþernum á Lækjartorgi í dag þar sem hún sagði að það þætti glæpur að vera fátækur á Íslandi. Hún hefði upplifað að vera einstæð móðir, í ofbeldissambandi og kljást við áfengisvanda. Það hefði þótt í lagi að tala opinskátt varðandi það en bætti við að það væri eins og tungan frysi föst í munni hennar þegar hún ætlaði sér að tala um fátækt en hún lifði um nokkurt skeið undir fátæktarmörkum. Elísabet segir að ástæðan fyrir því að það þyki glæpsamlegt að vera fátækur á Íslandi og að ræða það opinskátt sé vegna þess að þá komist upp um „hina raunverulegu glæpamenn“ sem hafi nú í frammi „dapurlegan kór“ og hræðsluáróður um verkfall kvenna í láglaunastétt. Elísabet segir að hinir ríku hafi ekki einungis eignað sér peninga hinna fátæku og tíma þeirra heldur hafi þeir líka yfirtekið rökin og tekið sér dagskrárvald í samfélaginu. „ÞAÐ er efnahagsdauðinn sem knýr þetta samfélag áfram,“ segir Elísabet sem bendir á að það sé raunveruleiki að fólk eigi ekki fyrir mat og nauðsynjum. Það hræði hana að landinu sé stjórnað af fólki sem viti ekki af raunveruleika ótal fólks í þeirra eigin landi. „Það er geðveiki að horfast ekki í augun við raunveruleikann,“ segir Elísabet um stjórnvöld. „Fólkið sem skúrar gólfið getur líka dansað á gólfinu og stappað á því,“ segir Elísabet sem tók mið af upphafi samstöðufundarins þegar verkafólkið dansaði og fagnaði. Elísabet segir að það séu fyrst og fremst börn sem líði fyrir láglaunastefnuna og bendir á með því að vilja draga láglaunastefnuna á langinn kristallist ekkert annað en fyrirlitning á börnum.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52