Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2019 11:36 Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. Hann segir mun mikilvægara að draga úr húsnæðiskostnaði á Íslandi, sem sé að sliga fólk í stéttinni. Verkfall Eflingar meðal starfsmanna á hótelum og gistihúsum hófst klukkan tíu í morgun. Fréttastofa náði tali af Peter, sem unnið hefur á City Park hotel í hálft ár. Hann viðraði áhyggjur sínar af stöðunni í íslensku efnahagslífi. „Eins og ég segi, ég vona að það verði ekki til þess að efnahagslífið hrynji þegar allir krefjast launahækkana. Ef við fáum launahækkun munu allir aðrir freista þess líka. Það sem mér finnst að ætti að gera er að draga úr húsnæðiskostnaði í efnahagskerfinu hérna af því að hann er svívirðilegur,“ sagði Peter. „Ég borga sjálfur 265 [þúsund] í leigu og mér finnst það fáránlegt. Og upphæðirnar sem ég veit að annað fólk er að borga, þetta er bara hlægilegt.“Styðja bæði Eflingu og verkfallið Peter sagði bæði sig og samstarfsmenn sína þó almennt hlynnta verkfallinu. „Við styðjum það öll vegna þess að við erum í Eflingu þannig að við fylgjum öllu sem Efling ákveður að gera. Ég veit að þau leggja mjög hart að sér fyrir okkur, svo það er sanngjarnt að við endurgjöldum þeim greiðann.“ Peter var á leið á verkfallsfund Eflingar í Gamla bíó þegar fréttastofa ræddi við hann. Hann bjóst ekki við því að hann myndi gera grein fyrir áhyggjum sínum þar. Þá sagðist hann njóta sín vel á Íslandi. „Ég elska að vinna hérna og ég elska að vinna með yfirmanni mínum. Hann er mjög góður gaur, hann er mjög sanngjarn. Vonandi get ég dvalið hér eins lengi og ég get.“Líkt og í tilfelli kollega þeirra á Hótel sögu mættu þernur á City Park hotel snemma í morgun og kláruðu helstu verkefni dagsins, að sögn Peters. „Við vorum með langan lista yfir það sem átti að undirbúa og ég vildi sjá til þess að við kláruðum allt á honum.“Fylgst er með gangi mála fram eftir degi í verkfallsvaktinni á Vísi. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 Flugu níu þúsund kílómetra til að sýna Eflingu samstöðu Hifumi Okunuki, forseti japanska verkalýðsfélagsins Tozen, ferðaðist frá Tókýó til að sýna þeim sem fara í verkfall á Íslandi samstöðu. Hún segir innflytjendur í Japan glíma við sambærileg vandamál og á Íslandi. 8. mars 2019 11:32 Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. Hann segir mun mikilvægara að draga úr húsnæðiskostnaði á Íslandi, sem sé að sliga fólk í stéttinni. Verkfall Eflingar meðal starfsmanna á hótelum og gistihúsum hófst klukkan tíu í morgun. Fréttastofa náði tali af Peter, sem unnið hefur á City Park hotel í hálft ár. Hann viðraði áhyggjur sínar af stöðunni í íslensku efnahagslífi. „Eins og ég segi, ég vona að það verði ekki til þess að efnahagslífið hrynji þegar allir krefjast launahækkana. Ef við fáum launahækkun munu allir aðrir freista þess líka. Það sem mér finnst að ætti að gera er að draga úr húsnæðiskostnaði í efnahagskerfinu hérna af því að hann er svívirðilegur,“ sagði Peter. „Ég borga sjálfur 265 [þúsund] í leigu og mér finnst það fáránlegt. Og upphæðirnar sem ég veit að annað fólk er að borga, þetta er bara hlægilegt.“Styðja bæði Eflingu og verkfallið Peter sagði bæði sig og samstarfsmenn sína þó almennt hlynnta verkfallinu. „Við styðjum það öll vegna þess að við erum í Eflingu þannig að við fylgjum öllu sem Efling ákveður að gera. Ég veit að þau leggja mjög hart að sér fyrir okkur, svo það er sanngjarnt að við endurgjöldum þeim greiðann.“ Peter var á leið á verkfallsfund Eflingar í Gamla bíó þegar fréttastofa ræddi við hann. Hann bjóst ekki við því að hann myndi gera grein fyrir áhyggjum sínum þar. Þá sagðist hann njóta sín vel á Íslandi. „Ég elska að vinna hérna og ég elska að vinna með yfirmanni mínum. Hann er mjög góður gaur, hann er mjög sanngjarn. Vonandi get ég dvalið hér eins lengi og ég get.“Líkt og í tilfelli kollega þeirra á Hótel sögu mættu þernur á City Park hotel snemma í morgun og kláruðu helstu verkefni dagsins, að sögn Peters. „Við vorum með langan lista yfir það sem átti að undirbúa og ég vildi sjá til þess að við kláruðum allt á honum.“Fylgst er með gangi mála fram eftir degi í verkfallsvaktinni á Vísi.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 Flugu níu þúsund kílómetra til að sýna Eflingu samstöðu Hifumi Okunuki, forseti japanska verkalýðsfélagsins Tozen, ferðaðist frá Tókýó til að sýna þeim sem fara í verkfall á Íslandi samstöðu. Hún segir innflytjendur í Japan glíma við sambærileg vandamál og á Íslandi. 8. mars 2019 11:32 Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52
Flugu níu þúsund kílómetra til að sýna Eflingu samstöðu Hifumi Okunuki, forseti japanska verkalýðsfélagsins Tozen, ferðaðist frá Tókýó til að sýna þeim sem fara í verkfall á Íslandi samstöðu. Hún segir innflytjendur í Japan glíma við sambærileg vandamál og á Íslandi. 8. mars 2019 11:32
Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49