Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. mars 2019 13:02 Sólveig Anna segir að dómurinn verði að falla Eflingu í hag til þess að hægt sé að sýna að verkafólk sé meira en bara vinnutól. Vísir/vilhelm Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. Samtök atvinnulífsins (SA) höfðuðu mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu þar sem þess var krafist að boðað verkfall stéttarfélagsins yrði dæmt ólögmætt. Þá var þess einnig krafist að Efling yrði dæmt til greiðslu sektar í ríkissjóð vegna brota á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. SA töldu atkvæðagreiðslu Eflingar hafa verið andstæða lögum þar sem atkvæðagreiðsla um boðað verkfall hefði aðeins átt að fara fram á meðal þeirra félagsmanna sem boðað verkfall ætti að ná til, en alls voru tæplega 8000 manns á kjörskrá. Þá var vísað til þess að atkvæðagreiðslan hefði ekki verið póstatkvæðagreiðsla þar sem atkvæðum hafði verið aflað með kjörfundum fyrir utan einstaka vinnustaði. Félagsdómur féllst ekki á málatilbúnað SA og dæmdi verkfallið löglegt. Það mun því hefjast á morgun klukkan 10 og ljúka 23:59. Það nær til þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Kjósarsýslu að Botnsá, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi.Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá Félagsdómi þegar dómur var kveðinn upp. Sjá má útsendinguna og textalýsinguna hér fyrir neðan.
Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. Samtök atvinnulífsins (SA) höfðuðu mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu þar sem þess var krafist að boðað verkfall stéttarfélagsins yrði dæmt ólögmætt. Þá var þess einnig krafist að Efling yrði dæmt til greiðslu sektar í ríkissjóð vegna brota á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. SA töldu atkvæðagreiðslu Eflingar hafa verið andstæða lögum þar sem atkvæðagreiðsla um boðað verkfall hefði aðeins átt að fara fram á meðal þeirra félagsmanna sem boðað verkfall ætti að ná til, en alls voru tæplega 8000 manns á kjörskrá. Þá var vísað til þess að atkvæðagreiðslan hefði ekki verið póstatkvæðagreiðsla þar sem atkvæðum hafði verið aflað með kjörfundum fyrir utan einstaka vinnustaði. Félagsdómur féllst ekki á málatilbúnað SA og dæmdi verkfallið löglegt. Það mun því hefjast á morgun klukkan 10 og ljúka 23:59. Það nær til þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Kjósarsýslu að Botnsá, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi.Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá Félagsdómi þegar dómur var kveðinn upp. Sjá má útsendinguna og textalýsinguna hér fyrir neðan.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir SA stefnir Eflingu fyrir Félagsdóm Telja atkvæðagreiðsluna um vinnustöðvun andstæða lögum og vilja að stéttarfélagið verði dæmt til sektar. 1. mars 2019 15:14 „Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45 Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
SA stefnir Eflingu fyrir Félagsdóm Telja atkvæðagreiðsluna um vinnustöðvun andstæða lögum og vilja að stéttarfélagið verði dæmt til sektar. 1. mars 2019 15:14
„Bara hin besta kjörsókn“ Yfirgnæfandi meirihluti þeirra félagsmanna Eflingar sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. 1. mars 2019 08:45
Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent