Brugðust við kröfu um hóflega launastefnu með hækkun forstjóralauna um 43 prósent Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. mars 2019 12:17 Björn Óli Hauksson er forstjóri Isavia. Vísir/Vilhelm Stjórn Isavia brást við tilmælum fjármálaráðuneytisins um hóflega launastefnu með því að hækka laun forstjórans um 43,3 prósent með þremur hækkunum yfir rúmlega árs tímabil. Þetta er meðal þess sem lesa má út úr bréfi stjórnar Isavia til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Í síðasta mánuði fór hann fram á að stjórnir fyrirtækja í ríkiseigu sendu inn upplýsingar um hvernig brugðist hafi verið við tilmælum sem beint var til þeirra í janúar 2017 og varða launaákvarðanir og starfskjör framkvæmdastjóra.Í tilmælunum 2017 var því beint til stjórna félagaí ríkiseigu, meðal annars með tilvísunar til mikilvægis stöðugleika á vinnumarkaði, að launaákvarðanir yrðu varkárar og að forðast yrði að ákvarða miklar launabreytingar á stuttu tímabili.Í svarbréfi stjórnar Isavia, sem undirritað er af Ingimundi Sigurpálssyni, formanns stjórnarinnar og forstjóra Íslandspósts, sem sjálfur hefur fengið launahækkanir semsamtals nema 43 prósentum frá því að tilmæli fjármálaráðuneytisins bárust árið 2017,segir að í framhaldi af tilmælum ráðuneytisins hafi verið ráðist í vinnu við að ná fram viðmiði til að vinna út frá ákvörðun launa.Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts og stjórnarformaður ISAVIA.FRÉTTABLAÐIÐ/GVAOf stórt stökk í einu skrefi að hækka launin upp í 3,1 milljón Samkvæmt könnun ráðgjafafyrirtækisins Intellecta var niðurstaða þess að mánaðarlaun forstjóra í sambærilegu fyrirtæki og Isavia væru á bilinu 3,1 til 4,1 milljón króna.Stjórn Isavia leit hins vegar á að hækkun í neðstu mörk mats Intellecta, 3,1 milljón á mánuði væri of stórt stökk í einu skrefi og ekki í samræmi við tilmæli fjármálaráðuneytisins.Formanni stjórnarinnar því var falið þann 26. september að gera nýjan ráðningarsamning við forstjórann. 2. nóvember sama ár var nýr ráðningarsamningur samþykktur. Voru laun forstjórans ákveðin 2.380 þúsund á mánuði. Fyrir voru laun forstjórans 1,749 þúsund á mánuði og nam hækkunin því 36,1 prósenti.Samhliða því var ákveðið að endurmeta laun forstjórans á árinu 2018. Þann 20. desember á síðasta ári var samþykkt að að laun forstjóra skyldu hækka um 2,3 prósent 1. janúar 2018 og þrjú prósent 1. maí 2018, í samræmi við almenna kjarasamninga.„Heildarlaun forstjórans hafa því hækkað alls um 43,3% frá því að ákvörðun launa var á ný færð til stjórnar fyrirtækisins til þess dags,“ segir í bréfinu.Í bréfinu segir einnig að líta beri til þess að starfsemi Isavia hafi aukist verulega frá því að Björn Óli var fyrst ráðinn árið 2010. Þá hafi laun forstjóra ekki fylgt hlutfallslegri hækkun launa á sama hátt og laun undirmanna hans og „hafi hann raunar lengst af verið á lægri launun en margir þeirra á síðari árum.“Bréf stjórnar Isavia til Bjarna Benediktssonar má lesa hér. Kjaramál Tengdar fréttir Stjórnmálamenn líti í eigin barm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stjórnmálamenn þurfi að líta í eigin barm í yfirstandandi kjaraviðræðum. 2. mars 2019 19:19 Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27 Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Stjórn Isavia brást við tilmælum fjármálaráðuneytisins um hóflega launastefnu með því að hækka laun forstjórans um 43,3 prósent með þremur hækkunum yfir rúmlega árs tímabil. Þetta er meðal þess sem lesa má út úr bréfi stjórnar Isavia til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Í síðasta mánuði fór hann fram á að stjórnir fyrirtækja í ríkiseigu sendu inn upplýsingar um hvernig brugðist hafi verið við tilmælum sem beint var til þeirra í janúar 2017 og varða launaákvarðanir og starfskjör framkvæmdastjóra.Í tilmælunum 2017 var því beint til stjórna félagaí ríkiseigu, meðal annars með tilvísunar til mikilvægis stöðugleika á vinnumarkaði, að launaákvarðanir yrðu varkárar og að forðast yrði að ákvarða miklar launabreytingar á stuttu tímabili.Í svarbréfi stjórnar Isavia, sem undirritað er af Ingimundi Sigurpálssyni, formanns stjórnarinnar og forstjóra Íslandspósts, sem sjálfur hefur fengið launahækkanir semsamtals nema 43 prósentum frá því að tilmæli fjármálaráðuneytisins bárust árið 2017,segir að í framhaldi af tilmælum ráðuneytisins hafi verið ráðist í vinnu við að ná fram viðmiði til að vinna út frá ákvörðun launa.Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts og stjórnarformaður ISAVIA.FRÉTTABLAÐIÐ/GVAOf stórt stökk í einu skrefi að hækka launin upp í 3,1 milljón Samkvæmt könnun ráðgjafafyrirtækisins Intellecta var niðurstaða þess að mánaðarlaun forstjóra í sambærilegu fyrirtæki og Isavia væru á bilinu 3,1 til 4,1 milljón króna.Stjórn Isavia leit hins vegar á að hækkun í neðstu mörk mats Intellecta, 3,1 milljón á mánuði væri of stórt stökk í einu skrefi og ekki í samræmi við tilmæli fjármálaráðuneytisins.Formanni stjórnarinnar því var falið þann 26. september að gera nýjan ráðningarsamning við forstjórann. 2. nóvember sama ár var nýr ráðningarsamningur samþykktur. Voru laun forstjórans ákveðin 2.380 þúsund á mánuði. Fyrir voru laun forstjórans 1,749 þúsund á mánuði og nam hækkunin því 36,1 prósenti.Samhliða því var ákveðið að endurmeta laun forstjórans á árinu 2018. Þann 20. desember á síðasta ári var samþykkt að að laun forstjóra skyldu hækka um 2,3 prósent 1. janúar 2018 og þrjú prósent 1. maí 2018, í samræmi við almenna kjarasamninga.„Heildarlaun forstjórans hafa því hækkað alls um 43,3% frá því að ákvörðun launa var á ný færð til stjórnar fyrirtækisins til þess dags,“ segir í bréfinu.Í bréfinu segir einnig að líta beri til þess að starfsemi Isavia hafi aukist verulega frá því að Björn Óli var fyrst ráðinn árið 2010. Þá hafi laun forstjóra ekki fylgt hlutfallslegri hækkun launa á sama hátt og laun undirmanna hans og „hafi hann raunar lengst af verið á lægri launun en margir þeirra á síðari árum.“Bréf stjórnar Isavia til Bjarna Benediktssonar má lesa hér.
Kjaramál Tengdar fréttir Stjórnmálamenn líti í eigin barm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stjórnmálamenn þurfi að líta í eigin barm í yfirstandandi kjaraviðræðum. 2. mars 2019 19:19 Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27 Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Stjórnmálamenn líti í eigin barm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stjórnmálamenn þurfi að líta í eigin barm í yfirstandandi kjaraviðræðum. 2. mars 2019 19:19
Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27
Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30