Brugðust við kröfu um hóflega launastefnu með hækkun forstjóralauna um 43 prósent Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. mars 2019 12:17 Björn Óli Hauksson er forstjóri Isavia. Vísir/Vilhelm Stjórn Isavia brást við tilmælum fjármálaráðuneytisins um hóflega launastefnu með því að hækka laun forstjórans um 43,3 prósent með þremur hækkunum yfir rúmlega árs tímabil. Þetta er meðal þess sem lesa má út úr bréfi stjórnar Isavia til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Í síðasta mánuði fór hann fram á að stjórnir fyrirtækja í ríkiseigu sendu inn upplýsingar um hvernig brugðist hafi verið við tilmælum sem beint var til þeirra í janúar 2017 og varða launaákvarðanir og starfskjör framkvæmdastjóra.Í tilmælunum 2017 var því beint til stjórna félagaí ríkiseigu, meðal annars með tilvísunar til mikilvægis stöðugleika á vinnumarkaði, að launaákvarðanir yrðu varkárar og að forðast yrði að ákvarða miklar launabreytingar á stuttu tímabili.Í svarbréfi stjórnar Isavia, sem undirritað er af Ingimundi Sigurpálssyni, formanns stjórnarinnar og forstjóra Íslandspósts, sem sjálfur hefur fengið launahækkanir semsamtals nema 43 prósentum frá því að tilmæli fjármálaráðuneytisins bárust árið 2017,segir að í framhaldi af tilmælum ráðuneytisins hafi verið ráðist í vinnu við að ná fram viðmiði til að vinna út frá ákvörðun launa.Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts og stjórnarformaður ISAVIA.FRÉTTABLAÐIÐ/GVAOf stórt stökk í einu skrefi að hækka launin upp í 3,1 milljón Samkvæmt könnun ráðgjafafyrirtækisins Intellecta var niðurstaða þess að mánaðarlaun forstjóra í sambærilegu fyrirtæki og Isavia væru á bilinu 3,1 til 4,1 milljón króna.Stjórn Isavia leit hins vegar á að hækkun í neðstu mörk mats Intellecta, 3,1 milljón á mánuði væri of stórt stökk í einu skrefi og ekki í samræmi við tilmæli fjármálaráðuneytisins.Formanni stjórnarinnar því var falið þann 26. september að gera nýjan ráðningarsamning við forstjórann. 2. nóvember sama ár var nýr ráðningarsamningur samþykktur. Voru laun forstjórans ákveðin 2.380 þúsund á mánuði. Fyrir voru laun forstjórans 1,749 þúsund á mánuði og nam hækkunin því 36,1 prósenti.Samhliða því var ákveðið að endurmeta laun forstjórans á árinu 2018. Þann 20. desember á síðasta ári var samþykkt að að laun forstjóra skyldu hækka um 2,3 prósent 1. janúar 2018 og þrjú prósent 1. maí 2018, í samræmi við almenna kjarasamninga.„Heildarlaun forstjórans hafa því hækkað alls um 43,3% frá því að ákvörðun launa var á ný færð til stjórnar fyrirtækisins til þess dags,“ segir í bréfinu.Í bréfinu segir einnig að líta beri til þess að starfsemi Isavia hafi aukist verulega frá því að Björn Óli var fyrst ráðinn árið 2010. Þá hafi laun forstjóra ekki fylgt hlutfallslegri hækkun launa á sama hátt og laun undirmanna hans og „hafi hann raunar lengst af verið á lægri launun en margir þeirra á síðari árum.“Bréf stjórnar Isavia til Bjarna Benediktssonar má lesa hér. Kjaramál Tengdar fréttir Stjórnmálamenn líti í eigin barm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stjórnmálamenn þurfi að líta í eigin barm í yfirstandandi kjaraviðræðum. 2. mars 2019 19:19 Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27 Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Stjórn Isavia brást við tilmælum fjármálaráðuneytisins um hóflega launastefnu með því að hækka laun forstjórans um 43,3 prósent með þremur hækkunum yfir rúmlega árs tímabil. Þetta er meðal þess sem lesa má út úr bréfi stjórnar Isavia til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Í síðasta mánuði fór hann fram á að stjórnir fyrirtækja í ríkiseigu sendu inn upplýsingar um hvernig brugðist hafi verið við tilmælum sem beint var til þeirra í janúar 2017 og varða launaákvarðanir og starfskjör framkvæmdastjóra.Í tilmælunum 2017 var því beint til stjórna félagaí ríkiseigu, meðal annars með tilvísunar til mikilvægis stöðugleika á vinnumarkaði, að launaákvarðanir yrðu varkárar og að forðast yrði að ákvarða miklar launabreytingar á stuttu tímabili.Í svarbréfi stjórnar Isavia, sem undirritað er af Ingimundi Sigurpálssyni, formanns stjórnarinnar og forstjóra Íslandspósts, sem sjálfur hefur fengið launahækkanir semsamtals nema 43 prósentum frá því að tilmæli fjármálaráðuneytisins bárust árið 2017,segir að í framhaldi af tilmælum ráðuneytisins hafi verið ráðist í vinnu við að ná fram viðmiði til að vinna út frá ákvörðun launa.Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts og stjórnarformaður ISAVIA.FRÉTTABLAÐIÐ/GVAOf stórt stökk í einu skrefi að hækka launin upp í 3,1 milljón Samkvæmt könnun ráðgjafafyrirtækisins Intellecta var niðurstaða þess að mánaðarlaun forstjóra í sambærilegu fyrirtæki og Isavia væru á bilinu 3,1 til 4,1 milljón króna.Stjórn Isavia leit hins vegar á að hækkun í neðstu mörk mats Intellecta, 3,1 milljón á mánuði væri of stórt stökk í einu skrefi og ekki í samræmi við tilmæli fjármálaráðuneytisins.Formanni stjórnarinnar því var falið þann 26. september að gera nýjan ráðningarsamning við forstjórann. 2. nóvember sama ár var nýr ráðningarsamningur samþykktur. Voru laun forstjórans ákveðin 2.380 þúsund á mánuði. Fyrir voru laun forstjórans 1,749 þúsund á mánuði og nam hækkunin því 36,1 prósenti.Samhliða því var ákveðið að endurmeta laun forstjórans á árinu 2018. Þann 20. desember á síðasta ári var samþykkt að að laun forstjóra skyldu hækka um 2,3 prósent 1. janúar 2018 og þrjú prósent 1. maí 2018, í samræmi við almenna kjarasamninga.„Heildarlaun forstjórans hafa því hækkað alls um 43,3% frá því að ákvörðun launa var á ný færð til stjórnar fyrirtækisins til þess dags,“ segir í bréfinu.Í bréfinu segir einnig að líta beri til þess að starfsemi Isavia hafi aukist verulega frá því að Björn Óli var fyrst ráðinn árið 2010. Þá hafi laun forstjóra ekki fylgt hlutfallslegri hækkun launa á sama hátt og laun undirmanna hans og „hafi hann raunar lengst af verið á lægri launun en margir þeirra á síðari árum.“Bréf stjórnar Isavia til Bjarna Benediktssonar má lesa hér.
Kjaramál Tengdar fréttir Stjórnmálamenn líti í eigin barm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stjórnmálamenn þurfi að líta í eigin barm í yfirstandandi kjaraviðræðum. 2. mars 2019 19:19 Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27 Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Stjórnmálamenn líti í eigin barm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að stjórnmálamenn þurfi að líta í eigin barm í yfirstandandi kjaraviðræðum. 2. mars 2019 19:19
Vill vita hvernig stjórnir fyrirtækja hafa brugðist við tilmælum sínum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra óskar eftir svörum. 12. febrúar 2019 17:27
Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. 10. febrúar 2019 17:30