Virði Kerecis gæti verið 11,4 milljarðar króna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. mars 2019 08:00 Kerecis þróar, framleiðir og markaðssetur vörur til meðhöndlunar á sköðuðum líkamsvef og húð. Mynd/Kerecis Miðað við nýleg viðskipti með hlutabréf í Kerecis er heildarvirði íslenska nýsköpunarfyrirtækisins allt að 95 milljónir dala, jafnvirði tæplega 11,4 milljarða króna, eftir því sem fram kemur í stuttri kynningu sem fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hefur útbúið vegna fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Kerecis og send var fjárfestum í síðasta mánuði. Í fjárfestakynningunni, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að síðustu stóru viðskipti með eignarhlut í Kerecis hafi verið í maí í fyrra þegar um 250 þúsund hlutir gengu kaupum og sölum á gengi sem talið er að hafi verið 13 og 16 dalir á hlut. Námu viðskiptin því á bilinu 390 til 480 milljónum króna sé tekið mið af núverandi gengi krónunnar. Kerecis, sem þróar, framleiðir og markaðssetur vörur til meðhöndlunar á sköðuðum líkamsvef og húð, hyggst afla sér allt að 7,5 milljónum dala, jafnvirði um 900 milljóna króna, með útgáfu nýs hlutafjár síðar í þessum mánuði. Ætlunin er sú, eins og rakið er í fjárfestakynningunni, að nýir hluthafar leggi lækningavörufyrirtækinu til að minnsta kosti 2,5 milljónir dala og mögulega allt að 5 milljónir dala en að afgangurinn af hlutafjáraukningunni komi frá núverandi hluthöfum. Ekki liggur fyrir á hvaða gengi nýtt hlutafé verður selt. Er hlutafjáraukningunni meðal annars ætlað að hraða markaðssetningu á vörum félagsins og stuðla að frekari vexti þess. Tekjur Kerecis námu 4,6 milljónum dala, sem jafngildir um 552 milljónum króna, í fyrra borið saman við 1,7 milljónir dala árið 2017. Er gert ráð fyrir að tekjurnar meira en áttfaldist og verði komnar í 39 milljónir dala, jafnvirði 4,7 milljarða króna, á næsta ári, eftir því sem fram kemur í fjárfestakynningunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Miðað við nýleg viðskipti með hlutabréf í Kerecis er heildarvirði íslenska nýsköpunarfyrirtækisins allt að 95 milljónir dala, jafnvirði tæplega 11,4 milljarða króna, eftir því sem fram kemur í stuttri kynningu sem fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hefur útbúið vegna fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Kerecis og send var fjárfestum í síðasta mánuði. Í fjárfestakynningunni, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að síðustu stóru viðskipti með eignarhlut í Kerecis hafi verið í maí í fyrra þegar um 250 þúsund hlutir gengu kaupum og sölum á gengi sem talið er að hafi verið 13 og 16 dalir á hlut. Námu viðskiptin því á bilinu 390 til 480 milljónum króna sé tekið mið af núverandi gengi krónunnar. Kerecis, sem þróar, framleiðir og markaðssetur vörur til meðhöndlunar á sköðuðum líkamsvef og húð, hyggst afla sér allt að 7,5 milljónum dala, jafnvirði um 900 milljóna króna, með útgáfu nýs hlutafjár síðar í þessum mánuði. Ætlunin er sú, eins og rakið er í fjárfestakynningunni, að nýir hluthafar leggi lækningavörufyrirtækinu til að minnsta kosti 2,5 milljónir dala og mögulega allt að 5 milljónir dala en að afgangurinn af hlutafjáraukningunni komi frá núverandi hluthöfum. Ekki liggur fyrir á hvaða gengi nýtt hlutafé verður selt. Er hlutafjáraukningunni meðal annars ætlað að hraða markaðssetningu á vörum félagsins og stuðla að frekari vexti þess. Tekjur Kerecis námu 4,6 milljónum dala, sem jafngildir um 552 milljónum króna, í fyrra borið saman við 1,7 milljónir dala árið 2017. Er gert ráð fyrir að tekjurnar meira en áttfaldist og verði komnar í 39 milljónir dala, jafnvirði 4,7 milljarða króna, á næsta ári, eftir því sem fram kemur í fjárfestakynningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira