Liverpool gæti verið dauðadæmt eftir þessa kveðju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2019 13:30 Pele og Mohamed Salah. Samsett/Getty Hlý kveðja frá brasilískri knattspyrnugoðsögn er alveg eins og ísköld kveðja fyrir hjátrúarfulla stuðningsmenn Liverpool. Hann er að mörgum talinn vera besti knattspyrnumaður sögunnar og er í það minnsta í hópi þeirra allra bestu. Frábær knattspyrnumaður en þykir vera alveg skelfilegur spámaður. Hér koma því vondu fréttirnar fyrir stuðningsmenn Liverpool. Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele spáir því að liðið vinni enska titilinn í vor. Liverpool-goðsögnin Kenny Dalglish hélt upp á 68 ára afmælið sitt í gær en Dalglish er einmitt síðasti knattspyrnustjórinn til að gera Liverpool að enskum meisturum. Liverpool vann deildina þrisvar undir hans stjórn 1986 (spilandi), 1988 og 1990 en Dalglish hafði áður unnið titilinn fimm sinnum sem leikmaður Liverpool (1979, 1980, 1982, 1983 og 1984). Pele ætlaði að senda vini sínum Kenny Dalglish hlýja kveðju í tilefni afmælisins en hún breyttist fljótt í kalda kveðju til Liverpool þegar menn fóru að skoða fyrri spádóma Pele.Happy birthday to Liverpool hero, Kenny Dalglish. I backed @LFC to win the Premier League from the start. I still think they will do it. // Feliz aniversário para o herói do Liverpool, @kennethdalglish. Eu apoiei o @LFC no início da Premier League e ainda acho que levarão a taça. pic.twitter.com/QemLKYzJo2 — Pelé (@Pele) March 4, 2019 „Til hamingju með afmælið hetja Liverpool, Kenny Dalglish. Ég spáði Liverpool titlinum í byrjun tímabilsins. Ég held ennþá að þeir nái að landa honum,“ skrifaði Pele á bæði ensku og portúgölsku eins og sjá má hér fyrir ofan. Pele skoraði 1281 mark í 1363 leikjum á ferlinum (með öllum vináttuleikjum) og varð þrisvar sinnum heimsmeistari með brasilíska landsliðinu (1958, 1962 og 1970). Spádómar hans virðast hins vegar sjaldan rætast. Sem dæmi um það þá spáði hann að Afríkuþjóð myndi vinna HM fyrir árið 2000 en nú er árið 2019 og Afríkuþjóð hefur ekki enn komist í undanúrslit á heimsmeistaramóti. Hann spáði því að brasilíska landsliðið kæmist ekki upp úr riðlinum á HM 2002 en brasilíska liðið fór alla leið og varð heimsmeistari. Hann spáði því að Nicky Barmby yrði heimsklassa leikmaður á borð við menn eins og Zidane, Maldini og Ronaldo. Barmby spilaði reyndar með Liverpool en komst ekki nálægt því að vera í hópi bestu leikmanna heims. Pele spáði því að Nii Lamptey væri „Nýi Pele“ eftir að hann sló í gegn á HM 17 ára 1991 en ekkert varð úr hans ferli. Pele spáði því að Argentína og Frakkland myndu mætast í úrslitaleiknum á HM 2002 en hvorug þjóðin komst upp úr sínum riðli. Hann spáði því að Kólumbía yrði heimsmeistari 1994 en liðið endaði í neðsta sæti í sínum riðli. Pele var líka á því að Spánverjar væri sigurstranglegasta þjóðin á HM 1998 í Frakklandi en spænska liðið datt út úr riðlinum þar sem liðið tapaði meðal annars fyrir Nígeríu og gerði jafntefli við Paragvæ. Þetta er aðeins brot af skelfilegum spádómum Pele og það er því ekkert skrýtið að hjátrúarfullir stuðningsmenn Liverpool líti á spá hans sem dauðadóm fyrir titilvonir Liverpool á þessari leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira
Hlý kveðja frá brasilískri knattspyrnugoðsögn er alveg eins og ísköld kveðja fyrir hjátrúarfulla stuðningsmenn Liverpool. Hann er að mörgum talinn vera besti knattspyrnumaður sögunnar og er í það minnsta í hópi þeirra allra bestu. Frábær knattspyrnumaður en þykir vera alveg skelfilegur spámaður. Hér koma því vondu fréttirnar fyrir stuðningsmenn Liverpool. Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele spáir því að liðið vinni enska titilinn í vor. Liverpool-goðsögnin Kenny Dalglish hélt upp á 68 ára afmælið sitt í gær en Dalglish er einmitt síðasti knattspyrnustjórinn til að gera Liverpool að enskum meisturum. Liverpool vann deildina þrisvar undir hans stjórn 1986 (spilandi), 1988 og 1990 en Dalglish hafði áður unnið titilinn fimm sinnum sem leikmaður Liverpool (1979, 1980, 1982, 1983 og 1984). Pele ætlaði að senda vini sínum Kenny Dalglish hlýja kveðju í tilefni afmælisins en hún breyttist fljótt í kalda kveðju til Liverpool þegar menn fóru að skoða fyrri spádóma Pele.Happy birthday to Liverpool hero, Kenny Dalglish. I backed @LFC to win the Premier League from the start. I still think they will do it. // Feliz aniversário para o herói do Liverpool, @kennethdalglish. Eu apoiei o @LFC no início da Premier League e ainda acho que levarão a taça. pic.twitter.com/QemLKYzJo2 — Pelé (@Pele) March 4, 2019 „Til hamingju með afmælið hetja Liverpool, Kenny Dalglish. Ég spáði Liverpool titlinum í byrjun tímabilsins. Ég held ennþá að þeir nái að landa honum,“ skrifaði Pele á bæði ensku og portúgölsku eins og sjá má hér fyrir ofan. Pele skoraði 1281 mark í 1363 leikjum á ferlinum (með öllum vináttuleikjum) og varð þrisvar sinnum heimsmeistari með brasilíska landsliðinu (1958, 1962 og 1970). Spádómar hans virðast hins vegar sjaldan rætast. Sem dæmi um það þá spáði hann að Afríkuþjóð myndi vinna HM fyrir árið 2000 en nú er árið 2019 og Afríkuþjóð hefur ekki enn komist í undanúrslit á heimsmeistaramóti. Hann spáði því að brasilíska landsliðið kæmist ekki upp úr riðlinum á HM 2002 en brasilíska liðið fór alla leið og varð heimsmeistari. Hann spáði því að Nicky Barmby yrði heimsklassa leikmaður á borð við menn eins og Zidane, Maldini og Ronaldo. Barmby spilaði reyndar með Liverpool en komst ekki nálægt því að vera í hópi bestu leikmanna heims. Pele spáði því að Nii Lamptey væri „Nýi Pele“ eftir að hann sló í gegn á HM 17 ára 1991 en ekkert varð úr hans ferli. Pele spáði því að Argentína og Frakkland myndu mætast í úrslitaleiknum á HM 2002 en hvorug þjóðin komst upp úr sínum riðli. Hann spáði því að Kólumbía yrði heimsmeistari 1994 en liðið endaði í neðsta sæti í sínum riðli. Pele var líka á því að Spánverjar væri sigurstranglegasta þjóðin á HM 1998 í Frakklandi en spænska liðið datt út úr riðlinum þar sem liðið tapaði meðal annars fyrir Nígeríu og gerði jafntefli við Paragvæ. Þetta er aðeins brot af skelfilegum spádómum Pele og það er því ekkert skrýtið að hjátrúarfullir stuðningsmenn Liverpool líti á spá hans sem dauðadóm fyrir titilvonir Liverpool á þessari leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira